Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2015 07:00 Ægir Þór Steinarsson í leik með íslenska landsliðinu á EM. Vísir/Getty Sterkt lið KR-inga í Dominos-deild karla í körfubolta varð enn þá óárennilegra í gær þegar einn besti leikstjórnandi landsins, Ægir Þór Steinarsson, skrifaði undir samning við Íslandsmeistarana. Ægir hefur spilað undanfarin tímabil í sænsku deildinni en nú ætlar að hann að skipta út gula Fjölnislitnum fyrir svart-hvítan búning KR-inga. „Ég get alveg búist við því að einhverjir Fjölnisbúningar merktir mér verði kannski brenndir hér í Voginum,“ segir Ægir hlæjandi en bætir svo við: „Svona er bara boltinn. Ég er gríðarlega sáttur við það að hafa tekið þessa ákvörðun. Það verða alveg örugglega einhverjir sárir en þetta snýst bara um mig sjálfan og það sem ég vil gera. Ég vil vera partur af þessu batteríi.“ Ægir spilaði síðast heilt tímabil hér á landi 2010-11 en þá var hann með 16,1 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn gaf þá fleiri stoðsendingar í deildinni. „Þeir sýndu áhuga snemma sumars og ég hafði það alltaf í huga þó svo að markmiðið hjá mér hafi alltaf verið að spila úti. Það er ekki raunin þetta árið og þá langaði mig bara að taka slaginn með KR og reyna mig í því krefjandi verkefni að spila með Íslandsmeisturunum í frábæru liði, í frábærri umgjörð og fyrir frábæran þjálfara,“ segir hann. Ægir er nýkominn heim frá Evrópumótinu í körfubolta, þar sem hann stóð sig vel þær mínútur sem hann fékk að glíma við risana hjá mótherjum íslenska liðsins. Nú fær hann að kynnast hinni hliðinni því það verður mikil pressa á KR-liðinu í vetur, ekki síst eftir að Vesturbæingar nældu í einn eftirsóttasta íslenska leikmanninum á markaðnum.Var alltaf „extra“ tilbúinn á móti KR „Ástæðan fyrir því að ég er að fara í Vesturbæinn er að þar er umhverfi sem maður vill vera í og þar er krafan um árangur. Nú vill maður taka þeirri áskorun. Það er ekkert skrítið að allir vilji vinna KR, liðið sem er búið að vinna síðustu tvö ár. Ég veit það sjálfur að þegar maður hefur mætt KR í gegnum tíðina þá hefur maður verið „extra“ tilbúinn. Það er frábært að vera í þannig umhverfi. Ég er í þessu til að vinna titla og skapa einhverjar minningar sem munu verða ógleymanlegar,“ segir hann. Ægir spilaði í tvö ár með Sundsvall Dragons og sér fram á svipað hlutverk hjá KR. „Ég hef verið varnarsinnaður og sem leikstjórnandi að stjórna sóknarleiknum. Ég hef alveg tileinkað mér það hlutverk og það mun ekkert breytast út í KR.“Samvinna við Pavel Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig samvinnu landsliðsmannanna Pavels Ermolinskij og Ægis verður háttað á komandi tímabili. Þeir ræddu framhaldið á dauðum tímum með landsliðinu í sumar. „Pavel er í KR og við höfum rætt mikið saman um hvernig við ætlum að hafa þetta. Maður veit það vel að Pavel hefur verið í þessari stöðu í KR-liðinu. Það er ákveðin samvinna sem verður þar við lýði. Breiddin í KR-liðinu er þannig að það eru margir sem geta gert margt. Við erum allir þannig leikmenn að við finnum út hvernig við virkum best sem ein heild. Þetta verður því lítið mál,“ segir hann. Ægir fékk smá pásu eftir Evrópumótið í Berlín en byrjaði á fullu að æfa í gær. „Ég er nýbúinn að ná aftur báðum fótum niður á jörðina eftir þennan rússíbana. Ég er orðinn hungraður í það að byrja aftur og halda áfram,“ sagði Ægir spenntur fyrir komandi tímabili. Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Sterkt lið KR-inga í Dominos-deild karla í körfubolta varð enn þá óárennilegra í gær þegar einn besti leikstjórnandi landsins, Ægir Þór Steinarsson, skrifaði undir samning við Íslandsmeistarana. Ægir hefur spilað undanfarin tímabil í sænsku deildinni en nú ætlar að hann að skipta út gula Fjölnislitnum fyrir svart-hvítan búning KR-inga. „Ég get alveg búist við því að einhverjir Fjölnisbúningar merktir mér verði kannski brenndir hér í Voginum,“ segir Ægir hlæjandi en bætir svo við: „Svona er bara boltinn. Ég er gríðarlega sáttur við það að hafa tekið þessa ákvörðun. Það verða alveg örugglega einhverjir sárir en þetta snýst bara um mig sjálfan og það sem ég vil gera. Ég vil vera partur af þessu batteríi.“ Ægir spilaði síðast heilt tímabil hér á landi 2010-11 en þá var hann með 16,1 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn gaf þá fleiri stoðsendingar í deildinni. „Þeir sýndu áhuga snemma sumars og ég hafði það alltaf í huga þó svo að markmiðið hjá mér hafi alltaf verið að spila úti. Það er ekki raunin þetta árið og þá langaði mig bara að taka slaginn með KR og reyna mig í því krefjandi verkefni að spila með Íslandsmeisturunum í frábæru liði, í frábærri umgjörð og fyrir frábæran þjálfara,“ segir hann. Ægir er nýkominn heim frá Evrópumótinu í körfubolta, þar sem hann stóð sig vel þær mínútur sem hann fékk að glíma við risana hjá mótherjum íslenska liðsins. Nú fær hann að kynnast hinni hliðinni því það verður mikil pressa á KR-liðinu í vetur, ekki síst eftir að Vesturbæingar nældu í einn eftirsóttasta íslenska leikmanninum á markaðnum.Var alltaf „extra“ tilbúinn á móti KR „Ástæðan fyrir því að ég er að fara í Vesturbæinn er að þar er umhverfi sem maður vill vera í og þar er krafan um árangur. Nú vill maður taka þeirri áskorun. Það er ekkert skrítið að allir vilji vinna KR, liðið sem er búið að vinna síðustu tvö ár. Ég veit það sjálfur að þegar maður hefur mætt KR í gegnum tíðina þá hefur maður verið „extra“ tilbúinn. Það er frábært að vera í þannig umhverfi. Ég er í þessu til að vinna titla og skapa einhverjar minningar sem munu verða ógleymanlegar,“ segir hann. Ægir spilaði í tvö ár með Sundsvall Dragons og sér fram á svipað hlutverk hjá KR. „Ég hef verið varnarsinnaður og sem leikstjórnandi að stjórna sóknarleiknum. Ég hef alveg tileinkað mér það hlutverk og það mun ekkert breytast út í KR.“Samvinna við Pavel Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig samvinnu landsliðsmannanna Pavels Ermolinskij og Ægis verður háttað á komandi tímabili. Þeir ræddu framhaldið á dauðum tímum með landsliðinu í sumar. „Pavel er í KR og við höfum rætt mikið saman um hvernig við ætlum að hafa þetta. Maður veit það vel að Pavel hefur verið í þessari stöðu í KR-liðinu. Það er ákveðin samvinna sem verður þar við lýði. Breiddin í KR-liðinu er þannig að það eru margir sem geta gert margt. Við erum allir þannig leikmenn að við finnum út hvernig við virkum best sem ein heild. Þetta verður því lítið mál,“ segir hann. Ægir fékk smá pásu eftir Evrópumótið í Berlín en byrjaði á fullu að æfa í gær. „Ég er nýbúinn að ná aftur báðum fótum niður á jörðina eftir þennan rússíbana. Ég er orðinn hungraður í það að byrja aftur og halda áfram,“ sagði Ægir spenntur fyrir komandi tímabili.
Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira