Mitsubishi kynnir nýjan rafmagnsbíl Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 16:16 Mitsubishi eX Concept. Flestir japönsku bílaframleiðendanna munu kynna nýja bíla á komandi bílasýningu í Tokyo. Þar verður Mitshubishi enginn eftirbátur annarra og mun sýna nýjan rafmagnsjeppling, eX Concept, sem komast mun 400 kílómetra á hverri hleðslu. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn, mun geta ekið sjálfur, verður afar vel nettengdur og með sjálfvirkum öryggisbúnaði sem stöðvar bílinn við aðsteðjandi hættu. Eins og títt er með tilraunabíla er hann á mjög stórum felgum og hjólum og með einkar litla glugga, en það þýðir alls ekki að endanleg útgáfa bílsins, það er ef hann fer í framleiðslu, verði nákvæmlega svona. Mitsubishi segir að það séu um 5 ár í komu þessa bíls á markað. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent
Flestir japönsku bílaframleiðendanna munu kynna nýja bíla á komandi bílasýningu í Tokyo. Þar verður Mitshubishi enginn eftirbátur annarra og mun sýna nýjan rafmagnsjeppling, eX Concept, sem komast mun 400 kílómetra á hverri hleðslu. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn, mun geta ekið sjálfur, verður afar vel nettengdur og með sjálfvirkum öryggisbúnaði sem stöðvar bílinn við aðsteðjandi hættu. Eins og títt er með tilraunabíla er hann á mjög stórum felgum og hjólum og með einkar litla glugga, en það þýðir alls ekki að endanleg útgáfa bílsins, það er ef hann fer í framleiðslu, verði nákvæmlega svona. Mitsubishi segir að það séu um 5 ár í komu þessa bíls á markað.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent