Audi R8 E-Tron á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2015 11:25 Audi R8 E-Tron við prufur á Nürburgring brautinni. Autoblog Langt er síðan Audi greindi frá áætlunum sínum að framleiða R8 sportbíl sinn sem rafmagnsbíl, en hætti síðan við það. Nú eru þessar áætlanir hinsvegar aftur komnar á kortið og sést hefur til slíks bíls við prufanir á Nürburgring brautinni. Þessi bíll verður með 456 hestafla drifrás og 679 pund-feta togi, nægilegt til að koma þessum ofurbíl í 100 km hraða á um 3 sekúndum. Á myndunum af bílnum að dæma er hann á annarskonar dekkjum en hefðbundinn Audi R8 og inní bílnum eru greinilega einhverskonar mælitæki sem notaðar eru við prófanir á bílnum. Ekki er ljóst hver drægni þessa bíls verður, en líklega eitthvað í ætt við 450 km drægni Tesla Model S og ljóst er að honum verður einmitt stefnt gegn þeim bíl. Þá er bara spurning hvort hann verður dýrari eða ódýrari, en margir munu fagna því að annar valkostur verði í boði sem öflugur rafmagnsbíll og ekki ætti útlitið að skemma fyrir honum þessum. Appelsínugular rendur greina R8 E-Tron frá hefðbundnum R8. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent
Langt er síðan Audi greindi frá áætlunum sínum að framleiða R8 sportbíl sinn sem rafmagnsbíl, en hætti síðan við það. Nú eru þessar áætlanir hinsvegar aftur komnar á kortið og sést hefur til slíks bíls við prufanir á Nürburgring brautinni. Þessi bíll verður með 456 hestafla drifrás og 679 pund-feta togi, nægilegt til að koma þessum ofurbíl í 100 km hraða á um 3 sekúndum. Á myndunum af bílnum að dæma er hann á annarskonar dekkjum en hefðbundinn Audi R8 og inní bílnum eru greinilega einhverskonar mælitæki sem notaðar eru við prófanir á bílnum. Ekki er ljóst hver drægni þessa bíls verður, en líklega eitthvað í ætt við 450 km drægni Tesla Model S og ljóst er að honum verður einmitt stefnt gegn þeim bíl. Þá er bara spurning hvort hann verður dýrari eða ódýrari, en margir munu fagna því að annar valkostur verði í boði sem öflugur rafmagnsbíll og ekki ætti útlitið að skemma fyrir honum þessum. Appelsínugular rendur greina R8 E-Tron frá hefðbundnum R8.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent