Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2015 10:45 Sanders og Clinton áttu sviðið í gær. Vísir/Getty Í nótt fór fram fyrsta kappræða frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta Bandaríkjanna. Stjórnmálaskýrendur eru sammála um það að í kappræðunum hafi Hillary Clinton sýnt það að hún væri sterkasti frambjóðandi flokksins. Í greiningu síðunnar VOX á kappræðunum segir að helsta afrek Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins hafi verið að koma í veg fyrir að sterkur frambjóðandi byði sig fram á móti henni. Það hafi sýnt sig í gær þegar hún tókst á við Bernie Sanders, Jim Webb, Lincoln Chafee og Martin O'Malley.Strong night for Hillary - will calm Dem nerves & tamp down Biden buzz. She helped herself a good deal, was elevated by comparison.— Jonathan Martin (@jmartNYT) October 14, 2015 Vísir hefur tekið saman brot af því besta úr kappræðunum sem má sjá hér fyrir neðan. Hættum að tala um tölvupóstana!Það sem hefur helst skaðað forsetaframboð Hillary Clinton er rannsókn á tölvupóstmálum hennar á meðan hún var utanríkisráðherra. Hún er sökuð um að hafa geymt tölvupósta á eigin vefþjón, fremur en vefþjón bandaríska utanríkisráðuneytisins, sem er óleyfilegt. Hún var spurð um þetta í kappræðunum í nótt en Bernie Sanders stal senunni þegar hann sagðist vera orðinn þreyttur á þessum tölvupóstum og krafðist þess að umræðan myndi snúast um alvöru málefni „Í Bandaríkjunum standa 27 milljón manns frammi fyrir fátækt. Ég er búinn að fá nóg af þessum tölvupóstum. Tölum um málefni sem skipta Bandaríkin máli!“Benghazi-nefndinHillary Clinton ásakði repúblikana um að nota Fulltrúadeild bandaríska þingsins til þess að skaða forsetaframboð sitt með því að kalla saman sérstaka nefnd til að rannsaka árás hryðjuverkamanna á sendiráð Bandaríkjanna í Benghazi í Lýbíu árið 2012. „Þessi nefnd hefur nú þegar eytt 4,5 milljónum dollara af skattpeningum okkar. Það er alveg augljóst hvert markmið þeirra er.“NeiBesta lína kvöldsins var líklega ekki löng. Lincoln Chafee gagnrýndi Clinton fyrir tölvupóstmálið og sagði að leiðtogi Bandaríkjanna þyrfti að hafa ákveðinn trúverðugleika. Anderson Cooper, stjórnandi umræðunnar spurði hvort að Clinton vildi svara en hún svaraði einfaldlega, við mikil fagnaðarlæti, nei.Hvað er demókratískur sósíalismi? Bernie Sanders segist vera demókratískur sósíalisti en í Bandaríkjunum vekur orðið sósíalisti óneitanlega hugrenningatengsl við Sovétríkin. Það þykir því nokkuð ótrúlegt hversu mikinn stuðning forsetaframboð Sanders hefur fengið að undanförnu. Hann segir þó að sósíalismi og demókratískur sósíalismi sé ekki það sama og útskýrði hann í gær hvað demókratískur sósíalismi stendur fyrir.Dæmið mig af óvinum mínumFrambjóðendurnir fengu allir að svara hvaða óvin þeir væru stoltastir af því að eiga. Svörin voru margvísleg. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00 Repúblikanar leiða gegn Clinton í þremur lykilfylkjum Hillary Clinton og aðrir demókratar mælast með minna fylgi en andstæðingar þeirra í skoðanakönnun. 23. júlí 2015 07:00 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Í nótt fór fram fyrsta kappræða frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta Bandaríkjanna. Stjórnmálaskýrendur eru sammála um það að í kappræðunum hafi Hillary Clinton sýnt það að hún væri sterkasti frambjóðandi flokksins. Í greiningu síðunnar VOX á kappræðunum segir að helsta afrek Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins hafi verið að koma í veg fyrir að sterkur frambjóðandi byði sig fram á móti henni. Það hafi sýnt sig í gær þegar hún tókst á við Bernie Sanders, Jim Webb, Lincoln Chafee og Martin O'Malley.Strong night for Hillary - will calm Dem nerves & tamp down Biden buzz. She helped herself a good deal, was elevated by comparison.— Jonathan Martin (@jmartNYT) October 14, 2015 Vísir hefur tekið saman brot af því besta úr kappræðunum sem má sjá hér fyrir neðan. Hættum að tala um tölvupóstana!Það sem hefur helst skaðað forsetaframboð Hillary Clinton er rannsókn á tölvupóstmálum hennar á meðan hún var utanríkisráðherra. Hún er sökuð um að hafa geymt tölvupósta á eigin vefþjón, fremur en vefþjón bandaríska utanríkisráðuneytisins, sem er óleyfilegt. Hún var spurð um þetta í kappræðunum í nótt en Bernie Sanders stal senunni þegar hann sagðist vera orðinn þreyttur á þessum tölvupóstum og krafðist þess að umræðan myndi snúast um alvöru málefni „Í Bandaríkjunum standa 27 milljón manns frammi fyrir fátækt. Ég er búinn að fá nóg af þessum tölvupóstum. Tölum um málefni sem skipta Bandaríkin máli!“Benghazi-nefndinHillary Clinton ásakði repúblikana um að nota Fulltrúadeild bandaríska þingsins til þess að skaða forsetaframboð sitt með því að kalla saman sérstaka nefnd til að rannsaka árás hryðjuverkamanna á sendiráð Bandaríkjanna í Benghazi í Lýbíu árið 2012. „Þessi nefnd hefur nú þegar eytt 4,5 milljónum dollara af skattpeningum okkar. Það er alveg augljóst hvert markmið þeirra er.“NeiBesta lína kvöldsins var líklega ekki löng. Lincoln Chafee gagnrýndi Clinton fyrir tölvupóstmálið og sagði að leiðtogi Bandaríkjanna þyrfti að hafa ákveðinn trúverðugleika. Anderson Cooper, stjórnandi umræðunnar spurði hvort að Clinton vildi svara en hún svaraði einfaldlega, við mikil fagnaðarlæti, nei.Hvað er demókratískur sósíalismi? Bernie Sanders segist vera demókratískur sósíalisti en í Bandaríkjunum vekur orðið sósíalisti óneitanlega hugrenningatengsl við Sovétríkin. Það þykir því nokkuð ótrúlegt hversu mikinn stuðning forsetaframboð Sanders hefur fengið að undanförnu. Hann segir þó að sósíalismi og demókratískur sósíalismi sé ekki það sama og útskýrði hann í gær hvað demókratískur sósíalismi stendur fyrir.Dæmið mig af óvinum mínumFrambjóðendurnir fengu allir að svara hvaða óvin þeir væru stoltastir af því að eiga. Svörin voru margvísleg.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00 Repúblikanar leiða gegn Clinton í þremur lykilfylkjum Hillary Clinton og aðrir demókratar mælast með minna fylgi en andstæðingar þeirra í skoðanakönnun. 23. júlí 2015 07:00 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00
Repúblikanar leiða gegn Clinton í þremur lykilfylkjum Hillary Clinton og aðrir demókratar mælast með minna fylgi en andstæðingar þeirra í skoðanakönnun. 23. júlí 2015 07:00
Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31
Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00