Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. september 2015 20:13 Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins. vísir/daníel ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur.Heimir Guðjónsson þjálfari FH viðurkenndi að hann hafi séð Kassim Doumbia verja boltann með hendi en hann sá ekki að boltinn var þegar kominn inn í markið. „Þar sem ég stóð sýndist mér þetta vera hendi á Kassim en ég ætla ekki að vera 100% öruggur fyrr en ég sé það í sjónvarpi,“ sagði Heimir.Ásmundur Arnarsson þjálfari ÍBV vildi sem minnst tjá sig um atvikið en sagði þó ótrúlegt að ekki hafi verið dæmt annað hvort mark eða vítaspyrna. „Verður maður ekki bara að segja no comment og tala um eitthvað annað en dómarann í þessu? Þetta er sjokkerandi. Það er ótrúlegt að enginn í dómarateyminu sjái þetta,“ sagði Ásmundur sem sagði að auki að þetta og vítaspyrna FH hafi ráðið úrslitum í leiknum. „Við gefum þeim fínan leik en þetta augnablik og auðveld vítaspyrna hinum megin þar sem dómarinn er fljótur að dæma þó hendurnar séu alveg upp við líkamann af hálfs meters færi. Þetta eru augnablik sem taka vopnin úr okkar höndum og leikurinn fjarar út.“ Boltinn fer af Hafsteini Briem og yfir línuna þar sem Kassim slær boltann út. Hafsteinn hefði augljóslega viljað fá markið sitt skráð eða í það minnsta vítaspyrnu og rautt spjald á Kassim en erfði þetta þó ekki við Þórodd dómara. „Ég hefði viljað sjá eitthvað spjald og mark eða víti,“ sagði Hafsteinn. „Mér fannst boltinn fara af hausnum á mér og þegar ég lít til baka þá stefnir boltinn inn. Mér finnst Kassim setja höndina út og hausinn með. Svo talaði ég við Þórodd og hann segist ekki sjá þetta. „Ég skil það alveg. Það voru margir þarna í kring en aðstoðardómarinn á að geta séð þetta. Þetta er mjög súrt. „Þetta er hlutur sem þarf að falla með þér ef þú ætlar að fá eitthvað út úr leik gegn FH á Kaplakrika,“ sagði Hafsteinn. Í þessu atviki féll heppnin með FH og gæti einhver sagt að dómaramistök jafni sig út því FH-ingar muna enn vel eftir 4. október 2014 þegar Stjarnan fékk ólölegt mark skráð í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Það er þó væntanlega engin huggun fyrir lið ÍBV sem er í bullandi fallbaráttu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur.Heimir Guðjónsson þjálfari FH viðurkenndi að hann hafi séð Kassim Doumbia verja boltann með hendi en hann sá ekki að boltinn var þegar kominn inn í markið. „Þar sem ég stóð sýndist mér þetta vera hendi á Kassim en ég ætla ekki að vera 100% öruggur fyrr en ég sé það í sjónvarpi,“ sagði Heimir.Ásmundur Arnarsson þjálfari ÍBV vildi sem minnst tjá sig um atvikið en sagði þó ótrúlegt að ekki hafi verið dæmt annað hvort mark eða vítaspyrna. „Verður maður ekki bara að segja no comment og tala um eitthvað annað en dómarann í þessu? Þetta er sjokkerandi. Það er ótrúlegt að enginn í dómarateyminu sjái þetta,“ sagði Ásmundur sem sagði að auki að þetta og vítaspyrna FH hafi ráðið úrslitum í leiknum. „Við gefum þeim fínan leik en þetta augnablik og auðveld vítaspyrna hinum megin þar sem dómarinn er fljótur að dæma þó hendurnar séu alveg upp við líkamann af hálfs meters færi. Þetta eru augnablik sem taka vopnin úr okkar höndum og leikurinn fjarar út.“ Boltinn fer af Hafsteini Briem og yfir línuna þar sem Kassim slær boltann út. Hafsteinn hefði augljóslega viljað fá markið sitt skráð eða í það minnsta vítaspyrnu og rautt spjald á Kassim en erfði þetta þó ekki við Þórodd dómara. „Ég hefði viljað sjá eitthvað spjald og mark eða víti,“ sagði Hafsteinn. „Mér fannst boltinn fara af hausnum á mér og þegar ég lít til baka þá stefnir boltinn inn. Mér finnst Kassim setja höndina út og hausinn með. Svo talaði ég við Þórodd og hann segist ekki sjá þetta. „Ég skil það alveg. Það voru margir þarna í kring en aðstoðardómarinn á að geta séð þetta. Þetta er mjög súrt. „Þetta er hlutur sem þarf að falla með þér ef þú ætlar að fá eitthvað út úr leik gegn FH á Kaplakrika,“ sagði Hafsteinn. Í þessu atviki féll heppnin með FH og gæti einhver sagt að dómaramistök jafni sig út því FH-ingar muna enn vel eftir 4. október 2014 þegar Stjarnan fékk ólölegt mark skráð í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Það er þó væntanlega engin huggun fyrir lið ÍBV sem er í bullandi fallbaráttu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki