Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. október 2015 07:00 Tekið er að kólna hressilega í Þýskalandi, þar sem flóttamenn yfirgefa tjaldbúðir en fá inni í haldbetra húsnæði. vísir/epa „Þetta getur ekki gerst án Tyrklands,“ sagði Recep Tayyip Erdogan við fréttamenn í Tyrklandi í gær, þar sem hann var spurður út í viðbrögð Evrópusambandsins við straumi flóttafólks. Hann sagði Vesturlöndin hafa áttað sig alltof seint á því að Tyrkland hlyti að gegna lykilhlutverki í þessum efnum, en spurði á móti hvers vegna í ósköpunum Evrópusambandið samþykkti þá ekki aðild Tyrklands. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst á fimmtudag og lauk í gær, var samþykkt að veita Tyrklandi allt að þremur milljörðum evra til að auka eftirlit sitt með ferðum flóttamanna yfir landamærin og hlúa að þeim sem þurfa að bíða í flóttamannabúðum. Gegn þessu eiga tyrkneskir ríkisborgarar meðal annars að fá auðveldari aðgang að vegabréfsáritun til Evrópu. Þá samþykktu leiðtogar Evrópusambandsins að setja nýjan kraft í aðildarviðræður Tyrklands. Donald Tusk, forseti ráðs Evrópusambandsins, segir að Tyrkir fái þó ekki fjárstuðning nema þeir sýni fram á raunverulegan árangur: „Ef þeir hjálpa okkur, þá hjálpum við þeim,“ sagði Tusk að loknum leiðtogafundinum í Brussel í gær. „Í grundvallaratriðum var niðurstaðan sú að betra sé að hýsa flóttafólk nær heimkynnum þess frekar en að við séum að greiða fyrir dvöl þess hér,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, en hún hefur lagt mikla áherslu á að ná samkomulagi við Tyrkland í þessu máli. Feridun Sinirlioglu, utanríkisráðherra Tyrklands, bar hins vegar í gær til baka fréttir um að samkomulagið væri í höfn. Enn væri aðeins um drög að samkomulagi að ræða, og hann var ósáttur við peningahliðina. Þjóðverjar hafa reiknað með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, flestum frá Sýrlandi. Merkel hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar eigi ekki að hika við að taka á móti öllum sem þangað leggja leið sína, en krefst þess jafnframt að önnur ESB-ríki leggi sitt af mörkum ekki síður en Þjóðverjar. Ungverjaland greip hins vegar í gær til þess ráðs að loka landamærum sínum að Króatíu, en stór hluti flóttafólksins hefur farið frá Tyrklandi yfir til Ungverjalands og þaðan áfram norður til Þýskalands og Skandinavíu. Flóttamenn Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
„Þetta getur ekki gerst án Tyrklands,“ sagði Recep Tayyip Erdogan við fréttamenn í Tyrklandi í gær, þar sem hann var spurður út í viðbrögð Evrópusambandsins við straumi flóttafólks. Hann sagði Vesturlöndin hafa áttað sig alltof seint á því að Tyrkland hlyti að gegna lykilhlutverki í þessum efnum, en spurði á móti hvers vegna í ósköpunum Evrópusambandið samþykkti þá ekki aðild Tyrklands. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst á fimmtudag og lauk í gær, var samþykkt að veita Tyrklandi allt að þremur milljörðum evra til að auka eftirlit sitt með ferðum flóttamanna yfir landamærin og hlúa að þeim sem þurfa að bíða í flóttamannabúðum. Gegn þessu eiga tyrkneskir ríkisborgarar meðal annars að fá auðveldari aðgang að vegabréfsáritun til Evrópu. Þá samþykktu leiðtogar Evrópusambandsins að setja nýjan kraft í aðildarviðræður Tyrklands. Donald Tusk, forseti ráðs Evrópusambandsins, segir að Tyrkir fái þó ekki fjárstuðning nema þeir sýni fram á raunverulegan árangur: „Ef þeir hjálpa okkur, þá hjálpum við þeim,“ sagði Tusk að loknum leiðtogafundinum í Brussel í gær. „Í grundvallaratriðum var niðurstaðan sú að betra sé að hýsa flóttafólk nær heimkynnum þess frekar en að við séum að greiða fyrir dvöl þess hér,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, en hún hefur lagt mikla áherslu á að ná samkomulagi við Tyrkland í þessu máli. Feridun Sinirlioglu, utanríkisráðherra Tyrklands, bar hins vegar í gær til baka fréttir um að samkomulagið væri í höfn. Enn væri aðeins um drög að samkomulagi að ræða, og hann var ósáttur við peningahliðina. Þjóðverjar hafa reiknað með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, flestum frá Sýrlandi. Merkel hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar eigi ekki að hika við að taka á móti öllum sem þangað leggja leið sína, en krefst þess jafnframt að önnur ESB-ríki leggi sitt af mörkum ekki síður en Þjóðverjar. Ungverjaland greip hins vegar í gær til þess ráðs að loka landamærum sínum að Króatíu, en stór hluti flóttafólksins hefur farið frá Tyrklandi yfir til Ungverjalands og þaðan áfram norður til Þýskalands og Skandinavíu.
Flóttamenn Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54