Yamaha kynnir bíl í Tókýó Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2015 09:20 Yamaha Sports Ride. Autoblog Margt forvitnilegra bíla má nú líta augum á bílasýningunni í Tókýó. Fæstir áttu þó von á því að sjá bíl frá mótorhjólaframleiðandanum Yamaha, en sú er nú samt raunin og er þetta fyrsti bíllinn sem Yamaha hefur kynnt almenningi. Bíllinn hefur fengið nafnið Sports Ride, er afar lítill, eða á við Mazda MX-5 Miata og vegur aðeins 750 kíló. Að innan er bíllinn einkar einfaldur að sjá og minnir í því tilliti á Lotus bíla eða Alfa Romeo 4C. Ef til vill er það vegna þess að bíllinn er aðallega hugsaður sem gott ökutæki en ekki lúxusbíll. Ekki fylgdu neinar upplýsingar frá Yamaha um hvort þessi bíll færi í framleiðslu, né heldur hvernig drifrás er í bílnum. Hvort þar sé að finna vél úr einu mótorhjóla Yamaha eða hefbundin bílvél, er ekki ljóst. Hann var hannaður algerlega innanhúss hjá Yamaha og segja má um útlit bílsins að hann líti út sem smækkuð mynd af ofurbíl. Ekki slæm byrjun hjá Yamaha inná bílamarkaðinn. Yamaha Sports Ride er aðeins tveggja sæta. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent
Margt forvitnilegra bíla má nú líta augum á bílasýningunni í Tókýó. Fæstir áttu þó von á því að sjá bíl frá mótorhjólaframleiðandanum Yamaha, en sú er nú samt raunin og er þetta fyrsti bíllinn sem Yamaha hefur kynnt almenningi. Bíllinn hefur fengið nafnið Sports Ride, er afar lítill, eða á við Mazda MX-5 Miata og vegur aðeins 750 kíló. Að innan er bíllinn einkar einfaldur að sjá og minnir í því tilliti á Lotus bíla eða Alfa Romeo 4C. Ef til vill er það vegna þess að bíllinn er aðallega hugsaður sem gott ökutæki en ekki lúxusbíll. Ekki fylgdu neinar upplýsingar frá Yamaha um hvort þessi bíll færi í framleiðslu, né heldur hvernig drifrás er í bílnum. Hvort þar sé að finna vél úr einu mótorhjóla Yamaha eða hefbundin bílvél, er ekki ljóst. Hann var hannaður algerlega innanhúss hjá Yamaha og segja má um útlit bílsins að hann líti út sem smækkuð mynd af ofurbíl. Ekki slæm byrjun hjá Yamaha inná bílamarkaðinn. Yamaha Sports Ride er aðeins tveggja sæta.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent