Hælisleitendum falin ritstjórn á dönsku dagblaði í einn dag Bjarki Ármannsson skrifar 9. október 2015 23:52 Gengið til stuðnings hælisleitendum í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni. Vísir/EPA Danska dagblaðið Information kom út í morgun undir stjórn flóttamanna frá Mið-Austurlöndum sem leitað hafa hælis í Danmörku. Ákveðið var að fela hælisleitendum, sem starfað höfðu sem blaðamenn í heimalöndum sínum, ritstjórn blaðsins í einn dag til að sýna almenningi í Danmörku nýja hlið á þeim hópi fólks sem streymir nú inn í landið. „Stjórnmálamenn líta á hælisleitendur sem vandamál sem þarf að leysa sem allra fyrst og flestir vilja gera það án þess að horfast í augu við fólkið sem um ræðir,“ segir í leiðara Dagbladet Information í dag. „Í dag eru það hælisleitendurnir sem tala til okkar.“ Tólf hælisleitendur, sem flestir eru nýkomnir til Danmerkur, fengu að taka alfarið við stjórntaumunum en fengu aðstoð við heimildarvinnu og þýðingar. Forsíðufréttin dró fram þá staðreynd að tveir þriðju þeirra flóttamanna sem streyma til Evrópu um þessar mundir eru karlmenn og fjallaði um þau áhrif sem það hefur á konurnar sem verða eftir í stríðshrjáðum löndum. Sumir þeirra sem unnu að blaði dagsins í dag höfðu þurft að gjalda dýrum dómi fyrir það að stunda blaðamennsku í heimalandi sínu. Til að mynda var sonur einnar afganskrar blaðakonu myrtur til að hefna fyrir skrif hennar. Dagbladet Information er frjálslynt dagblað sem hóf göngu sína sem málgagn hinnar ólöglegu mótspyrnuhreyfingar gegn nasistastjórn landsins í seinni heimsstyrjöldinni. Lotte Folke Kaarsholm, einn fréttastjóra blaðsins, segir í samtali við breska blaðið The Guardian að blaðið leitist ávallt við að berjast fyrir breytingum í þjóðfélaginu. Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Danska dagblaðið Information kom út í morgun undir stjórn flóttamanna frá Mið-Austurlöndum sem leitað hafa hælis í Danmörku. Ákveðið var að fela hælisleitendum, sem starfað höfðu sem blaðamenn í heimalöndum sínum, ritstjórn blaðsins í einn dag til að sýna almenningi í Danmörku nýja hlið á þeim hópi fólks sem streymir nú inn í landið. „Stjórnmálamenn líta á hælisleitendur sem vandamál sem þarf að leysa sem allra fyrst og flestir vilja gera það án þess að horfast í augu við fólkið sem um ræðir,“ segir í leiðara Dagbladet Information í dag. „Í dag eru það hælisleitendurnir sem tala til okkar.“ Tólf hælisleitendur, sem flestir eru nýkomnir til Danmerkur, fengu að taka alfarið við stjórntaumunum en fengu aðstoð við heimildarvinnu og þýðingar. Forsíðufréttin dró fram þá staðreynd að tveir þriðju þeirra flóttamanna sem streyma til Evrópu um þessar mundir eru karlmenn og fjallaði um þau áhrif sem það hefur á konurnar sem verða eftir í stríðshrjáðum löndum. Sumir þeirra sem unnu að blaði dagsins í dag höfðu þurft að gjalda dýrum dómi fyrir það að stunda blaðamennsku í heimalandi sínu. Til að mynda var sonur einnar afganskrar blaðakonu myrtur til að hefna fyrir skrif hennar. Dagbladet Information er frjálslynt dagblað sem hóf göngu sína sem málgagn hinnar ólöglegu mótspyrnuhreyfingar gegn nasistastjórn landsins í seinni heimsstyrjöldinni. Lotte Folke Kaarsholm, einn fréttastjóra blaðsins, segir í samtali við breska blaðið The Guardian að blaðið leitist ávallt við að berjast fyrir breytingum í þjóðfélaginu.
Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira