Serbarnir unnu íslenska riðilinn á fullu húsi | Léku sér að Ítölum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 14:13 Vísir/Getty Serbar héldu sigurgöngu sinni áfram í B-riðlinum á Evrópumótinu í körfubolta eftir 19 stiga sigur á Ítölum, 101-82, í dag í óopinberum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum. Serbar unnu þar með alla fimm leiki sína í Berlín og mæta því á svaka siglingu inn í sextán liða úrslitin sem hefjast strax á laugardaginn í Lille í Frakklandi. Ítalir sem voru búnir að vinna þrjá leiki í röð vita það ekki fyrr en á eftir í hvaða sæti þeir enda í riðlinum. Þeir voru hinsvegar öryggir í sextán liða úrslitin fyrir leikinn. Milos Teodosic, leikstjórnandi serbneska liðsins, var áfram allt í öllu hjá liðinu alveg eins og í sigrinum á Tyrkjum í gær. Teodosic var með 17 stig og 13 stoðsendingar í gær en 26 stig og 8 stoðsendingar í dag. Serbarnir unnu með 31 stigi þegar hann var inná vellinum. Nemanja Bjelica, sem virðist hafa verið að spara sig í síðustu leikjum skoraði öll 19 stigin sín í leiknum í seinni hálfleiknum. Ítalir léku án Marco Belinelli og munaði mikið um það enda hefur hann verið að gera út um síðustu leiki liðsins. Alessandro Gentile var stigahæstur hjá Ítalíu með 19 stig og Andrea Bargnani skoraði 17 stig. Milos Teodosic skoraði 14 stig á fyrstu sjö og hálfri mínútu leiksins og hjálpaði Serbum að komast í 25-12. Serbar voru síðan 25-19 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Serbar náðu mest 13 stiga forskoti í öðrum leikhlutanum, 47-34, en Ítalir unnu síðustu tvær mínútur hálfleiksins 6-1 og minnkuðu muninn í átta stig fyrir hálfleik, 48-40. Milos Teodosic var kominn með 19 stig og 5 stoðsendingar í hálfleik og var þá búinn að eigan beinan þátt í tólf af átján körfum serbneska liðsins í hálfleiknum. Ítalir náðu að fylgja eftir góðum endi á fyrri hálfleik með því að minnka muninn í sex stig í upphafi þess þriðja, 52-46. Serbarnir gáfu þá aftur í og eftir 11-2 sprett á tæpum tveimur mínútum var munurinn orðinn fimmtán stig, 63-48. Nemanja Bjelica fór í gang í þriðja leikhlutanum og skoraði alls fimmtán stig í leikhlutanum en hann tók ekki skot í fyrri hálfleiknum. Alessandro Gentile hélt Ítölum inn í leiknum í þriðja leikhlutanum með því að skora einn 12 stig en Serbar unnu 3. leikhlutann á endanum 28-19 og voru því sautján stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 76-59. Serbar áttu ekki í miklum vandræðum í fjórða leikhlutanum og frábærir leikmenn liðsins skiptust á flottum tilþrifum. Markviss leikur liðsins mun valda mörgum liðum vandræðum í framhaldinu á mótinu. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45 Ítalir unnu Þjóðverja í framlengingu | Þriðja tap heimamanna í röð Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. 9. september 2015 17:55 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Serbar héldu sigurgöngu sinni áfram í B-riðlinum á Evrópumótinu í körfubolta eftir 19 stiga sigur á Ítölum, 101-82, í dag í óopinberum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum. Serbar unnu þar með alla fimm leiki sína í Berlín og mæta því á svaka siglingu inn í sextán liða úrslitin sem hefjast strax á laugardaginn í Lille í Frakklandi. Ítalir sem voru búnir að vinna þrjá leiki í röð vita það ekki fyrr en á eftir í hvaða sæti þeir enda í riðlinum. Þeir voru hinsvegar öryggir í sextán liða úrslitin fyrir leikinn. Milos Teodosic, leikstjórnandi serbneska liðsins, var áfram allt í öllu hjá liðinu alveg eins og í sigrinum á Tyrkjum í gær. Teodosic var með 17 stig og 13 stoðsendingar í gær en 26 stig og 8 stoðsendingar í dag. Serbarnir unnu með 31 stigi þegar hann var inná vellinum. Nemanja Bjelica, sem virðist hafa verið að spara sig í síðustu leikjum skoraði öll 19 stigin sín í leiknum í seinni hálfleiknum. Ítalir léku án Marco Belinelli og munaði mikið um það enda hefur hann verið að gera út um síðustu leiki liðsins. Alessandro Gentile var stigahæstur hjá Ítalíu með 19 stig og Andrea Bargnani skoraði 17 stig. Milos Teodosic skoraði 14 stig á fyrstu sjö og hálfri mínútu leiksins og hjálpaði Serbum að komast í 25-12. Serbar voru síðan 25-19 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Serbar náðu mest 13 stiga forskoti í öðrum leikhlutanum, 47-34, en Ítalir unnu síðustu tvær mínútur hálfleiksins 6-1 og minnkuðu muninn í átta stig fyrir hálfleik, 48-40. Milos Teodosic var kominn með 19 stig og 5 stoðsendingar í hálfleik og var þá búinn að eigan beinan þátt í tólf af átján körfum serbneska liðsins í hálfleiknum. Ítalir náðu að fylgja eftir góðum endi á fyrri hálfleik með því að minnka muninn í sex stig í upphafi þess þriðja, 52-46. Serbarnir gáfu þá aftur í og eftir 11-2 sprett á tæpum tveimur mínútum var munurinn orðinn fimmtán stig, 63-48. Nemanja Bjelica fór í gang í þriðja leikhlutanum og skoraði alls fimmtán stig í leikhlutanum en hann tók ekki skot í fyrri hálfleiknum. Alessandro Gentile hélt Ítölum inn í leiknum í þriðja leikhlutanum með því að skora einn 12 stig en Serbar unnu 3. leikhlutann á endanum 28-19 og voru því sautján stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 76-59. Serbar áttu ekki í miklum vandræðum í fjórða leikhlutanum og frábærir leikmenn liðsins skiptust á flottum tilþrifum. Markviss leikur liðsins mun valda mörgum liðum vandræðum í framhaldinu á mótinu.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45 Ítalir unnu Þjóðverja í framlengingu | Þriðja tap heimamanna í röð Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. 9. september 2015 17:55 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45
Ítalir unnu Þjóðverja í framlengingu | Þriðja tap heimamanna í röð Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. 9. september 2015 17:55
Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30