Hjálparáætlun sögð vera eins og dropi í hafið Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. september 2015 08:00 Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa hvatt bresk stjórnvöld til þess að gera miklu meira fyrir flóttafólk, sem undanfarið hefur streymt til Evrópu frá Sýrlandi, Afganistan, Erítreu og fleiri löndum. „Ég hef rætt við David Cameron forsætisráðherra og skorað á hann að taka afgerandi forystu á heimsvísu og mannúðlega forystu vegna þess að Bretland hefur líka haft ávinning af innflytjendum og fólksflutningum,“ sagði Ban í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina ITV. Bretar hafa verið meðal þeirra Evrópuþjóða, sem einna tregastar hafa verið við að taka við flóttafólki. Á mánudaginn skýrði Cameron þó frá því að á næstu árum muni Bretar taka við allt að 20 þúsundum af þeim sýrlensku flóttamönnum, sem komnir eru til Evrópu. Evrópusambandið hefur kynnt áætlun um að aðildarríki þess muni taka við 160 þúsund flóttamönnum, en í gær sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, að þessi áætlun væri aðeins dropi í hafið. Ef menn vilji vera kurteisir, þá sé reyndar hægt að segja þetta fyrsta skrefið. Hann sagði að nú þegar hafi 450 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands það sem af er árinu, en þýsk stjórnvöld reikna með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum nú í ár. Gabriel sagði að í ágústmánuði einum hafi 105 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands og 73 þúsund á fyrstu átta dögum septembermánaðar. Alls eru tugir þúsunda flóttamanna á ferðinni frá Grikklandi og Ítalíu norður eftir. Margir stefna til Þýskalands og margir vilja komast alla leið til Svíþjóðar, en Svíþjóð og Þýskaland hafa verið opnari en önnur Evrópuríki fyrir því að taka við flóttamönnum. Ungverjar hafa hins vegar mánuðum saman unnið að því að setja upp gaddavírsgirðingu meðfram landamærum Serbíu, og reikna nú með því að ljúka því verki í næsta mánuði. Flóttafólk í bænum Idomeni á Grikklandi, rétt sunnan landamæra Makedóníu, bíður þess í úrhelli að geta haldið áfram för sinni norður.NordicPhotos/AFP Flóttamenn Grikkland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa hvatt bresk stjórnvöld til þess að gera miklu meira fyrir flóttafólk, sem undanfarið hefur streymt til Evrópu frá Sýrlandi, Afganistan, Erítreu og fleiri löndum. „Ég hef rætt við David Cameron forsætisráðherra og skorað á hann að taka afgerandi forystu á heimsvísu og mannúðlega forystu vegna þess að Bretland hefur líka haft ávinning af innflytjendum og fólksflutningum,“ sagði Ban í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina ITV. Bretar hafa verið meðal þeirra Evrópuþjóða, sem einna tregastar hafa verið við að taka við flóttafólki. Á mánudaginn skýrði Cameron þó frá því að á næstu árum muni Bretar taka við allt að 20 þúsundum af þeim sýrlensku flóttamönnum, sem komnir eru til Evrópu. Evrópusambandið hefur kynnt áætlun um að aðildarríki þess muni taka við 160 þúsund flóttamönnum, en í gær sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, að þessi áætlun væri aðeins dropi í hafið. Ef menn vilji vera kurteisir, þá sé reyndar hægt að segja þetta fyrsta skrefið. Hann sagði að nú þegar hafi 450 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands það sem af er árinu, en þýsk stjórnvöld reikna með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum nú í ár. Gabriel sagði að í ágústmánuði einum hafi 105 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands og 73 þúsund á fyrstu átta dögum septembermánaðar. Alls eru tugir þúsunda flóttamanna á ferðinni frá Grikklandi og Ítalíu norður eftir. Margir stefna til Þýskalands og margir vilja komast alla leið til Svíþjóðar, en Svíþjóð og Þýskaland hafa verið opnari en önnur Evrópuríki fyrir því að taka við flóttamönnum. Ungverjar hafa hins vegar mánuðum saman unnið að því að setja upp gaddavírsgirðingu meðfram landamærum Serbíu, og reikna nú með því að ljúka því verki í næsta mánuði. Flóttafólk í bænum Idomeni á Grikklandi, rétt sunnan landamæra Makedóníu, bíður þess í úrhelli að geta haldið áfram för sinni norður.NordicPhotos/AFP
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira