Næsta kynslóð Volvo S60 smíðuð í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2015 10:52 Volvo S60. Volvo er sænskur bílaframleiðandi sem er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, en næsta kynslóð Volvo S60 verður smíðaður í S-Karolínufylki. Þar er Volvo að reisa verksmiðju sem mun geta framleitt 100.000 bíla á ári og verður öll heimsframleiðsla Volvo S60 bílsins smíðuð þar og hvergi annarsstaðar. Verksmiðjan verður tilbúin árið 2018 og fyrstu S60 bílarnir munu streyma frá verksmiðjunni það ár, en einnig aðrar bílgerðir Volvo fyrir Bandaríkjamarkað. Í verksmiðjunni munu starfa 2.000 manns við ræsingu hennar en starfsmannafjöldinn mun síðar ná 4.000 með tímanum. Afleidd störf ásamt starfmannafjöldanum í verksmiðjunni mun telja 8.000 manns þegar verksmiðjan verður komin í full afköst. Með þessari nýju verksmiðju Volvo í Bandaríkjunum ætlar fyrirtækið að hasla sér frekari völl vestanhafs og komast nær þessum stóra bílamarkaði sem þar er. Sala bíla er þar með miklum blóma og kaupendur þar eru móttækilegir fyrir lúxusbílum, en Volvo bílar falla einmitt undir þá skilgreiningu. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent
Volvo er sænskur bílaframleiðandi sem er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, en næsta kynslóð Volvo S60 verður smíðaður í S-Karolínufylki. Þar er Volvo að reisa verksmiðju sem mun geta framleitt 100.000 bíla á ári og verður öll heimsframleiðsla Volvo S60 bílsins smíðuð þar og hvergi annarsstaðar. Verksmiðjan verður tilbúin árið 2018 og fyrstu S60 bílarnir munu streyma frá verksmiðjunni það ár, en einnig aðrar bílgerðir Volvo fyrir Bandaríkjamarkað. Í verksmiðjunni munu starfa 2.000 manns við ræsingu hennar en starfsmannafjöldinn mun síðar ná 4.000 með tímanum. Afleidd störf ásamt starfmannafjöldanum í verksmiðjunni mun telja 8.000 manns þegar verksmiðjan verður komin í full afköst. Með þessari nýju verksmiðju Volvo í Bandaríkjunum ætlar fyrirtækið að hasla sér frekari völl vestanhafs og komast nær þessum stóra bílamarkaði sem þar er. Sala bíla er þar með miklum blóma og kaupendur þar eru móttækilegir fyrir lúxusbílum, en Volvo bílar falla einmitt undir þá skilgreiningu.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent