Bjarni: Indriði er KR-ingur og við viljum hafa KR-inga í liðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2015 16:31 „Ég er mjög sáttur,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, við Vísi í KR-heimilinu um liðsstyrkinn sem vesturbæjarliðið fékk í dag. Indriði Sigurðsson er kominn heim eftir 16 ára atvinnumennsku, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið.Sjá einnig:Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt „Indriði á nóg eftir þó hann sé að koma heim úr atvinnumennskunni. Hann er fullur af metnaði fyrir félagið og fyrir sjálfan sig,“ sagði Bjarni. „Fyrir utan völlinn er hann leiðtogi og mikill karakter. Svo er hann náttúrlega KR-ingur. Það er mikill fengur fyrir félagið að fá Indriða í félagið á þessum tímapunkti á hans ferli.“Indriði kominn í KR-búninginn.vísir/vilhelmGerir aðra betri Indriði hefur spilað með Viking í Stavanger undanfarin sjö ár og verið fyrirliði liðsins frá 2011. Hann segist sjálfur að síðustu þrjú ár hafa verið hans bestu í atvinnumennskunni. „Hann er búinn að vera mjög góður og hefði getað verið áfram úti. Við fögnum því að hann ákvað að koma heim. Það skín ekki alltaf í gegn hversu góður Indriði er, en hann gerir leikmenn í kringum sig betri,“ sagði Bjarni.Sjá einnig:Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár „Þetta er hæfileiki sem ekki margir hafa en Indriði hefur það,“ sagði Bjarni, en Indriði kemur líka með mikla reynslu inn í klefann og ætti að gera KR-liðinu mikið utan vallar. „Við lítum fyrst og fremst á Indriða sem leikmann en hitt skiptir miklu máli. Hann er karakter, hefur leiðtogahæfileika og er ákveðið stál. Svona menn eru ekki á hverju strái og svo viljum við líka hafa KR-inga í liðinu. Þetta er allt saman mjög jákvætt.“Jacob Schoop má líta í kringum sig.vísir/stefánBergsveinn talið sig fá að spila meira hjá FH Er frekari frétta að vænta af leikmannamálum KR? „Við erum að reyna að vinna í leikmannamálunum innanbúðar fyrst áður en við förum að líta í kringum okkur. Við vorum mjög ánægðir með hópinn okkar í sumar. Hann var ekki of stór en gæðin mikil,“ sagði Bjarni. „Það eru spurningamerki samt. Jacob má skoða önnur lið í janúar til dæmis þannig við vitum ekki alveg hvernig veturinn fer.“ KR spilaði á Rasmus Christiansen og Skúla Jóni Friðgeirssyni sem miðvarðapari í sumar. Þarf annar þeirra að fara nú þegar Indriði er kominn? „Við erum að fá mjög sterkan miðvörð inn. Sem þjálfari vill maður hafa hópinn sem breiðastan og sterkastan til að takast á við það sem gerist yfir sumartímann. Það fer samt ekki alltaf saman hvað þjálfarinn vill og hvað stjórnin treystir sér að gera fyrir félagið. Það er eitthvað sem við skoðum í framhaldi af þessu,“ sagði Bjarni. Bergsveinn Ólafsson var leikmaður sem KR reyndi að fá, en hann valdi að fara til FH og samdi við Íslandsmeistarana í gær. Var sárt að missa af honum? „Nei, við ræddum við hann eins og við höfum gert við aðra leikmenn áður. Hann ákvað að fara í FH og taldi væntanlega líklegra að hann fengi að spila þar en hér. Við óskum honum bara til hamingju með það sem hann er að gera,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
„Ég er mjög sáttur,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, við Vísi í KR-heimilinu um liðsstyrkinn sem vesturbæjarliðið fékk í dag. Indriði Sigurðsson er kominn heim eftir 16 ára atvinnumennsku, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið.Sjá einnig:Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt „Indriði á nóg eftir þó hann sé að koma heim úr atvinnumennskunni. Hann er fullur af metnaði fyrir félagið og fyrir sjálfan sig,“ sagði Bjarni. „Fyrir utan völlinn er hann leiðtogi og mikill karakter. Svo er hann náttúrlega KR-ingur. Það er mikill fengur fyrir félagið að fá Indriða í félagið á þessum tímapunkti á hans ferli.“Indriði kominn í KR-búninginn.vísir/vilhelmGerir aðra betri Indriði hefur spilað með Viking í Stavanger undanfarin sjö ár og verið fyrirliði liðsins frá 2011. Hann segist sjálfur að síðustu þrjú ár hafa verið hans bestu í atvinnumennskunni. „Hann er búinn að vera mjög góður og hefði getað verið áfram úti. Við fögnum því að hann ákvað að koma heim. Það skín ekki alltaf í gegn hversu góður Indriði er, en hann gerir leikmenn í kringum sig betri,“ sagði Bjarni.Sjá einnig:Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár „Þetta er hæfileiki sem ekki margir hafa en Indriði hefur það,“ sagði Bjarni, en Indriði kemur líka með mikla reynslu inn í klefann og ætti að gera KR-liðinu mikið utan vallar. „Við lítum fyrst og fremst á Indriða sem leikmann en hitt skiptir miklu máli. Hann er karakter, hefur leiðtogahæfileika og er ákveðið stál. Svona menn eru ekki á hverju strái og svo viljum við líka hafa KR-inga í liðinu. Þetta er allt saman mjög jákvætt.“Jacob Schoop má líta í kringum sig.vísir/stefánBergsveinn talið sig fá að spila meira hjá FH Er frekari frétta að vænta af leikmannamálum KR? „Við erum að reyna að vinna í leikmannamálunum innanbúðar fyrst áður en við förum að líta í kringum okkur. Við vorum mjög ánægðir með hópinn okkar í sumar. Hann var ekki of stór en gæðin mikil,“ sagði Bjarni. „Það eru spurningamerki samt. Jacob má skoða önnur lið í janúar til dæmis þannig við vitum ekki alveg hvernig veturinn fer.“ KR spilaði á Rasmus Christiansen og Skúla Jóni Friðgeirssyni sem miðvarðapari í sumar. Þarf annar þeirra að fara nú þegar Indriði er kominn? „Við erum að fá mjög sterkan miðvörð inn. Sem þjálfari vill maður hafa hópinn sem breiðastan og sterkastan til að takast á við það sem gerist yfir sumartímann. Það fer samt ekki alltaf saman hvað þjálfarinn vill og hvað stjórnin treystir sér að gera fyrir félagið. Það er eitthvað sem við skoðum í framhaldi af þessu,“ sagði Bjarni. Bergsveinn Ólafsson var leikmaður sem KR reyndi að fá, en hann valdi að fara til FH og samdi við Íslandsmeistarana í gær. Var sárt að missa af honum? „Nei, við ræddum við hann eins og við höfum gert við aðra leikmenn áður. Hann ákvað að fara í FH og taldi væntanlega líklegra að hann fengi að spila þar en hér. Við óskum honum bara til hamingju með það sem hann er að gera,“ sagði Bjarni Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki