Golfarinn glæfralegi segist vera lofthræddur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2015 20:50 Golfhöggið hefur farið út um allan heim. Samsett/Sigurður Hauksson „Ég er reyndar smá lofthræddur,“ segir hinn 19 ára gamli Sigurður Hauksson en glæfralegt golfhögg hans þar sem hann stendur á kletti í 984 metra hæð yfir sjávarmáli hefur vakið mikla athygli. Sigurður er eins og gefur að skilja áhugamaður um golfíþróttina en segist þó fyrst og fremst vera skíðamaður enda er hann í unglingalandsliði Íslands í skíðum. Hann hefur þó verið meiddur undanfarið og golfið hefur komið sterkt inn og er hann með Instagram-aðgang þar sem hann deilir svokölluðum „trick-shots“. „Ég hef verið að gera svona myndbönd en sá að margir aðrir voru alltaf að verða ýktari og ýktari í sínum myndböndum. Ég þurfti því að gera eitthvað klikkað, eitthvað sem enginn hafði gert áður.“Sigurður er ekki eingöngu hæfileikaríkur golfari heldur er hann einnig unglingalandsliðsmaður í skíðaíþróttum.Sigurður HaukssonFannst þetta alveg nógu hættulegt Það er óhætt að segja að það að sé örlítið klikkað að standa á steini sem er skorðaður á milli tveggja kletta í 984 metra hæð og vera að leika sér með golfkylfu og bolta. Þetta hefur þó vakið heimsathygli og fjölmiðlar á borð við Golf Digest og Golf Channel hafa fjallað um Sigurð en skotið hefur þó farið víðar. „Ég hef varla gert neitt annað en að svara tölvupóstum í dag. Ég talaði líka við morgunþátt í Japan sem ætlar að sýna skotið í morgunþættinum sínum á morgun.“ Sigurður er búsettur í Noregi en segist vera kominn í örlítinn vanda enda sé erfitt að toppa þetta högg. „Það er mjög erfitt að toppa þetta en ég verð að finna einhverja leið. Mér fannst þetta samt alveg nógu hættulegt.“ Tengdar fréttir Glæfralegt golfhögg Íslendings vekur heimsathygli - Myndband Sigurður Hauksson, 19 ára Íslendingur stóð í 984 metra hæð á hinum heimsþekkta steini Kjeragbolten í Noregi og tók létta sveiflu. 7. október 2015 23:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
„Ég er reyndar smá lofthræddur,“ segir hinn 19 ára gamli Sigurður Hauksson en glæfralegt golfhögg hans þar sem hann stendur á kletti í 984 metra hæð yfir sjávarmáli hefur vakið mikla athygli. Sigurður er eins og gefur að skilja áhugamaður um golfíþróttina en segist þó fyrst og fremst vera skíðamaður enda er hann í unglingalandsliði Íslands í skíðum. Hann hefur þó verið meiddur undanfarið og golfið hefur komið sterkt inn og er hann með Instagram-aðgang þar sem hann deilir svokölluðum „trick-shots“. „Ég hef verið að gera svona myndbönd en sá að margir aðrir voru alltaf að verða ýktari og ýktari í sínum myndböndum. Ég þurfti því að gera eitthvað klikkað, eitthvað sem enginn hafði gert áður.“Sigurður er ekki eingöngu hæfileikaríkur golfari heldur er hann einnig unglingalandsliðsmaður í skíðaíþróttum.Sigurður HaukssonFannst þetta alveg nógu hættulegt Það er óhætt að segja að það að sé örlítið klikkað að standa á steini sem er skorðaður á milli tveggja kletta í 984 metra hæð og vera að leika sér með golfkylfu og bolta. Þetta hefur þó vakið heimsathygli og fjölmiðlar á borð við Golf Digest og Golf Channel hafa fjallað um Sigurð en skotið hefur þó farið víðar. „Ég hef varla gert neitt annað en að svara tölvupóstum í dag. Ég talaði líka við morgunþátt í Japan sem ætlar að sýna skotið í morgunþættinum sínum á morgun.“ Sigurður er búsettur í Noregi en segist vera kominn í örlítinn vanda enda sé erfitt að toppa þetta högg. „Það er mjög erfitt að toppa þetta en ég verð að finna einhverja leið. Mér fannst þetta samt alveg nógu hættulegt.“
Tengdar fréttir Glæfralegt golfhögg Íslendings vekur heimsathygli - Myndband Sigurður Hauksson, 19 ára Íslendingur stóð í 984 metra hæð á hinum heimsþekkta steini Kjeragbolten í Noregi og tók létta sveiflu. 7. október 2015 23:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Glæfralegt golfhögg Íslendings vekur heimsathygli - Myndband Sigurður Hauksson, 19 ára Íslendingur stóð í 984 metra hæð á hinum heimsþekkta steini Kjeragbolten í Noregi og tók létta sveiflu. 7. október 2015 23:00