Svampgryfjan Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. september 2015 07:00 Hvað finnst mér að Ísland eigi að taka á móti mörgum flóttamönnum? Finnst mér að Dagur B. Eggertsson eigi að segja af sér vegna Ísraelsmálsins? Treysti ég múslimum? Svo margar spurningar og ég hef ekki svar við neinni þeirra. En gjammið í Útvarpi Sögu þagnar ekki og samfélagið ætlast til þess að ég haf skoðun á öllu. Lars Lagerbäck yrði reyndar fínn forseti, held ég, en ég er samt uppgefinn á skoðunum. Þær eru í kommentakerfunum, á kaffistofunni og í útvarpinu. Daginn út og inn. Hvergi flóarfriður. Nema á FM 87,7. „Ahh, gamla, góða Rondó,“ hugsa ég og finn hvernig það losnar um streituhnútinn í öxlunum. Rondó er best geymda leyndarmál ljósvakamiðlanna. Þetta er útvarpsstöð á vegum RÚV sem mér skilst að sé bara rykfallin fartölva í skáp í Efstaleitinu. Hún er þarna næstum alveg fremst á FM–kvarðanum, langt frá dægurþrasi og átótjúnuðu óþverrapoppi. Og henni er alveg sama hvort ég treysti múslimum eða ekki. Hún spilar bara sínar sinfóníur, óperur og djass. Ekkert blaðrandi fólk að skemma fyrir. Ef Útvarp Saga er naglarúm íslensks útvarps er Rondó dúnmjúka svampgryfjan. „Hvernig nennirðu að hlusta á þetta?,“ spyrja margir og halda eflaust að ég hafi gríðarlega mikið vit á klassískri tónlist. Það hef ég hins vegar alls ekki. Og ég hugsa að það sama megi segja um marga af þessu 0,1% okkar sem hlusta á Rondó. Þetta er bara okkar leynilegi griðastaður á stuttbylgjunni á meðan allir hinir eru enn þá háðir áreiti og kvabbi. En það fer ekkert verr um okkur þótt fleiri hlusti, síður en svo. Reyndar trúi ég því að Ísland yrði töluvert betri staður að búa á ef fleiri skiptu af Útvarpi Sögu og kæmu yfir í djasspartíið með okkur örfáu Rondó-hræðunum. Já, það er pláss fyrir alla á FM 87,7. Líka múslima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hvað finnst mér að Ísland eigi að taka á móti mörgum flóttamönnum? Finnst mér að Dagur B. Eggertsson eigi að segja af sér vegna Ísraelsmálsins? Treysti ég múslimum? Svo margar spurningar og ég hef ekki svar við neinni þeirra. En gjammið í Útvarpi Sögu þagnar ekki og samfélagið ætlast til þess að ég haf skoðun á öllu. Lars Lagerbäck yrði reyndar fínn forseti, held ég, en ég er samt uppgefinn á skoðunum. Þær eru í kommentakerfunum, á kaffistofunni og í útvarpinu. Daginn út og inn. Hvergi flóarfriður. Nema á FM 87,7. „Ahh, gamla, góða Rondó,“ hugsa ég og finn hvernig það losnar um streituhnútinn í öxlunum. Rondó er best geymda leyndarmál ljósvakamiðlanna. Þetta er útvarpsstöð á vegum RÚV sem mér skilst að sé bara rykfallin fartölva í skáp í Efstaleitinu. Hún er þarna næstum alveg fremst á FM–kvarðanum, langt frá dægurþrasi og átótjúnuðu óþverrapoppi. Og henni er alveg sama hvort ég treysti múslimum eða ekki. Hún spilar bara sínar sinfóníur, óperur og djass. Ekkert blaðrandi fólk að skemma fyrir. Ef Útvarp Saga er naglarúm íslensks útvarps er Rondó dúnmjúka svampgryfjan. „Hvernig nennirðu að hlusta á þetta?,“ spyrja margir og halda eflaust að ég hafi gríðarlega mikið vit á klassískri tónlist. Það hef ég hins vegar alls ekki. Og ég hugsa að það sama megi segja um marga af þessu 0,1% okkar sem hlusta á Rondó. Þetta er bara okkar leynilegi griðastaður á stuttbylgjunni á meðan allir hinir eru enn þá háðir áreiti og kvabbi. En það fer ekkert verr um okkur þótt fleiri hlusti, síður en svo. Reyndar trúi ég því að Ísland yrði töluvert betri staður að búa á ef fleiri skiptu af Útvarpi Sögu og kæmu yfir í djasspartíið með okkur örfáu Rondó-hræðunum. Já, það er pláss fyrir alla á FM 87,7. Líka múslima.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun