Taylor Swift bölvunin í bandaríska hafnarboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 23:30 Vísir/EPA Þrjú bandarísk hafnarboltafélög í MLB-deildinni hafa verið í tómu tjóni eftir heimsókn frá einni vinsælustu tónlistakonu heimsins í dag og það þykir ekki boða gott að fá þessa stóru poppstjörnu í heimsókn til sín. Taylor Alison Swift hefur verið að fylgja eftir 1989-plötunni með tónleikaröð um öll Bandaríkin og þrír af tónleikunum hafa fram á heimavöllum bandarískra hafnarboltaliða. Sigurhlutfall þessa þriggja liða, Houston Astros, Washington Nationals og San Diego Padres, hefur hrunið eftir að Swift fyllti heimavöll þeirra. D'Arcy Maine á ESPN skrifaði um Taylor Swift bölvunina í bandaríska hafnarboltanum og naut þar hjálpar Mackenzie Kraemer og tölfræðinganna á ESPN. Í lok júlí færði Houston Astros tónleika Taylor Swift frá 13. október til 9. september ef svo skyldi fara að liðið kæmist í úrslitakeppnina. Þá leit þetta vel út en ekki lengur. Astros-liðið hefur aðeins unnið 7 af síðustu 18 leikjum sínum þar af tapaði liðið 7 af fyrstu 8 leikjum sínum eftir tónleikanna. Tveimur dögum eftir tónleika Swift á heimavelli Washington Nationals fór rafmagnið af Nationals Park leikvanginum og það varð að fresta leik liðsins. Nationals var efst í sínum riðli þegar Swift fyllti leikvanginn en hefur síðan varla unnið leik og á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. San Diego Padres hafa ennfremur tapað 17 af 28 leikjum sínum síðan að Taylor Swift hélt tónleika á heimavelli þeirra Petco Park 29. ágúst síðastliðinn. Eitt lið enn getur farið að búa sig undir bölvunina því Taylor Swift heldur tónleika á heimavelli Toronto Blue Jays um helgina. Blue Jays liðið er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en menn þar á bæ geta farið að búa sig undir að fara snemma í frí. Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Þrjú bandarísk hafnarboltafélög í MLB-deildinni hafa verið í tómu tjóni eftir heimsókn frá einni vinsælustu tónlistakonu heimsins í dag og það þykir ekki boða gott að fá þessa stóru poppstjörnu í heimsókn til sín. Taylor Alison Swift hefur verið að fylgja eftir 1989-plötunni með tónleikaröð um öll Bandaríkin og þrír af tónleikunum hafa fram á heimavöllum bandarískra hafnarboltaliða. Sigurhlutfall þessa þriggja liða, Houston Astros, Washington Nationals og San Diego Padres, hefur hrunið eftir að Swift fyllti heimavöll þeirra. D'Arcy Maine á ESPN skrifaði um Taylor Swift bölvunina í bandaríska hafnarboltanum og naut þar hjálpar Mackenzie Kraemer og tölfræðinganna á ESPN. Í lok júlí færði Houston Astros tónleika Taylor Swift frá 13. október til 9. september ef svo skyldi fara að liðið kæmist í úrslitakeppnina. Þá leit þetta vel út en ekki lengur. Astros-liðið hefur aðeins unnið 7 af síðustu 18 leikjum sínum þar af tapaði liðið 7 af fyrstu 8 leikjum sínum eftir tónleikanna. Tveimur dögum eftir tónleika Swift á heimavelli Washington Nationals fór rafmagnið af Nationals Park leikvanginum og það varð að fresta leik liðsins. Nationals var efst í sínum riðli þegar Swift fyllti leikvanginn en hefur síðan varla unnið leik og á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. San Diego Padres hafa ennfremur tapað 17 af 28 leikjum sínum síðan að Taylor Swift hélt tónleika á heimavelli þeirra Petco Park 29. ágúst síðastliðinn. Eitt lið enn getur farið að búa sig undir bölvunina því Taylor Swift heldur tónleika á heimavelli Toronto Blue Jays um helgina. Blue Jays liðið er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en menn þar á bæ geta farið að búa sig undir að fara snemma í frí.
Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira