Íslendingar á bakvið vinsælasta leik sinnar tegundar í Evrópu Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2015 17:30 þeir Arnór Kári Davíðsson, Guðmundur Sveinsson og Bragi Ægisson. vísir Fantasy leikurinn Fanaments hefur fangað athygli áhugamanna um íþróttaleiki en hátt í eitt þúsund manns spila leikinn á hverjum degi. Á bakvið Fanaments standa þeir Arnór Kári Davíðsson, Guðmundur Sveinsson og Bragi Ægisson sem jafnframt er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta er búin að vera tveggja ára þrotlaus vinna sem loksins er farin að skila sér. Hér eru 6 manns í fullu starfi við að halda öllu í réttu horfi og það er virkilega gaman hversu vel er farið að ganga. Við erum alltaf að horfa í kringum okkur eftir góðu fólki til að efla starfið enn frekar en okkur hefur nú þegar tekist að verða heitasti daily fantasy sports leikurinn í Evrópu,“ segir Bragi. Leikurinn er frábrugðinn öðrum fantasy leikjum að því leyti að í Fanaments stendur hann yfir í einn dag eða eina helgi á móti heilu leiktímabili eins og við þekkjum úr þeim leikjum sem fyrir voru á markaðnum. „Við erum fyrstir í Evrópu til að bjóða upp á nokkrar íþróttir en í Fanaments er hægt að spila fótbolta, golf, körfubolta og MMA. Spilarar ættu því að geta fundið íþrótt á sínu áhugasviði, skemmt sér og kannski grætt smá í leiðinni ef vel gengur, en þó svo að við lítum á okkur fyrst og fremst sem leikjafyrirtæki geta spilarar þó lagt smá pening undir“, segir Bragi. Forsvarsmenn Fanaments stefna á að stækka enn frekar og hafa erlendir aðilar sett sig í samband með samstarf í huga. „Það er ekkert sem við getum sagt frá að svo komnu máli en við erum spenntir“, segir Bragi. Leikjavísir Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Fantasy leikurinn Fanaments hefur fangað athygli áhugamanna um íþróttaleiki en hátt í eitt þúsund manns spila leikinn á hverjum degi. Á bakvið Fanaments standa þeir Arnór Kári Davíðsson, Guðmundur Sveinsson og Bragi Ægisson sem jafnframt er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta er búin að vera tveggja ára þrotlaus vinna sem loksins er farin að skila sér. Hér eru 6 manns í fullu starfi við að halda öllu í réttu horfi og það er virkilega gaman hversu vel er farið að ganga. Við erum alltaf að horfa í kringum okkur eftir góðu fólki til að efla starfið enn frekar en okkur hefur nú þegar tekist að verða heitasti daily fantasy sports leikurinn í Evrópu,“ segir Bragi. Leikurinn er frábrugðinn öðrum fantasy leikjum að því leyti að í Fanaments stendur hann yfir í einn dag eða eina helgi á móti heilu leiktímabili eins og við þekkjum úr þeim leikjum sem fyrir voru á markaðnum. „Við erum fyrstir í Evrópu til að bjóða upp á nokkrar íþróttir en í Fanaments er hægt að spila fótbolta, golf, körfubolta og MMA. Spilarar ættu því að geta fundið íþrótt á sínu áhugasviði, skemmt sér og kannski grætt smá í leiðinni ef vel gengur, en þó svo að við lítum á okkur fyrst og fremst sem leikjafyrirtæki geta spilarar þó lagt smá pening undir“, segir Bragi. Forsvarsmenn Fanaments stefna á að stækka enn frekar og hafa erlendir aðilar sett sig í samband með samstarf í huga. „Það er ekkert sem við getum sagt frá að svo komnu máli en við erum spenntir“, segir Bragi.
Leikjavísir Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira