Mercedes Benz með 53% söluaukningu í Kína Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 09:00 Sala Mercedes Benz C-Class hefur selst 60% betur í ár en í fyrra. Það gengur vel hjá Mercedes Benz þessa dagana, en þó hvergi eins vel og í Kína. Í nýliðnum september seldi Benz 53% fleiri bíla en í sama mánuði í fyrra, eða 38.663 bíla. Heildarsala Benz í september um heim allan jókst um 16% en í mánuðinum afgreiddi fyrirtækið 188.444 bíla. Salan hjá Benz hefur nú vaxið í 31 mánuð í röð og mun það vafalaust halda áfram út árið. Salan á árinu hefur vaxið næstum jafn mikið og í september, eða um 15%. Sala Smart bíla gengur einnig gríðarvel, en Smart er í eigu Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz. Sala Smart bíla jókst um 51% í september og er það helst að þakka nýrri kynslóð Smart ForTwo og ForFour bíla. Heildarsalan á árinu hjá Smart er komin í 88.018 bíla og vöxturinn á árinu 31%. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent
Það gengur vel hjá Mercedes Benz þessa dagana, en þó hvergi eins vel og í Kína. Í nýliðnum september seldi Benz 53% fleiri bíla en í sama mánuði í fyrra, eða 38.663 bíla. Heildarsala Benz í september um heim allan jókst um 16% en í mánuðinum afgreiddi fyrirtækið 188.444 bíla. Salan hjá Benz hefur nú vaxið í 31 mánuð í röð og mun það vafalaust halda áfram út árið. Salan á árinu hefur vaxið næstum jafn mikið og í september, eða um 15%. Sala Smart bíla gengur einnig gríðarvel, en Smart er í eigu Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz. Sala Smart bíla jókst um 51% í september og er það helst að þakka nýrri kynslóð Smart ForTwo og ForFour bíla. Heildarsalan á árinu hjá Smart er komin í 88.018 bíla og vöxturinn á árinu 31%.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent