Alltaf verið í leiðtogahlutverki Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2015 06:30 Helena Sverrisdóttir er spilandi þjálfari Hauka. vísir/anton „Ég hafði á tilfinningunni allan tímann að við vorum með þetta,“ segir Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka í Dominos-deild kvenna í körfubolta, við Fréttablaðið um sigurinn á Keflavík, 70-47, í úrslitaleik Lengjubikarsins sem fram fór í Iðu á Selfossi um helgina. Þetta er fyrsti titilinn sem Helena vinnur eftir að hún kom heim úr átta ára háskóladvöl og atvinnumennsku og margir telja að hann verði ekki sá síðasti. Helena var best á vellinum eins og svo oft áður með 22 stig og 10 fráköst. „Við spiluðum jafnt og þétt yfir allan leikinn en mér finnst við eiga meira inni. Það er líka eins gott enda er bara október. Við erum með stóran og flottan hóp og það er mikil samkeppni á æfingum. Við erum á réttri leið. Við höfum ekki enn átt einhvern stjörnuleik þar sem við spilum 40 mínútum af góðum körfubolta,“ segir Helena sem bendir á að liðið sé tiltölulega nýtt að vissu leyti. „Ég vissi alltaf að það tæki okkur tím að spila okkur saman. Við erum að spila nýjan sóknarleik sem tekur tím að læra en við erum alltaf að bæta okkur með hverjum leiknum. Við fórum til Danmerkur á dögunum sem ég tel að gaf okkur mikið. Við erum eins og nýtt lið þó við þekkjumst allar frá því í gamla daga,“ segir Helena sem hefur áður þjálfað sumar af stelpunum í liðinu. „Ég þjálfaði þær þegar þær voru bara lillur. Ég var orðin aðstoðarþjálfari í yngri flokkum þegar ég var tólf ára og var að þjálfa þar til ég fór út. Þó Auður Rafns sé bara fjórum árum yngri en ég þjálfaði ég hana áður,“ segir Helena.Allt gott nema veðrið Þessi besta körfuboltakona þjóðarinnar sinnir nú nýju hlutverki, en samhliða því að spila er hún í þriggja manna þjálfarateymi liðsins. Það hefur ekki áhrif á spilamennsku hennar, segir Helena. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Í leikjunum stjórna Andri og Ingvar meira en ég sé kannski hluti inn á vellinum sem er erfiðara að sjá frá hliðarlínunni. En svo hef ég mjög gaman að því að skipuleggja æfingar. Ég hef líka alltaf verið í leiðtogahlutverki og talað mikið. Þetta mun bara hafa góð áhrif á mig,“ segir Helena sem fagnar því að mestu leyti að vera komin heim aftur. „Það er alveg æðislegt að vera heima. Ég finn fyrir því mest núna því síðustu tvær vikur hefðu vanalega verið fyrstu vikurnar úti. Fyrir utan veðrið er þetta alveg frábær en ég venst því alveg eins og áður en ég fór. Ég er bara alveg ótrúlega sátt,“ segir Helena Sverrisdóttir. Dominos-deild kvenna Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Sjá meira
„Ég hafði á tilfinningunni allan tímann að við vorum með þetta,“ segir Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka í Dominos-deild kvenna í körfubolta, við Fréttablaðið um sigurinn á Keflavík, 70-47, í úrslitaleik Lengjubikarsins sem fram fór í Iðu á Selfossi um helgina. Þetta er fyrsti titilinn sem Helena vinnur eftir að hún kom heim úr átta ára háskóladvöl og atvinnumennsku og margir telja að hann verði ekki sá síðasti. Helena var best á vellinum eins og svo oft áður með 22 stig og 10 fráköst. „Við spiluðum jafnt og þétt yfir allan leikinn en mér finnst við eiga meira inni. Það er líka eins gott enda er bara október. Við erum með stóran og flottan hóp og það er mikil samkeppni á æfingum. Við erum á réttri leið. Við höfum ekki enn átt einhvern stjörnuleik þar sem við spilum 40 mínútum af góðum körfubolta,“ segir Helena sem bendir á að liðið sé tiltölulega nýtt að vissu leyti. „Ég vissi alltaf að það tæki okkur tím að spila okkur saman. Við erum að spila nýjan sóknarleik sem tekur tím að læra en við erum alltaf að bæta okkur með hverjum leiknum. Við fórum til Danmerkur á dögunum sem ég tel að gaf okkur mikið. Við erum eins og nýtt lið þó við þekkjumst allar frá því í gamla daga,“ segir Helena sem hefur áður þjálfað sumar af stelpunum í liðinu. „Ég þjálfaði þær þegar þær voru bara lillur. Ég var orðin aðstoðarþjálfari í yngri flokkum þegar ég var tólf ára og var að þjálfa þar til ég fór út. Þó Auður Rafns sé bara fjórum árum yngri en ég þjálfaði ég hana áður,“ segir Helena.Allt gott nema veðrið Þessi besta körfuboltakona þjóðarinnar sinnir nú nýju hlutverki, en samhliða því að spila er hún í þriggja manna þjálfarateymi liðsins. Það hefur ekki áhrif á spilamennsku hennar, segir Helena. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Í leikjunum stjórna Andri og Ingvar meira en ég sé kannski hluti inn á vellinum sem er erfiðara að sjá frá hliðarlínunni. En svo hef ég mjög gaman að því að skipuleggja æfingar. Ég hef líka alltaf verið í leiðtogahlutverki og talað mikið. Þetta mun bara hafa góð áhrif á mig,“ segir Helena sem fagnar því að mestu leyti að vera komin heim aftur. „Það er alveg æðislegt að vera heima. Ég finn fyrir því mest núna því síðustu tvær vikur hefðu vanalega verið fyrstu vikurnar úti. Fyrir utan veðrið er þetta alveg frábær en ég venst því alveg eins og áður en ég fór. Ég er bara alveg ótrúlega sátt,“ segir Helena Sverrisdóttir.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Sjá meira