Porsche Macan GTS er 360 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 15:08 Porsche Macan GTS kemur á svörtum 20 tommu felgum. Autoblog Porsche hefur nú kynnt fjórðu gerð sportjeppans Macan og hefur hann fengið stafina GTS, eins og svo margar aðrar bílgerðir Porsche skarta. Þessi gerð bílsins fellur á milli Macan S og Macan Turbo, bæði í verði og afli. Hann er með 3,0 lítra V6 bensínvél með tveimur forþjöppum og skilar 360 hesöflum. Það er 20 hestöflum meira en Macan S en 40 hestöflum minna en Macan Turbo. Macan GTS er með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Macan GTS er 5,0 sekúndur í 100 km hraða, en 4,8 sekúndur með Sport Chrono pakkanum. Porsche hefur ekki látið duga að auka afl vélar GTS umfram Macan S, heldur er fjöðrun bílsins öðruvísi og sportlegri, hann er lægri á vegi, fær nýtt pústkerfi og bremsubúnað, kemur á 20 tommu felgum og framsætin eru sportsæti með alcantara áklæði. Porsche býður nú bílgerðirnar 911, Panamera, Cayenne, Boxter og Cayman, auk Macan nú í GTS útfærslu. Einstaklega vel teiknaður bíll, Macan og frábær í akstri. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent
Porsche hefur nú kynnt fjórðu gerð sportjeppans Macan og hefur hann fengið stafina GTS, eins og svo margar aðrar bílgerðir Porsche skarta. Þessi gerð bílsins fellur á milli Macan S og Macan Turbo, bæði í verði og afli. Hann er með 3,0 lítra V6 bensínvél með tveimur forþjöppum og skilar 360 hesöflum. Það er 20 hestöflum meira en Macan S en 40 hestöflum minna en Macan Turbo. Macan GTS er með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Macan GTS er 5,0 sekúndur í 100 km hraða, en 4,8 sekúndur með Sport Chrono pakkanum. Porsche hefur ekki látið duga að auka afl vélar GTS umfram Macan S, heldur er fjöðrun bílsins öðruvísi og sportlegri, hann er lægri á vegi, fær nýtt pústkerfi og bremsubúnað, kemur á 20 tommu felgum og framsætin eru sportsæti með alcantara áklæði. Porsche býður nú bílgerðirnar 911, Panamera, Cayenne, Boxter og Cayman, auk Macan nú í GTS útfærslu. Einstaklega vel teiknaður bíll, Macan og frábær í akstri.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent