Grísk stjórnvöld reyna að létta af þrýstingi á Lesbos Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. september 2015 12:32 Flóttamannabúðirnar í Mytilini eru orðnar yfirfullar. Vísir/AFP 2.500 flóttamenn fóru með ferju á vegum gríska ríkisins frá eynni Lesbos í morgun. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eynni, segir að verið sé að reyna að grípa til aðgerða en enn sé mikil ringulreið. „Sjálfboðaliðarnir hafa ekki haft neina aðstöðu eða einhvern stað til að vísa fólki á þannig að það hefur bara verið á göngu. Það er ótrúlega mikið af fólki á úti á vegunum sem hefur verið á göngu en það sem hefur verið að gerast núna síðustu þrjár daga er að það hafa verið að koma rútur aftur,“ segir hún. „Stjórnvöld sendu extra mannskap til Mytilini til að reyna að fá sem flesta úr búðunum þar sem eru orðnar yfirfullar.“ Er þá staðan eitthvað að batna? „Hér er bara einn dagur tekinn í einu. Það hefur ekkert breytt aðstæðum fólksins hérna. Það eru örugglega 150 manns í kringum mig að bíða eftir að komast með rútu til Mytilini og við vitum svo sem ekki hvenær rúturnar koma,“ segir Þórunn. Flóttamannastraumurinn til Lesbos heldur líka áfram og hundruð koma til eyjarinnar á hverjum degi.Stöðugur straumur flóttafólks er enn til eyjarinnar.Vísir/AFP„Það hættir ekkert. Þetta er ein af stystu leiðunum yfir sundið þannig að það má alveg búast við því áfram,“ segir Þórunn. Víðar í Evrópu er verið að grípa til aðgerða vegna flóttafólks, þá á mismunandi forsendum. Ungverski herinn er farinn að undirbúa mögulega aðkomu sína að því að varna flóttafólki inngöngu í landið yfir landamærin í suðri. Stjórnvöld ráðgera að senda hermenn til að hjálpa lögreglunni þar sem þúsundir flóttamanna koma frá Serbíu á hverjum einasta degi. Gaddavírsgirðing hefur verið reist meðfram landamærunum. Þingmenn á ungverska þinginu munu að öllum líkindum greiða atkvæði um aðkomu hersins að málinu síðar í mánuðinum. Áætlanirnar hafa verið gagnrýndar harðlega af mannréttindasamtökum. Þá lokuðu dönsk stjórnvöld lestarteinum sem liggja yfir landið í frá Þýskalandi til Svíþjóðar eftir hundruð flóttamanna voru stöðvaðir á leið sinni til Svíþjóðar. Gert er ráð fyrir að lestarsamgöngur verði aftur komnar á fljótlega í dag eftir að hluti flóttafólksins samþykktu að skrá sig í Danmörku og aðrir fóru með einkabílum yfir landamærin. Flóttamenn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
2.500 flóttamenn fóru með ferju á vegum gríska ríkisins frá eynni Lesbos í morgun. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eynni, segir að verið sé að reyna að grípa til aðgerða en enn sé mikil ringulreið. „Sjálfboðaliðarnir hafa ekki haft neina aðstöðu eða einhvern stað til að vísa fólki á þannig að það hefur bara verið á göngu. Það er ótrúlega mikið af fólki á úti á vegunum sem hefur verið á göngu en það sem hefur verið að gerast núna síðustu þrjár daga er að það hafa verið að koma rútur aftur,“ segir hún. „Stjórnvöld sendu extra mannskap til Mytilini til að reyna að fá sem flesta úr búðunum þar sem eru orðnar yfirfullar.“ Er þá staðan eitthvað að batna? „Hér er bara einn dagur tekinn í einu. Það hefur ekkert breytt aðstæðum fólksins hérna. Það eru örugglega 150 manns í kringum mig að bíða eftir að komast með rútu til Mytilini og við vitum svo sem ekki hvenær rúturnar koma,“ segir Þórunn. Flóttamannastraumurinn til Lesbos heldur líka áfram og hundruð koma til eyjarinnar á hverjum degi.Stöðugur straumur flóttafólks er enn til eyjarinnar.Vísir/AFP„Það hættir ekkert. Þetta er ein af stystu leiðunum yfir sundið þannig að það má alveg búast við því áfram,“ segir Þórunn. Víðar í Evrópu er verið að grípa til aðgerða vegna flóttafólks, þá á mismunandi forsendum. Ungverski herinn er farinn að undirbúa mögulega aðkomu sína að því að varna flóttafólki inngöngu í landið yfir landamærin í suðri. Stjórnvöld ráðgera að senda hermenn til að hjálpa lögreglunni þar sem þúsundir flóttamanna koma frá Serbíu á hverjum einasta degi. Gaddavírsgirðing hefur verið reist meðfram landamærunum. Þingmenn á ungverska þinginu munu að öllum líkindum greiða atkvæði um aðkomu hersins að málinu síðar í mánuðinum. Áætlanirnar hafa verið gagnrýndar harðlega af mannréttindasamtökum. Þá lokuðu dönsk stjórnvöld lestarteinum sem liggja yfir landið í frá Þýskalandi til Svíþjóðar eftir hundruð flóttamanna voru stöðvaðir á leið sinni til Svíþjóðar. Gert er ráð fyrir að lestarsamgöngur verði aftur komnar á fljótlega í dag eftir að hluti flóttafólksins samþykktu að skrá sig í Danmörku og aðrir fóru með einkabílum yfir landamærin.
Flóttamenn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira