Valentino Rossi á eigin æfingabraut Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 11:04 Frægasti mótorhjólamaður heims er líklega Ítalinn Valentino Rossi, en hann hefur unnið MotoGP mótaröðina alls 9 sinnum í mismunandi flokkum mótorhjóla. Það dugar Rossi ekki að keppa á öllum frægustu keppnisbrautum heims því þegar hann kemur heim á búgarð sinn í Ítalíu bíður hans hreint stórkostleg æfingabraut sem er 2,5 km löng. Þar getur hann æft sig á milli keppna og boðið liðsfélögum sínum líka frábærar aðstæður til æfinga. Rossi verður 37 ára í febrúar á næsta ári og því ætti ferill hans sem keppnisökumaður að vera kominn nálægt endastöð en Rossi er enn að skáka flestum yngri ökumönnum og á að baki 86 sigra í MotoGP og 500cc World Championship keppnum og enginn hefur gert betur. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hversu flott þessi æfingabraut Rossi er. Bílar video Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent
Frægasti mótorhjólamaður heims er líklega Ítalinn Valentino Rossi, en hann hefur unnið MotoGP mótaröðina alls 9 sinnum í mismunandi flokkum mótorhjóla. Það dugar Rossi ekki að keppa á öllum frægustu keppnisbrautum heims því þegar hann kemur heim á búgarð sinn í Ítalíu bíður hans hreint stórkostleg æfingabraut sem er 2,5 km löng. Þar getur hann æft sig á milli keppna og boðið liðsfélögum sínum líka frábærar aðstæður til æfinga. Rossi verður 37 ára í febrúar á næsta ári og því ætti ferill hans sem keppnisökumaður að vera kominn nálægt endastöð en Rossi er enn að skáka flestum yngri ökumönnum og á að baki 86 sigra í MotoGP og 500cc World Championship keppnum og enginn hefur gert betur. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hversu flott þessi æfingabraut Rossi er.
Bílar video Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent