Bandaríska liðið sigraði í Solheim Bikarnum eftir magnaða endurkomu Kári Örn Hinriksson skrifar 20. september 2015 00:00 Þær bandarísku fagna sögulegum sigri í Þýskalandi í dag. Getty Lokadagur Solheim bikarsins í golfi reyndist gríðarlega dramatískur en áður en einmenningsleikirnir hófust þurfti að klára fjórmenningsleiki sem ekki tókst að klára í gær vegna myrkurs. Þar gerðist mjög umdeilt atvik í leik þar sem Suzann Pettersen og Charley Hull léku saman á móti Brittany Lincicome og Alison Lee úr frá Bandaríkjunum. Á 17. holu var Lee að pútta fyrir fugli og sigri á holunni en hún missti púttið og átti rúmlega hálfs meters pútt til þess að jafna leikinn. Þá gengu þær evrópsku burt frá flötinni og létu eins og þær hefðu gefið Lee púttið sem reyndist þó ekki raunin þegar að hún tók boltan sinn upp án þess að klára holuna. Við tók mikill ruglingur en dómari dæmdi síðan holuna Evrópuliðinu í vil þar sem Alison Lee hafði ekki klárað holuna, sem verður að teljast mjög slæm íþróttamennska hjá þeim Charley Hull og Suzann Pettersen sem létu klárlega eins og þær hefðu gefið púttið. Fyrir einmenningsleikina var Evrópuliðið því með 10 vinninga gegn 6 hjá því bandaríska, og því á brattann að sækja fyrir þær síðarnefndu á hinum krefjandi St. Leon Rot velli.Efldust við mótlætið Ósanngirnin virtist bara mótivera þær bandarísku fyrir lokasprettinn en þær unnu sér inn átta og hálft stig í einmenningnum á móti aðeins þremur og hálfu hjá þeim evrópsku. Mögnuð endurkoma því staðreynd en þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem Solheim bikarinn fer til Bandaríkjana en ekki Evrópu. Fyrirliði bandaríska liðsins, Juli Inkster, var að vonum í skýjunum eftir sigurinn en hún segir að mótlætið hafi eflt liðsmenn sína. „Ég þurfti ekki að segja mikið við stelpurnar fyrir lokahringinn, þær voru allar með beiskt bragt í munninum eftir framgöngu Evrópuliðsins í morgun og ég held að ósanngirnin hafi gefið þeim þetta extra sem þurfti til þess að snúa þessu okkur í hag. Ég er mjög stolt af þeim öllum.“ Golf Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Lokadagur Solheim bikarsins í golfi reyndist gríðarlega dramatískur en áður en einmenningsleikirnir hófust þurfti að klára fjórmenningsleiki sem ekki tókst að klára í gær vegna myrkurs. Þar gerðist mjög umdeilt atvik í leik þar sem Suzann Pettersen og Charley Hull léku saman á móti Brittany Lincicome og Alison Lee úr frá Bandaríkjunum. Á 17. holu var Lee að pútta fyrir fugli og sigri á holunni en hún missti púttið og átti rúmlega hálfs meters pútt til þess að jafna leikinn. Þá gengu þær evrópsku burt frá flötinni og létu eins og þær hefðu gefið Lee púttið sem reyndist þó ekki raunin þegar að hún tók boltan sinn upp án þess að klára holuna. Við tók mikill ruglingur en dómari dæmdi síðan holuna Evrópuliðinu í vil þar sem Alison Lee hafði ekki klárað holuna, sem verður að teljast mjög slæm íþróttamennska hjá þeim Charley Hull og Suzann Pettersen sem létu klárlega eins og þær hefðu gefið púttið. Fyrir einmenningsleikina var Evrópuliðið því með 10 vinninga gegn 6 hjá því bandaríska, og því á brattann að sækja fyrir þær síðarnefndu á hinum krefjandi St. Leon Rot velli.Efldust við mótlætið Ósanngirnin virtist bara mótivera þær bandarísku fyrir lokasprettinn en þær unnu sér inn átta og hálft stig í einmenningnum á móti aðeins þremur og hálfu hjá þeim evrópsku. Mögnuð endurkoma því staðreynd en þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem Solheim bikarinn fer til Bandaríkjana en ekki Evrópu. Fyrirliði bandaríska liðsins, Juli Inkster, var að vonum í skýjunum eftir sigurinn en hún segir að mótlætið hafi eflt liðsmenn sína. „Ég þurfti ekki að segja mikið við stelpurnar fyrir lokahringinn, þær voru allar með beiskt bragt í munninum eftir framgöngu Evrópuliðsins í morgun og ég held að ósanngirnin hafi gefið þeim þetta extra sem þurfti til þess að snúa þessu okkur í hag. Ég er mjög stolt af þeim öllum.“
Golf Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira