Yfir 100 hundrað erlend mörk í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2015 06:30 Patrick Pedersen með gullskó Adidas. mynd/adidas Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson kom um helgina í veg fyrir að erlendir leikmenn tækju alla markaskóna í fyrsta sinn í efstu deild karla á Íslandi en það breytti ekki því að sumarið 2015 er metár í mörkum erlendra leikmanna í úrvalsdeildinni. Alls skoruðu erlendir leikmenn liðanna 103 mörk í leikjunum 132 og er þetta í fyrsta sinn sem þeir rjúfa hundrað marka múrinn á einu tímabili í úrvalsdeild karla. Gamla markametið var frá sumrinu 2008, síðasta tímabilinu fyrir hrun, en erlendir leikmenn skoruðu samanlagt 91 mark það sumar.Fleiri erlend mörk á hverju ári Erlendir leikmenn hafa verið meira áberandi með hverju tímabilinu undanfarin ár og var þetta fjórða sumarið í röð þar sem mörkum erlendra leikmanna fjölgar í deildinni. Sumarið 2011 skoruðu íslenskir leikmenn Pepsi-deildarinnar 88 prósent markanna en sú tala var komin niður í 73 prósent í sumar. Hér munar vissulega mikið um það að marksæknustu leikmenn deildarinnar eru að koma að utan. Annað árið í röð voru erlendir leikmenn tveir markahæstu leikmenn Pepsi-deildarinnar. Í fyrra voru það Englendingurinn Gary Martin og Trínidad-búinn Jonathan Glenn og í ár varð Glenn aftur að sætta sig við silfurskóinn en Daninn Patrick Pedersen tók gullskóinn.Fyrsti Daninn með gullskó Pedersen er fyrsti Daninn sem fær gullskóinn hér á landi en ekki sá fyrsti sem verður markakóngur. Þróttarinn Sören Hermansen var einn af þremur markakóngum deildarinnar sumarið 2003 en missti þá gullskóinn til liðsfélaga síns Björgólfs Takefusa á fleiri leikjum spiluðum. Danskir leikmenn Pepsi-deildarinnar skoruðu samanlagt 36 mörk í sumar og bættu tuttugu ára met Júgóslava um átta mörk. Pedersen og Jeppe Hansen (8 mörk) voru markahæstir þeirra en Kennie Knak Chopart (6 mörk í 11 leikjum) átti frábæra innkomu í lið Fjölnis, Rolf Toft skoraði fjögur mörk fyrir Víkinga alveg eins og Sören Frederiksen gerði fyrir KR. Jacob Schoop var sjötti Daninn sem skoraði í Pepsi-deildinni í sumar en markið hans kom strax í fyrsta leik.Metið hafði staðið frá 1995 Júgóslavarnir sumarið 1995 voru sex saman með 28 mörk fyrir sín lið. Mihajlo Bibercic skoraði þrettán mörk og var markahæstur erlendu leikmannanna en næstur honum var Keflvíkingurinn Marko Tanasic með fimm mörk. Mihajlo Bibercic hafði ári fyrr orðið fyrsti erlendi leikmaðurinn til að verða markakóngur þegar hann skoraði fjórtán mörk fyrir Skagamenn. Þetta sumar 1995 var líka í fyrsta sinn sem erlendu mörkin náðu 50 en það met stóð til ársins 2008 þrátt fyrir að litlu hafi munað bæði 2003 (48) og 2005 (49). Nú er að sjá hvort þessi þróun haldi áfram næsta sumar og hvort enn meiri ábyrgð í markaskorun færist þá yfir á herðar erlendra leikmanna sem munu lífga upp á Pepsi-deildina 2016.fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson kom um helgina í veg fyrir að erlendir leikmenn tækju alla markaskóna í fyrsta sinn í efstu deild karla á Íslandi en það breytti ekki því að sumarið 2015 er metár í mörkum erlendra leikmanna í úrvalsdeildinni. Alls skoruðu erlendir leikmenn liðanna 103 mörk í leikjunum 132 og er þetta í fyrsta sinn sem þeir rjúfa hundrað marka múrinn á einu tímabili í úrvalsdeild karla. Gamla markametið var frá sumrinu 2008, síðasta tímabilinu fyrir hrun, en erlendir leikmenn skoruðu samanlagt 91 mark það sumar.Fleiri erlend mörk á hverju ári Erlendir leikmenn hafa verið meira áberandi með hverju tímabilinu undanfarin ár og var þetta fjórða sumarið í röð þar sem mörkum erlendra leikmanna fjölgar í deildinni. Sumarið 2011 skoruðu íslenskir leikmenn Pepsi-deildarinnar 88 prósent markanna en sú tala var komin niður í 73 prósent í sumar. Hér munar vissulega mikið um það að marksæknustu leikmenn deildarinnar eru að koma að utan. Annað árið í röð voru erlendir leikmenn tveir markahæstu leikmenn Pepsi-deildarinnar. Í fyrra voru það Englendingurinn Gary Martin og Trínidad-búinn Jonathan Glenn og í ár varð Glenn aftur að sætta sig við silfurskóinn en Daninn Patrick Pedersen tók gullskóinn.Fyrsti Daninn með gullskó Pedersen er fyrsti Daninn sem fær gullskóinn hér á landi en ekki sá fyrsti sem verður markakóngur. Þróttarinn Sören Hermansen var einn af þremur markakóngum deildarinnar sumarið 2003 en missti þá gullskóinn til liðsfélaga síns Björgólfs Takefusa á fleiri leikjum spiluðum. Danskir leikmenn Pepsi-deildarinnar skoruðu samanlagt 36 mörk í sumar og bættu tuttugu ára met Júgóslava um átta mörk. Pedersen og Jeppe Hansen (8 mörk) voru markahæstir þeirra en Kennie Knak Chopart (6 mörk í 11 leikjum) átti frábæra innkomu í lið Fjölnis, Rolf Toft skoraði fjögur mörk fyrir Víkinga alveg eins og Sören Frederiksen gerði fyrir KR. Jacob Schoop var sjötti Daninn sem skoraði í Pepsi-deildinni í sumar en markið hans kom strax í fyrsta leik.Metið hafði staðið frá 1995 Júgóslavarnir sumarið 1995 voru sex saman með 28 mörk fyrir sín lið. Mihajlo Bibercic skoraði þrettán mörk og var markahæstur erlendu leikmannanna en næstur honum var Keflvíkingurinn Marko Tanasic með fimm mörk. Mihajlo Bibercic hafði ári fyrr orðið fyrsti erlendi leikmaðurinn til að verða markakóngur þegar hann skoraði fjórtán mörk fyrir Skagamenn. Þetta sumar 1995 var líka í fyrsta sinn sem erlendu mörkin náðu 50 en það met stóð til ársins 2008 þrátt fyrir að litlu hafi munað bæði 2003 (48) og 2005 (49). Nú er að sjá hvort þessi þróun haldi áfram næsta sumar og hvort enn meiri ábyrgð í markaskorun færist þá yfir á herðar erlendra leikmanna sem munu lífga upp á Pepsi-deildina 2016.fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira