Ótrúleg afsökun frá Balenciaga og MyTheresa Ritstjórn skrifar 13. október 2015 10:28 Fatamerkið Balenciaga hefur í samstarfi við netverslunina MyTheresa gert tískustuttmyndina „Une Incroyable Excuse“ eða ótrúleg afsökun. Í myndinni, sem tekin er upp á einu glæsilegasta veitingahúsi í París, Caviar Kaspia, kynnumst við þremur vinkonum sem hittast í hádegismat. Ein þeirra er of sein og hneykslast vinkonur hennar á því að hún sé enn eina ferðina sein og hvaða ótrúlegu afsökun hún muni koma með í þetta skiptið. „Hugmyndin á bakvið myndina er að sýna að tískuheimurinn getur líka verið léttur og skemmtilegur, en það er eitthvað sem skiptir mig miklu máli að sé auglóst, og það var útgangspunkturinn við gerð myndarinnar,“ segir Justin O'Shea innkaupastjóri hjá MyTheresa um gerð myndarainnar. Í myndinni klæðast þær vinkonurnar fatnaði úr haustlínu Balenciaga, sem fáanleg er á MyTheresa.com. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni en hún verður sýnd í heild sinni á heimasíðunni showstudio.com á sunnudag og svo á MyTheresa.com. Glamour Tíska Mest lesið Vínrauðar partývarir sem stela senunni Glamour Vinsælasti liturinn í Kaupmannahöfn Glamour „Vonandi ryðjum við brautina fyrir komandi kynslóðir“ Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Nicole Kidman á forsíðu Glamour Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Balenciaga bauð upp á þykkbotna Crocs Glamour Fyrir hvern förðum við okkur? Glamour Stórkostlegar breytingar í tískuheiminum á stuttum tíma Glamour
Fatamerkið Balenciaga hefur í samstarfi við netverslunina MyTheresa gert tískustuttmyndina „Une Incroyable Excuse“ eða ótrúleg afsökun. Í myndinni, sem tekin er upp á einu glæsilegasta veitingahúsi í París, Caviar Kaspia, kynnumst við þremur vinkonum sem hittast í hádegismat. Ein þeirra er of sein og hneykslast vinkonur hennar á því að hún sé enn eina ferðina sein og hvaða ótrúlegu afsökun hún muni koma með í þetta skiptið. „Hugmyndin á bakvið myndina er að sýna að tískuheimurinn getur líka verið léttur og skemmtilegur, en það er eitthvað sem skiptir mig miklu máli að sé auglóst, og það var útgangspunkturinn við gerð myndarinnar,“ segir Justin O'Shea innkaupastjóri hjá MyTheresa um gerð myndarainnar. Í myndinni klæðast þær vinkonurnar fatnaði úr haustlínu Balenciaga, sem fáanleg er á MyTheresa.com. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni en hún verður sýnd í heild sinni á heimasíðunni showstudio.com á sunnudag og svo á MyTheresa.com.
Glamour Tíska Mest lesið Vínrauðar partývarir sem stela senunni Glamour Vinsælasti liturinn í Kaupmannahöfn Glamour „Vonandi ryðjum við brautina fyrir komandi kynslóðir“ Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Nicole Kidman á forsíðu Glamour Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Balenciaga bauð upp á þykkbotna Crocs Glamour Fyrir hvern förðum við okkur? Glamour Stórkostlegar breytingar í tískuheiminum á stuttum tíma Glamour