Þórður glímdi við áfengi og vímuefni: Mætti fullur á æfingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2015 17:53 Þórður Ingason. Vísir Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, segir frá baráttu sinni við áfengis- og vímuefnaneyslu í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net í dag. Þórður missti sæti sitt í byrjunarliði Fjölnis í byrjun september og var settur í agabann út tímabilið í Pepsi-deild karla. Ástæðan var ei nföld. „Ég mætti eiginlega fullur á æfingu,“ sagði Þórður sem hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður sem missti sætið strax sætið sitt. Þetta var þó ekki einsdæmi því Þórður lýsir í viðtalinu hvernig hann hefur barist við bakkus undanfarin ár.Sjá einnig: Agabann Þórðar nær út tímabilið | Óvíst með framtíðina Meðal þess sem hann nefnir er sumarið 2010 þegar hann var varamarkvörður Lars Ivar Moldskred hjá KR. Þegar líða tók á tímabilið fór hann út á lífið um helgar þó svo að það væri verið að spila á sunnudögum. „Maður var þunnur á bekknum í leikjum og vonaði að þurfa ekki að koma inn á. Hann var alltaf að láta næstum því reka sig út af þessi Norðmaður í markinu. Ég hugsaði bara „fokk“ á bekknum og óttaðist að þurfa að koma inn á. Ég var bara 22 ára og þetta var of stórt fyrir mig.“ Hann segir að streitan og feluleikirnir hafi farið illa með sig í gegnum árin og þó svo að hann hafi getað hætt að neyta áfengis í skamman tíma var næsta fyllerí alltaf planð. Hann er nýkominn úr meðferð og þessi 27 ára markvörður ætlar að halda áfram í boltanum - hvort sem er að það verður hjá Fjölni eða í öðru liði. „Ég vonast eftir að fá tækifæri. Ég get sagt hvað sem er. Ég get sitið hér og logið öllum fjandanum en ég þarf að sýna þetta í verki. Þau lið sem hafa áhuga á mér sjá vonandi að ég er að gera eitthvað róttækt í mínum málum. Ég er mjög ánægður með sjálfan mig núna að hafa tekið þetta skref. Þetta er eitthvað sem ég vildi gera því ég nenni ekki þessari vanlíðan sem fylgir þessu. Ég vil komast í andlegt jafnvægi og segja skilið við hitt,” sagði Þórður. Viðtalið má lesa í heild sinni á Fótbolta.net. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, segir frá baráttu sinni við áfengis- og vímuefnaneyslu í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net í dag. Þórður missti sæti sitt í byrjunarliði Fjölnis í byrjun september og var settur í agabann út tímabilið í Pepsi-deild karla. Ástæðan var ei nföld. „Ég mætti eiginlega fullur á æfingu,“ sagði Þórður sem hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður sem missti sætið strax sætið sitt. Þetta var þó ekki einsdæmi því Þórður lýsir í viðtalinu hvernig hann hefur barist við bakkus undanfarin ár.Sjá einnig: Agabann Þórðar nær út tímabilið | Óvíst með framtíðina Meðal þess sem hann nefnir er sumarið 2010 þegar hann var varamarkvörður Lars Ivar Moldskred hjá KR. Þegar líða tók á tímabilið fór hann út á lífið um helgar þó svo að það væri verið að spila á sunnudögum. „Maður var þunnur á bekknum í leikjum og vonaði að þurfa ekki að koma inn á. Hann var alltaf að láta næstum því reka sig út af þessi Norðmaður í markinu. Ég hugsaði bara „fokk“ á bekknum og óttaðist að þurfa að koma inn á. Ég var bara 22 ára og þetta var of stórt fyrir mig.“ Hann segir að streitan og feluleikirnir hafi farið illa með sig í gegnum árin og þó svo að hann hafi getað hætt að neyta áfengis í skamman tíma var næsta fyllerí alltaf planð. Hann er nýkominn úr meðferð og þessi 27 ára markvörður ætlar að halda áfram í boltanum - hvort sem er að það verður hjá Fjölni eða í öðru liði. „Ég vonast eftir að fá tækifæri. Ég get sagt hvað sem er. Ég get sitið hér og logið öllum fjandanum en ég þarf að sýna þetta í verki. Þau lið sem hafa áhuga á mér sjá vonandi að ég er að gera eitthvað róttækt í mínum málum. Ég er mjög ánægður með sjálfan mig núna að hafa tekið þetta skref. Þetta er eitthvað sem ég vildi gera því ég nenni ekki þessari vanlíðan sem fylgir þessu. Ég vil komast í andlegt jafnvægi og segja skilið við hitt,” sagði Þórður. Viðtalið má lesa í heild sinni á Fótbolta.net.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki