1,2 milljón Skoda og 0,7 milljón Seat bíla með svindlhugbúnað Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2015 15:33 Seat bílar á Spáni. Bæði tékkneski bílaframleiðandinn Skoda og spænski bílaframleiðandinn Seat hafa greint frá fjöldi þeirra bíla sem fyrirtækið hefur selt með sama svindlhugbúnaði og er í Volkswagen bílum. Hjá Skoda voru seldir 1,2 milljónir bíla og hjá Seat voru þeir 700.000. Báðir þessir bílaframleiðendur eru í eigu Volkswagen og vélbúnaður í bílum þeirra er að stóru leiti sá sami og finnst í Volkswagen bílum. Seat greindi frá því að í sýningarsölum Seat og lagerum víða um Spán séu að finna um 3.000 bíla með þessum búnaði og að þeir bílar hafi verið settir til hliðar. Nú er orðið ljóst að svindlhugbúnaðurinn var í 5 milljón bílum Volkswagen, 2,1 hjá Audi, 1,2 hjá Skoda, 0,7 hjá Seat og í 1,8 milljón sendibíla frá Volkswagen, eða í alls 10,8 milljónum bíla. Volkswagen hefur látið hafa eftir sér að á næstu vikum og mánuðum verði þeim bíleigendum sem keyptu þessa bíla greint frá því með hvaða hætti þeim verði bætt það tjón sem svindlhugbúnaðurinn olli og haft verði samband við þá alla. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent
Bæði tékkneski bílaframleiðandinn Skoda og spænski bílaframleiðandinn Seat hafa greint frá fjöldi þeirra bíla sem fyrirtækið hefur selt með sama svindlhugbúnaði og er í Volkswagen bílum. Hjá Skoda voru seldir 1,2 milljónir bíla og hjá Seat voru þeir 700.000. Báðir þessir bílaframleiðendur eru í eigu Volkswagen og vélbúnaður í bílum þeirra er að stóru leiti sá sami og finnst í Volkswagen bílum. Seat greindi frá því að í sýningarsölum Seat og lagerum víða um Spán séu að finna um 3.000 bíla með þessum búnaði og að þeir bílar hafi verið settir til hliðar. Nú er orðið ljóst að svindlhugbúnaðurinn var í 5 milljón bílum Volkswagen, 2,1 hjá Audi, 1,2 hjá Skoda, 0,7 hjá Seat og í 1,8 milljón sendibíla frá Volkswagen, eða í alls 10,8 milljónum bíla. Volkswagen hefur látið hafa eftir sér að á næstu vikum og mánuðum verði þeim bíleigendum sem keyptu þessa bíla greint frá því með hvaða hætti þeim verði bætt það tjón sem svindlhugbúnaðurinn olli og haft verði samband við þá alla.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent