Porsche Cayman GT4 Clubsport á LA Auto Show Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 14:50 Porsche Cayman GT4. Porsche ætlar að sýna nýjan Cayman GT4 Clubsport bíl á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst 17. nóvember. Þessi bíll er keppnisfær á akstursbrautum og í honum er veltigrind. Bíllinn er 50 kílóum léttari en götuútgáfan af Cayman GT4. Þessi Clubsport útgáfa er með 3,8 lítra og 385 hestafla vél, eins og hefbundinn Cayman GT4, en DCT sjálfskipting bílsins er öðruvísi og bíllinn er með læst mismunadrif. Fjöðrun bílsins er fengin frá Porsche 911 GT3 Cup og bremsurnar eru stærri og öflugri en í götubílnum. Körfusæti er í bílnum eins og sæmir keppnisbíl. Myndin hér að ofan er af Porsche Cayman GT4 götuhæfum bíl, en Porsche hefur ekki enn sent frá sér myndir af Clubsport útgáfunni og þarf líklega að bíða að sýningunni í LA eftir þeim. Porsche hefur ekki heldur gefið upp verð bílsins. Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent
Porsche ætlar að sýna nýjan Cayman GT4 Clubsport bíl á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst 17. nóvember. Þessi bíll er keppnisfær á akstursbrautum og í honum er veltigrind. Bíllinn er 50 kílóum léttari en götuútgáfan af Cayman GT4. Þessi Clubsport útgáfa er með 3,8 lítra og 385 hestafla vél, eins og hefbundinn Cayman GT4, en DCT sjálfskipting bílsins er öðruvísi og bíllinn er með læst mismunadrif. Fjöðrun bílsins er fengin frá Porsche 911 GT3 Cup og bremsurnar eru stærri og öflugri en í götubílnum. Körfusæti er í bílnum eins og sæmir keppnisbíl. Myndin hér að ofan er af Porsche Cayman GT4 götuhæfum bíl, en Porsche hefur ekki enn sent frá sér myndir af Clubsport útgáfunni og þarf líklega að bíða að sýningunni í LA eftir þeim. Porsche hefur ekki heldur gefið upp verð bílsins.
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent