Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Leiknir - Fjölnir 2-3 | Fjölnir stal stigunum þremur Stefán Árni Pálsson á Leiknisvelli skrifar 13. september 2015 00:01 Það var hart barist á Leiknisvelli í dag. Vísir/Pjetur Fjölnir vann ótrúlegan sigur á Leikni í 19. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn fór 3-2 fyrir gestina og skoraði Kennie Chopart sigurmarkið á lokasekúndum leiksins.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á Fjölnisvöll í kvöld og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir ofan. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að allt var undir hjá Leiknismönnum sem börðust eins og ljón. Það voru aftur á móti Fjölnismenn sem gerðu fyrsta mark leiksins þegar Guðmundur Karl Guðmundsson þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig eftir um korters leik. Leiknismenn svöruðu markinu fullkomlega og gáfust alls ekki upp. Það var drengur á vellinum sem heitir Hilmar Árni Halldórsson og hann ætlaði sér ekki að tapa leiknum. Rétt eftir mark Fjölnis skaut hann boltanum í þverslána, stuttu eftir það jafnaði hann metin fyrir Leikni og nánast í næstu sókn eftir markið lagði hann upp fallegt mark hjá Kristjáni Páli Jónssyni. Allt í einu var staðan 2-1 fyrir Leikni. Lítið gerðist út fyrri hálfleikinn og var staðan 2-1 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og lítið gerðist fyrstu mínútur hálfleiksins. Leiknismenn ætluðu heldur betur að halda fengnum hlut og féllu alltof mikið til baka. Fjölnismenn unnu sig hægt og rólega í takt við leikinn og jöfnunarmarkið lág í loftinu. Guðmundur Karl Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin með fínu skoti á 83. mínútu leiksins. Allt leit út fyrir að leikurinn myndi fara jafnt en Kennie Chopart var á öðru máli og skoraði hann sigurmarkið á 94. mínútu leiksins og Leiknismenn að fá á sig enn eitt markið í uppbótartíma. Magnað alveg hreint og liðið fellur einfaldlega ef leikmenn Leiknis geta ekki haldið einbeitingu í 95 mínútur, svo einfalt er það. Niðurstaðan 3-2 sigur Fjölnis. Fjölnismenn fagna hér marki.Vísir/PjeturGuðmundur Karl: Loksins náðum við í þrjú stig „Það er bara glæsilegt að hafa landað þessum þremur stigum hér í dag,“ segir Guðmundur Karl Guðmundsson, eftir leikinn. „Það gerist heldur ekkert betra en að skorar sigurmarkið á lokamínútunni.“ Fjölnismenn skoruðu fyrsta mark leiksins en eftir það fengu þeir tvö mörk beint í andlitið. „Þeir komu bara sterkir til baka og við áttum í erfileikum með þá. Mér fannst við samt betri í seinni hálfleik og náðum að leysa þeirra leik vel.“ Guðmundur var ánægður með mörkin sín tvö í kvöld. „Mér líður alltaf vel á þessum velli, það er gaman að koma hingað og við mættum bara frábæru Leiknisliði.“ Hann segir að þessi þrjú stig hafi verið gríðarlega mikilvæg og loksins hafi liðið náð í þrjú stig. Davíð og Freyr, þjálfarar Leiknis.Vísir/PjeturDavíð: Þetta snýst um rangar ákvarðanatökur undir lokin „Við erum bara svekktir og áttum fullt af góðum köflum í þessum leik,“ segir Davíð Snorri Jónsson, annar þjálfari Leiknis, eftir leikinn. Leiknir fékk mark á sig í upphafi leiksins en komu vel til baka. „Við sýndum þá mjög góðan karakter og vorum að spila virkilega vel. Sá kafli skilaði okkur góðri forystu.“ Í síðari hálfleiknum féll Leiknisliðið of mikið til baka og ætluðu menn að halda fengnum hlut. „Okkur vantaði þá ákveðni sem var hjá liðinu í fyrri hálfleik og það gekk erfilega að halda boltanum innan liðsins. Það kemur oft fyrir að lið ætla sér að fara vernda einhverja forystu.“ Hann segir að liðið hafi þurft að vera meira yfirvegað. Sigurmark Fjölnis kom í uppbótartíma og það er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Leiknir fær á sig mark undir blálokin. „Leikmenn okkar eru í nægilega góðu formi. Menn eru bara að taka of oft rangar ákvarðanir. Við erum samt ekki búnir að gefast upp og næsti leikur er bara gegn Fylki og þá ætlum við okkur sigur.“Ágúst í leiknum í kvöld.Vísir/PjeturÁgúst: Gott að sjá boltann í netinu undir lokin „Það var kominn tími til að við snérum þessum gengi við, það voru komin fjögur jafntefli í röð hjá okkur,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum búnir að fara vel yfir okkar leik fyrir leikinn í kvöld og það var mjög sætt að sjá boltann í netinu undir lokin.“ Hann segir að liðið hafi fengið á sig tvö klaufaleg mörk. „Við vorum undir í hálfleik og það var bara sanngjarnt. Við komum síðan ákveðir út í síðari hálfleikinn, sýndum þolinmæði og náðum að snúa töpuðum leik í sigur undir lokin.“ Ágúst segir að Leiknismenn hafi sýnt gríðarlega stórt hjarta í leiknum í kvöld. „Þeir gerðu allt til að ná í þrjú stig en við sýndum karakter undir lokin og ég er gríðarlega ánægður með mína menn. Þetta mun vissulega hjálpa okkur til að ná markmiðum okkar.“vísir/pjetur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Fjölnir vann ótrúlegan sigur á Leikni í 19. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn fór 3-2 fyrir gestina og skoraði Kennie Chopart sigurmarkið á lokasekúndum leiksins.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á Fjölnisvöll í kvöld og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir ofan. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að allt var undir hjá Leiknismönnum sem börðust eins og ljón. Það voru aftur á móti Fjölnismenn sem gerðu fyrsta mark leiksins þegar Guðmundur Karl Guðmundsson þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig eftir um korters leik. Leiknismenn svöruðu markinu fullkomlega og gáfust alls ekki upp. Það var drengur á vellinum sem heitir Hilmar Árni Halldórsson og hann ætlaði sér ekki að tapa leiknum. Rétt eftir mark Fjölnis skaut hann boltanum í þverslána, stuttu eftir það jafnaði hann metin fyrir Leikni og nánast í næstu sókn eftir markið lagði hann upp fallegt mark hjá Kristjáni Páli Jónssyni. Allt í einu var staðan 2-1 fyrir Leikni. Lítið gerðist út fyrri hálfleikinn og var staðan 2-1 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og lítið gerðist fyrstu mínútur hálfleiksins. Leiknismenn ætluðu heldur betur að halda fengnum hlut og féllu alltof mikið til baka. Fjölnismenn unnu sig hægt og rólega í takt við leikinn og jöfnunarmarkið lág í loftinu. Guðmundur Karl Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin með fínu skoti á 83. mínútu leiksins. Allt leit út fyrir að leikurinn myndi fara jafnt en Kennie Chopart var á öðru máli og skoraði hann sigurmarkið á 94. mínútu leiksins og Leiknismenn að fá á sig enn eitt markið í uppbótartíma. Magnað alveg hreint og liðið fellur einfaldlega ef leikmenn Leiknis geta ekki haldið einbeitingu í 95 mínútur, svo einfalt er það. Niðurstaðan 3-2 sigur Fjölnis. Fjölnismenn fagna hér marki.Vísir/PjeturGuðmundur Karl: Loksins náðum við í þrjú stig „Það er bara glæsilegt að hafa landað þessum þremur stigum hér í dag,“ segir Guðmundur Karl Guðmundsson, eftir leikinn. „Það gerist heldur ekkert betra en að skorar sigurmarkið á lokamínútunni.“ Fjölnismenn skoruðu fyrsta mark leiksins en eftir það fengu þeir tvö mörk beint í andlitið. „Þeir komu bara sterkir til baka og við áttum í erfileikum með þá. Mér fannst við samt betri í seinni hálfleik og náðum að leysa þeirra leik vel.“ Guðmundur var ánægður með mörkin sín tvö í kvöld. „Mér líður alltaf vel á þessum velli, það er gaman að koma hingað og við mættum bara frábæru Leiknisliði.“ Hann segir að þessi þrjú stig hafi verið gríðarlega mikilvæg og loksins hafi liðið náð í þrjú stig. Davíð og Freyr, þjálfarar Leiknis.Vísir/PjeturDavíð: Þetta snýst um rangar ákvarðanatökur undir lokin „Við erum bara svekktir og áttum fullt af góðum köflum í þessum leik,“ segir Davíð Snorri Jónsson, annar þjálfari Leiknis, eftir leikinn. Leiknir fékk mark á sig í upphafi leiksins en komu vel til baka. „Við sýndum þá mjög góðan karakter og vorum að spila virkilega vel. Sá kafli skilaði okkur góðri forystu.“ Í síðari hálfleiknum féll Leiknisliðið of mikið til baka og ætluðu menn að halda fengnum hlut. „Okkur vantaði þá ákveðni sem var hjá liðinu í fyrri hálfleik og það gekk erfilega að halda boltanum innan liðsins. Það kemur oft fyrir að lið ætla sér að fara vernda einhverja forystu.“ Hann segir að liðið hafi þurft að vera meira yfirvegað. Sigurmark Fjölnis kom í uppbótartíma og það er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Leiknir fær á sig mark undir blálokin. „Leikmenn okkar eru í nægilega góðu formi. Menn eru bara að taka of oft rangar ákvarðanir. Við erum samt ekki búnir að gefast upp og næsti leikur er bara gegn Fylki og þá ætlum við okkur sigur.“Ágúst í leiknum í kvöld.Vísir/PjeturÁgúst: Gott að sjá boltann í netinu undir lokin „Það var kominn tími til að við snérum þessum gengi við, það voru komin fjögur jafntefli í röð hjá okkur,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum búnir að fara vel yfir okkar leik fyrir leikinn í kvöld og það var mjög sætt að sjá boltann í netinu undir lokin.“ Hann segir að liðið hafi fengið á sig tvö klaufaleg mörk. „Við vorum undir í hálfleik og það var bara sanngjarnt. Við komum síðan ákveðir út í síðari hálfleikinn, sýndum þolinmæði og náðum að snúa töpuðum leik í sigur undir lokin.“ Ágúst segir að Leiknismenn hafi sýnt gríðarlega stórt hjarta í leiknum í kvöld. „Þeir gerðu allt til að ná í þrjú stig en við sýndum karakter undir lokin og ég er gríðarlega ánægður með mína menn. Þetta mun vissulega hjálpa okkur til að ná markmiðum okkar.“vísir/pjetur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki