Bryndís vildi ekki láta öskra á sig | Margrét bauðst til að hætta hjá Keflavík Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2015 12:50 Bryndís Guðmundsdóttir fór frá Keflavík til Snæfells. vísir/stefán Eins og greint var frá fyrr í dag er Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, hætt sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Hún tók þá ákvörðun í dag og sagði starfi sínu lausu með símtali í Hannes S. Jónsson, formann KKÍ. Ástæðan sagði hún á Facebook-sinni vera að hún vildi að Bryndísi Guðmundsdóttur liði vel á æfingum kvennalandsliðsins. Bryndís yfirgaf Keflavík rétt fyrir tímabilið og samdi við Íslandsmeistara Snæfells eftir að hún fékk samningi sínum við uppeldisfélagið rift.Sjá einnig:Sjáðu sigurkörfu Bryndísar | Myndband „Eitthvað var að trufla hana í Keflavík og ég geng út frá því að það hafi verið ég,“ segir Margrét í samtali við Vísi, aðspurð um útskýringar á líðan Bryndísar á komandi landsliðsæfingum. „Ég geri bara ráð fyrir því að ég sé vandamálið og því hætti ég. Ég vil endilega að Íslandi gangi vel og vil allt fyrir kvennakörfuboltann gera. Það er lífsnauðsynlegt því við erum á þvílíkum tímamótum með körfuboltann núna og verðum að einblína á það.“ „Ég sé ekkert endilega fram á neitt vesen, en ef ske kynni að það yrði eitthvað vesen vil ég ekki vera valdur af því. Ég vil ekki vera afsökun fyrir einu né neinu. Svo vil ég líka bara að stelpurnar vinni leikina,“ segir Margrét.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðniu.mynd/kkíFunduðu í tvo tíma Margrét og Bryndís funduðu áður en leikmaðurinn yfirgaf Keflavík og hélt Margrét að þær hefðu skilið í góðu. Bryndís setti upp nokkur atriði sem hún vildi fá framgengt til að halda áfram hjá liðinu að sögn Margrétar, en þjálfarinn gat ekki samþykkt þau öll. „Þetta var fínt samtal hjá okkur. Ég ræddi við hana móðurlega í tvo tíma og reyndi að útskýra að ég væri öll af vilja gerð og gæti mætt henni á hálfri leið en auðvitað gæti ég ekki lofað einu né neinu,“ segir Margrét, en hvað var það sem Bryndís vildi? „Hún vildi láta koma fram við sig öðruvísi en aðra leikmenn. Hún vildi fá öruggar mínútur í liðinu og vera fyrirliði sem ég var reyndar ekkert búin að gefa upp á bátin. Hún þurfti bara að sýna að hún ætti það skilið með hegðun sinni. Svo vildi hún ekki láta öskra á sig. Ég hafði kallað eitthvað á eftir henni á æfingu sem fór ekki vel í hana. Þetta eru atriði sem ekki nokkur einasti þjálfari getur samþykkt,“ segir Margrét.Ekki talað meira saman Eftir að Margrét og Bryndís funduðu áttu þær ekki frekari samskipti og fór svo að leikmaðurinn yfirgaf liðið. Margrét vildi frekar að hún færi en Bryndís. „Ég vildi ekkert að hún færi og er helósátt við þetta. Ég bauðst til að víkja. Það geta næstum því allir þjálfað en það er erfiðara að finna svona góða leikmenn,“ segir Margrét. „Til að segja satt og rétt frá þá hefur hún ekkert talað við mig meira. Ég gekk bara frá þessum fundi okkar og hélt við værum sáttar. Síðan tók stjórnin við.“ „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt en það er lítið hægt að gera. Hún treysti sér ekki til að ræða við mig þannig við höfum ekkert rætt um þetta frekar,“ segir Margrét Sturlaugsdóttir. Ekki hefur náðst í Bryndísi í dag. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í dag er Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, hætt sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Hún tók þá ákvörðun í dag og sagði starfi sínu lausu með símtali í Hannes S. Jónsson, formann KKÍ. Ástæðan sagði hún á Facebook-sinni vera að hún vildi að Bryndísi Guðmundsdóttur liði vel á æfingum kvennalandsliðsins. Bryndís yfirgaf Keflavík rétt fyrir tímabilið og samdi við Íslandsmeistara Snæfells eftir að hún fékk samningi sínum við uppeldisfélagið rift.Sjá einnig:Sjáðu sigurkörfu Bryndísar | Myndband „Eitthvað var að trufla hana í Keflavík og ég geng út frá því að það hafi verið ég,“ segir Margrét í samtali við Vísi, aðspurð um útskýringar á líðan Bryndísar á komandi landsliðsæfingum. „Ég geri bara ráð fyrir því að ég sé vandamálið og því hætti ég. Ég vil endilega að Íslandi gangi vel og vil allt fyrir kvennakörfuboltann gera. Það er lífsnauðsynlegt því við erum á þvílíkum tímamótum með körfuboltann núna og verðum að einblína á það.“ „Ég sé ekkert endilega fram á neitt vesen, en ef ske kynni að það yrði eitthvað vesen vil ég ekki vera valdur af því. Ég vil ekki vera afsökun fyrir einu né neinu. Svo vil ég líka bara að stelpurnar vinni leikina,“ segir Margrét.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðniu.mynd/kkíFunduðu í tvo tíma Margrét og Bryndís funduðu áður en leikmaðurinn yfirgaf Keflavík og hélt Margrét að þær hefðu skilið í góðu. Bryndís setti upp nokkur atriði sem hún vildi fá framgengt til að halda áfram hjá liðinu að sögn Margrétar, en þjálfarinn gat ekki samþykkt þau öll. „Þetta var fínt samtal hjá okkur. Ég ræddi við hana móðurlega í tvo tíma og reyndi að útskýra að ég væri öll af vilja gerð og gæti mætt henni á hálfri leið en auðvitað gæti ég ekki lofað einu né neinu,“ segir Margrét, en hvað var það sem Bryndís vildi? „Hún vildi láta koma fram við sig öðruvísi en aðra leikmenn. Hún vildi fá öruggar mínútur í liðinu og vera fyrirliði sem ég var reyndar ekkert búin að gefa upp á bátin. Hún þurfti bara að sýna að hún ætti það skilið með hegðun sinni. Svo vildi hún ekki láta öskra á sig. Ég hafði kallað eitthvað á eftir henni á æfingu sem fór ekki vel í hana. Þetta eru atriði sem ekki nokkur einasti þjálfari getur samþykkt,“ segir Margrét.Ekki talað meira saman Eftir að Margrét og Bryndís funduðu áttu þær ekki frekari samskipti og fór svo að leikmaðurinn yfirgaf liðið. Margrét vildi frekar að hún færi en Bryndís. „Ég vildi ekkert að hún færi og er helósátt við þetta. Ég bauðst til að víkja. Það geta næstum því allir þjálfað en það er erfiðara að finna svona góða leikmenn,“ segir Margrét. „Til að segja satt og rétt frá þá hefur hún ekkert talað við mig meira. Ég gekk bara frá þessum fundi okkar og hélt við værum sáttar. Síðan tók stjórnin við.“ „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt en það er lítið hægt að gera. Hún treysti sér ekki til að ræða við mig þannig við höfum ekkert rætt um þetta frekar,“ segir Margrét Sturlaugsdóttir. Ekki hefur náðst í Bryndísi í dag.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira