Uppbótartíminn: FH-ingar í sjöunda himni | Myndbönd 27. september 2015 15:54 FH-ingar eru vel að Íslandsmeistaratitlinum komnir. vísir/þórdís Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fór fram í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. FH tryggði sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil með 2-1 sigri á Fjölni. KR staðfesti Evrópusætið og sendi Leikni í leiðinni niður um deild. Blikar geirnegldu annað sætið með sigri á Eyjamönnum sem eru hólpnir. Hermann Hreiðarsson lét reka sig út af í annað sinn á tímabilinu þegar Fylkir og Víkingur gerðu markalaust jafntefli og Skagamenn héldu hreinu í fjórða leiknum í röð þegar þeir unnu 1-0 sigur á Val. Og Stjörnumenn niðurlægðu Keflvíkinga á Samsung-vellinum.Umfjöllun og viðtöl úr leikjum umferðarinnar:FH 2-1 FjölnirLeiknir 0-2 KRStjarnan 7-0 KeflavíkBreiðablik 1-0 ÍBVVíkingur 0-0 FylkirÍA 1-0 ValurÁrmann Smári og félagar í vörn ÍA hafa haldið hreinu í fjórum leikjum í röð.vísir/vilhelmGóð umferð fyrir ...... FH-inga Auðvelt val. Fimleikafélagið er Íslandsmeistari í sjöunda sinn en allir þessir sjö titlar hafa unnist á síðustu 12 árum. Það var mikil pressa á FH-ingum fyrir mót og þeir þurftu að hafa mikið fyrir því að landa þessum titli en það tókst á endanum. Eftir 1-3 tapið fyrir KR í 12. umferð hafa FH-ingar verið óstöðvandi og unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. Þeir eru vel að þessum titli komnir.... vörn ÍA Skagamenn héldu hreinu í fjórða leiknum í röð þegar þeir unnu 1-0 sigur á Val í miklum rokleik á Skaganum. Akurnesingar hafa verið vaxandi í allt sumar og geta vel við unað enda búnir að tryggja sér áframhaldandi sæti í efstu deild. Ármann Smári Björnsson hefur átt sitt besta tímabil í langan tíma og bundið Skagavörnina saman og fyrir aftan hana hefur Árni Snær Ólafsson átt gott sumar.... Guðjón Baldvinsson Guðjón skoraði sína aðra þrennu í efstu deild þegar Stjörnumenn kjöldrógu fallna Keflvíkinga á Samsung-vellinum. Guðjón var lengi í gang eftir að hann kom frá Nordsjælland um mitt sumar en hefur verið að hitna að undanförnu og er kominn með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum Stjörnunnar sem hefur fengið 10 stig úr þessum fjórum leikjum og haldið þrisvar sinnum hreinu í röð. Sumarið er vonbrigði en Stjörnumenn geta farið nokkuð brattir inn í undirbúningstímabilið eftir góðan endasprett.Keflvíkingar hafa fengið á sig 59 mörk í sumar.vísir/antonVond umferð ...... vörn og markmann Keflavíkur Keflavík fékk á sig sjö mörk gegn Stjörnunni og jafnaði um leið vafasamt met Víkinga frá 1993 en engin lið hafa fengið á sig fleiri mörk á einu tímabili en þau, eða 59 mörk. Keflavík hefur aldrei haldið hreinu í sumar og tvívegis fengið á sig sjö mörk í leik. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann B. Guðmundsson ákváðu að setja Sigmar Inga Sigurðarson í markið gegn Stjörnunni en sú ákvörðun var gagnrýnd í Pepsi-mörkunum í gær. Sigmari var vorkunn að standa fyrir aftan þessa vörn en hann leit samt sem áður illa út í nokkrum mörkum Stjörnunnar, þá sérstaklega fimmta markinu.... Leiknismenn Stuttri dvöl Leiknismanna í deild þeirra bestu er lokið. Breiðhyltingum hefur verið hrósað fyrir baráttugleði og samstöðu en þegar upp var staðið vantaði meiri gæði í liðið, sérstaklega fram á við. Leiknir hefur aðeins skorað 18 mörk í 21 deildarleik og mennirnir sem voru fengnir til að skora mörkin, Elvar Páll Sigurðsson, Kolbeinn Kárason og Danny Schreurs, hafa aðeins skilað einu marki samtals í sumar. Varnarleikurinn var lengst af fínn en hann hefur lekið í síðustu leikjum.... Hermann Hreiðarsson Eyjamaðurinn er búinn að stýra Fylki í 10 leikjum en í þeim hefur hann tvisvar verið rekinn af velli. Framkoma hans í leiknum gegn Val fyrir nokkrum vikum var til skammar og hann missti aftur stjórn skapi sínu í Víkinni í gær. Hermann fékk orð í eyra frá sérfræðingum Pepsi-markanna og það er ljóst að hann þarf að hafa meiri stjórn á skapi sínu. Óvíst er hvort Hermann verður þjálfari liðsins á næsta tímabili en ef svo verður, þá hefur Árbæjarliðið ekki efni á hafa hann reglulega uppi í stúku.Guðjón er kominn með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum Stjörnunnar.vísir/antonSkemmtilegir punktar af Boltavaktinni: Árni Jóhannson á Samsung-vellinum: Já, Stjarnan er komin með 2 mörk í forskot. Guðjón Baldvinsson fékk boltann í teig Keflvíkinga af varnarmanni og smellti honum í hornið anni að markvörðurinn náði ekki til. Hversu mörg verð mörkin í dag? Ég þori ekki að spá um það en þau verða líklega öll Stjörnumegin.Guðmundur Marinó Ingvarsson á Leiknisvelli: Aðstæður hér á Leiknisvellinum eru áhugaverðar. Byrjum á því jákvæða. Sólin er að glenna sig og grasið lítur afskaplega vel út. Þá hið neikvæða. Grasið er á floti vegna slagveðursrigningar og það er hávaðarok.Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli: Hermann Hreiðarsson er alveg vitlaus hérna á hliðarlínunni og lætur aðstoðardómarann heyra það.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Guðjón Baldvinsson, Stjarnan - 9 Sigmar Ingi Sigurðarson, Keflavík - 2Umræðan #pepsi365Gaman í Birkiberginu, virkilega skemmtilegt að fa að lita inn! Cc @jonjonssonmusic#pepsi365pic.twitter.com/7uTq0IxRGB — Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) September 26, 2015Það getur ekki talist eðlilegt að hver einasta markspyrna skagamanna taki 20 sekúndur #fotbolti#pepsi365 — Ómar Ingi (@OmarIngiGud) September 26, 2015Besti leikmaður Leiknis í sumar! Má ekki detta í liðamelluna og fara eitthvað annað #Fotboltinet#Pepsi365pic.twitter.com/6KrZVzMroE — Maggi Peran (@maggiperan) September 26, 2015LeiknisLjón kvetja eins og þeim sé borgað fyrir það! Eru þeir búinir að finna sér nýtt lið í #Pepsi365 fyrir næsta tímabil? Velkomnir í FH! — Bjarki Gunn (@bjarci) September 26, 2015Þetta er eins og kosningasjónvarp #pepsi365 — Katrín Atladóttir (@katrinat) September 26, 2015Mark 21. umferðar Atvik 21. umferðar Markasyrpa 21. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fór fram í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. FH tryggði sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil með 2-1 sigri á Fjölni. KR staðfesti Evrópusætið og sendi Leikni í leiðinni niður um deild. Blikar geirnegldu annað sætið með sigri á Eyjamönnum sem eru hólpnir. Hermann Hreiðarsson lét reka sig út af í annað sinn á tímabilinu þegar Fylkir og Víkingur gerðu markalaust jafntefli og Skagamenn héldu hreinu í fjórða leiknum í röð þegar þeir unnu 1-0 sigur á Val. Og Stjörnumenn niðurlægðu Keflvíkinga á Samsung-vellinum.Umfjöllun og viðtöl úr leikjum umferðarinnar:FH 2-1 FjölnirLeiknir 0-2 KRStjarnan 7-0 KeflavíkBreiðablik 1-0 ÍBVVíkingur 0-0 FylkirÍA 1-0 ValurÁrmann Smári og félagar í vörn ÍA hafa haldið hreinu í fjórum leikjum í röð.vísir/vilhelmGóð umferð fyrir ...... FH-inga Auðvelt val. Fimleikafélagið er Íslandsmeistari í sjöunda sinn en allir þessir sjö titlar hafa unnist á síðustu 12 árum. Það var mikil pressa á FH-ingum fyrir mót og þeir þurftu að hafa mikið fyrir því að landa þessum titli en það tókst á endanum. Eftir 1-3 tapið fyrir KR í 12. umferð hafa FH-ingar verið óstöðvandi og unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. Þeir eru vel að þessum titli komnir.... vörn ÍA Skagamenn héldu hreinu í fjórða leiknum í röð þegar þeir unnu 1-0 sigur á Val í miklum rokleik á Skaganum. Akurnesingar hafa verið vaxandi í allt sumar og geta vel við unað enda búnir að tryggja sér áframhaldandi sæti í efstu deild. Ármann Smári Björnsson hefur átt sitt besta tímabil í langan tíma og bundið Skagavörnina saman og fyrir aftan hana hefur Árni Snær Ólafsson átt gott sumar.... Guðjón Baldvinsson Guðjón skoraði sína aðra þrennu í efstu deild þegar Stjörnumenn kjöldrógu fallna Keflvíkinga á Samsung-vellinum. Guðjón var lengi í gang eftir að hann kom frá Nordsjælland um mitt sumar en hefur verið að hitna að undanförnu og er kominn með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum Stjörnunnar sem hefur fengið 10 stig úr þessum fjórum leikjum og haldið þrisvar sinnum hreinu í röð. Sumarið er vonbrigði en Stjörnumenn geta farið nokkuð brattir inn í undirbúningstímabilið eftir góðan endasprett.Keflvíkingar hafa fengið á sig 59 mörk í sumar.vísir/antonVond umferð ...... vörn og markmann Keflavíkur Keflavík fékk á sig sjö mörk gegn Stjörnunni og jafnaði um leið vafasamt met Víkinga frá 1993 en engin lið hafa fengið á sig fleiri mörk á einu tímabili en þau, eða 59 mörk. Keflavík hefur aldrei haldið hreinu í sumar og tvívegis fengið á sig sjö mörk í leik. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann B. Guðmundsson ákváðu að setja Sigmar Inga Sigurðarson í markið gegn Stjörnunni en sú ákvörðun var gagnrýnd í Pepsi-mörkunum í gær. Sigmari var vorkunn að standa fyrir aftan þessa vörn en hann leit samt sem áður illa út í nokkrum mörkum Stjörnunnar, þá sérstaklega fimmta markinu.... Leiknismenn Stuttri dvöl Leiknismanna í deild þeirra bestu er lokið. Breiðhyltingum hefur verið hrósað fyrir baráttugleði og samstöðu en þegar upp var staðið vantaði meiri gæði í liðið, sérstaklega fram á við. Leiknir hefur aðeins skorað 18 mörk í 21 deildarleik og mennirnir sem voru fengnir til að skora mörkin, Elvar Páll Sigurðsson, Kolbeinn Kárason og Danny Schreurs, hafa aðeins skilað einu marki samtals í sumar. Varnarleikurinn var lengst af fínn en hann hefur lekið í síðustu leikjum.... Hermann Hreiðarsson Eyjamaðurinn er búinn að stýra Fylki í 10 leikjum en í þeim hefur hann tvisvar verið rekinn af velli. Framkoma hans í leiknum gegn Val fyrir nokkrum vikum var til skammar og hann missti aftur stjórn skapi sínu í Víkinni í gær. Hermann fékk orð í eyra frá sérfræðingum Pepsi-markanna og það er ljóst að hann þarf að hafa meiri stjórn á skapi sínu. Óvíst er hvort Hermann verður þjálfari liðsins á næsta tímabili en ef svo verður, þá hefur Árbæjarliðið ekki efni á hafa hann reglulega uppi í stúku.Guðjón er kominn með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum Stjörnunnar.vísir/antonSkemmtilegir punktar af Boltavaktinni: Árni Jóhannson á Samsung-vellinum: Já, Stjarnan er komin með 2 mörk í forskot. Guðjón Baldvinsson fékk boltann í teig Keflvíkinga af varnarmanni og smellti honum í hornið anni að markvörðurinn náði ekki til. Hversu mörg verð mörkin í dag? Ég þori ekki að spá um það en þau verða líklega öll Stjörnumegin.Guðmundur Marinó Ingvarsson á Leiknisvelli: Aðstæður hér á Leiknisvellinum eru áhugaverðar. Byrjum á því jákvæða. Sólin er að glenna sig og grasið lítur afskaplega vel út. Þá hið neikvæða. Grasið er á floti vegna slagveðursrigningar og það er hávaðarok.Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli: Hermann Hreiðarsson er alveg vitlaus hérna á hliðarlínunni og lætur aðstoðardómarann heyra það.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Guðjón Baldvinsson, Stjarnan - 9 Sigmar Ingi Sigurðarson, Keflavík - 2Umræðan #pepsi365Gaman í Birkiberginu, virkilega skemmtilegt að fa að lita inn! Cc @jonjonssonmusic#pepsi365pic.twitter.com/7uTq0IxRGB — Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) September 26, 2015Það getur ekki talist eðlilegt að hver einasta markspyrna skagamanna taki 20 sekúndur #fotbolti#pepsi365 — Ómar Ingi (@OmarIngiGud) September 26, 2015Besti leikmaður Leiknis í sumar! Má ekki detta í liðamelluna og fara eitthvað annað #Fotboltinet#Pepsi365pic.twitter.com/6KrZVzMroE — Maggi Peran (@maggiperan) September 26, 2015LeiknisLjón kvetja eins og þeim sé borgað fyrir það! Eru þeir búinir að finna sér nýtt lið í #Pepsi365 fyrir næsta tímabil? Velkomnir í FH! — Bjarki Gunn (@bjarci) September 26, 2015Þetta er eins og kosningasjónvarp #pepsi365 — Katrín Atladóttir (@katrinat) September 26, 2015Mark 21. umferðar Atvik 21. umferðar Markasyrpa 21. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira