Benz seldi meira en BMW og Audi þriðja mánuðinn í röð Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2015 09:59 Mercedes Benz GLC Autoblog Í nýliðnum september seldi Mercedes Benz fleiri bíla en hinir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir BMW og Audi. Var það þriðja mánuðinn í röð sem það gerist, en undanfarin ár hefur Mercedes Benz verið í þriðja sæti þessara þriggja framleiðenda í sölu. Söluaukning Benz nam 16% á milli ára og seldi fyrirtækið 188.400 bíla í september. BMW seldi 180.500 bíla og Audi 170.900. Í Kína var söluaukning Benz mikil í síðasta mánuði, eða 31% en á sama tíma jókst hún um 2% hjá BMW og stóð í stað hjá Audi. Það er góð sala um allan heim á bílum eins og GLC, GLE og GLA sem hjálpað hefur Benz mest í þessari aukningu í sölu. Fyrstu 9 mánuði ársins heldur BMW ennþá efsta sætinu í heildarsölu með 1,4 milljón bíla. Mercedes Benz hefur selt 1,38 milljón bíla og Audi 1,35. Aukningin hjá Mercedes Benz er 15% á milli ára, en 5,8% hjá BMW og 3,8% hjá Audi. Því má telja öruggt að Mercedes Benz verður söluhærra en Audi í ár og muni jafnvel ná BMW. Sú staða hefur ekki verið uppi í mörg ár, en Mercedes Benz tapaði titlinum söluhæsti þýski lúxusbílaframleiðandinn til BMW árið 2005 og þar hefur BMW setið allar götur síðan. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Í nýliðnum september seldi Mercedes Benz fleiri bíla en hinir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir BMW og Audi. Var það þriðja mánuðinn í röð sem það gerist, en undanfarin ár hefur Mercedes Benz verið í þriðja sæti þessara þriggja framleiðenda í sölu. Söluaukning Benz nam 16% á milli ára og seldi fyrirtækið 188.400 bíla í september. BMW seldi 180.500 bíla og Audi 170.900. Í Kína var söluaukning Benz mikil í síðasta mánuði, eða 31% en á sama tíma jókst hún um 2% hjá BMW og stóð í stað hjá Audi. Það er góð sala um allan heim á bílum eins og GLC, GLE og GLA sem hjálpað hefur Benz mest í þessari aukningu í sölu. Fyrstu 9 mánuði ársins heldur BMW ennþá efsta sætinu í heildarsölu með 1,4 milljón bíla. Mercedes Benz hefur selt 1,38 milljón bíla og Audi 1,35. Aukningin hjá Mercedes Benz er 15% á milli ára, en 5,8% hjá BMW og 3,8% hjá Audi. Því má telja öruggt að Mercedes Benz verður söluhærra en Audi í ár og muni jafnvel ná BMW. Sú staða hefur ekki verið uppi í mörg ár, en Mercedes Benz tapaði titlinum söluhæsti þýski lúxusbílaframleiðandinn til BMW árið 2005 og þar hefur BMW setið allar götur síðan.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent