Svona svindlaði Volkswagen: Málið útskýrt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. september 2015 18:07 Tilgangur hugbúnaðarins var að slökkva á mengunarvarnarbúnaði til að fá meira út úr vélinni og minni eyðslu. Vísir/AFP Volkswagen hefur gerst uppvíst að stórfelldu svindli í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Um er að ræða eitt af umfangsmeiri svindlmálum sem upp hafa komið í bílabransanum síðustu ár en þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er sá stærsti í heimi og báru margir traust til fyrirtækisins. En í hverju fólst svindlið? Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti. Bandaríska tæknisíðan The Verge gerði meðfylgjandi myndband um málið. Volkswagen's diesel scandal, explainedHow Volkswagen USA's side-stepped diesel emission laws.Posted by The Verge on Thursday, September 24, 2015 Volkswagen hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem svarar afskaplega litlu um svindlið. Þýdda útgáfu af yfirlýsingu fyrirtækisins má nálgast á vefsíðu Heklu, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi. Þar kemur þó fram að óhætt er að aka þeim bíla sem eru búnir þessum hugbúnaði. Ekki hefur verið greint frá hvaða bílar það eru hér á landi sem búnir eru þessum svindlbúnaði en 11 milljónir bíla á heimsvísu voru framleiddir með búnaðinum og eru líkur á að einhverjir þeirra hafi endað hér á landi. Volkswagen þarf þó á endanum að upplýsa um nákvæmlega hvaða bílar það eru sem búnir eru þessum svindlbúnaði og líklega verður framleiðandinn krafinn til að gera úrbætur á bílunum. Það gæti aftur á móti haft í för með sér aukna díseleyðslu fyrir eigendur með tilheyrandi kostnaði. Þegar hafa verið lögð drög að hópmálsóknum vegna svindlsins með það að markmiðið að tryggja eigendum Volkswagen bíla með svindlhugbúnaðinum bætur vegna málsins. Það má þó vera öllum ljóst að slík málaferli munu taka langan tíma og gætu liðið nokkur ár þangað til eigendur Volkswagen-bílanna fá nokkuð frá fyrirtækinu. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40 Yfirmaður vélamála VW og þróunarstjóri Audi fjúka Eru tveir af hæstsettu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar. 24. september 2015 12:54 Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00 Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Volkswagen ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. 24. september 2015 14:06 Háskólinn í West Virginia uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen Mældu 2 VW bíla og BMW X5 allt að 3.200 km og sáu 20-30 sinnum meiri mengun VW bílanna. 24. september 2015 10:03 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Volkswagen hefur gerst uppvíst að stórfelldu svindli í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Um er að ræða eitt af umfangsmeiri svindlmálum sem upp hafa komið í bílabransanum síðustu ár en þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er sá stærsti í heimi og báru margir traust til fyrirtækisins. En í hverju fólst svindlið? Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti. Bandaríska tæknisíðan The Verge gerði meðfylgjandi myndband um málið. Volkswagen's diesel scandal, explainedHow Volkswagen USA's side-stepped diesel emission laws.Posted by The Verge on Thursday, September 24, 2015 Volkswagen hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem svarar afskaplega litlu um svindlið. Þýdda útgáfu af yfirlýsingu fyrirtækisins má nálgast á vefsíðu Heklu, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi. Þar kemur þó fram að óhætt er að aka þeim bíla sem eru búnir þessum hugbúnaði. Ekki hefur verið greint frá hvaða bílar það eru hér á landi sem búnir eru þessum svindlbúnaði en 11 milljónir bíla á heimsvísu voru framleiddir með búnaðinum og eru líkur á að einhverjir þeirra hafi endað hér á landi. Volkswagen þarf þó á endanum að upplýsa um nákvæmlega hvaða bílar það eru sem búnir eru þessum svindlbúnaði og líklega verður framleiðandinn krafinn til að gera úrbætur á bílunum. Það gæti aftur á móti haft í för með sér aukna díseleyðslu fyrir eigendur með tilheyrandi kostnaði. Þegar hafa verið lögð drög að hópmálsóknum vegna svindlsins með það að markmiðið að tryggja eigendum Volkswagen bíla með svindlhugbúnaðinum bætur vegna málsins. Það má þó vera öllum ljóst að slík málaferli munu taka langan tíma og gætu liðið nokkur ár þangað til eigendur Volkswagen-bílanna fá nokkuð frá fyrirtækinu.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40 Yfirmaður vélamála VW og þróunarstjóri Audi fjúka Eru tveir af hæstsettu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar. 24. september 2015 12:54 Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00 Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Volkswagen ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. 24. september 2015 14:06 Háskólinn í West Virginia uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen Mældu 2 VW bíla og BMW X5 allt að 3.200 km og sáu 20-30 sinnum meiri mengun VW bílanna. 24. september 2015 10:03 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40
Yfirmaður vélamála VW og þróunarstjóri Audi fjúka Eru tveir af hæstsettu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar. 24. september 2015 12:54
Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00
Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Volkswagen ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. 24. september 2015 14:06
Háskólinn í West Virginia uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen Mældu 2 VW bíla og BMW X5 allt að 3.200 km og sáu 20-30 sinnum meiri mengun VW bílanna. 24. september 2015 10:03