Véfréttin á Bessastöðum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 15. september 2015 07:00 Svo virðist sem Ólafur Ragnar sé lenging (við Íslendingar höfum ekki gaman af styttingum) á enska orðinu oracle, það er að segja véfrétt. Eins og við vitum báru menn allar meiriháttar ákvarðanir undir véfréttina í Delfí í Grikklandi hinu forna. Hún stóð í eiturgufum og talaði í óráði svo skáldlegt ímyndunarafl þurfti til að túlka svar hennar. Við Íslendingar búum svo vel að forseti vor getur gert þetta sama allsgáður. Þessi skemmtan sem þjóðin hefur af því að rífast um hvað Ólafur Ragnar segir er ágætis dægrastytting, en hún gefur þó til kynna að þjóðin sé orðin löt og ráðalaus. Hún veit ekki hvað hún vill fyrr en hún veit hvað forsetinn vill. Hún vill ekki ríða á vaðið heldur bíða bara úrslita einsog lífið sé endalaust Eurovision eða knattspyrnuleikur. En það má ekki gleymast að áður en maður tekur við einhverjum leiðbeiningum, skipunum eða skilaboðum er betra að þekkja sjálfan sig, vita hvaðan komið er og hvert vilji stendur til að fara. Ég er ekkert viss um að okkar þjóð viti þetta nú á tímum þegar öll umræðan og ákvarðanir um hana byggjast aðallega á því hvað sé gróðavænlegast. Tal sem ekki er stutt með gróðatölum þykir óábyrgt. En Excel segir þér ekkert um það hver þú ert. Ödipus skildi alveg skilaboðin frá véfréttinni sem sagði að hann ætti eftir að drepa föður sinn og gilja móður sína. Hann vissi bara ekki hver hann var og hvert hann ætti að halda og því fór sem fór. Það er vissulega gaman að spyrja Ólaf Ragnar og geta svo rifist um það hvað hann var að segja. En þjóðin mætti alveg spyrja sjálfa sig hvort hún viti hvaðan hún kemur, hver hún er og hvort hún viti hvert hún vill fara. Eða vill hún kannski vaða blind af græðgi og óafvitandi áleiðis í föðurvígin og sifjaspellið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Svo virðist sem Ólafur Ragnar sé lenging (við Íslendingar höfum ekki gaman af styttingum) á enska orðinu oracle, það er að segja véfrétt. Eins og við vitum báru menn allar meiriháttar ákvarðanir undir véfréttina í Delfí í Grikklandi hinu forna. Hún stóð í eiturgufum og talaði í óráði svo skáldlegt ímyndunarafl þurfti til að túlka svar hennar. Við Íslendingar búum svo vel að forseti vor getur gert þetta sama allsgáður. Þessi skemmtan sem þjóðin hefur af því að rífast um hvað Ólafur Ragnar segir er ágætis dægrastytting, en hún gefur þó til kynna að þjóðin sé orðin löt og ráðalaus. Hún veit ekki hvað hún vill fyrr en hún veit hvað forsetinn vill. Hún vill ekki ríða á vaðið heldur bíða bara úrslita einsog lífið sé endalaust Eurovision eða knattspyrnuleikur. En það má ekki gleymast að áður en maður tekur við einhverjum leiðbeiningum, skipunum eða skilaboðum er betra að þekkja sjálfan sig, vita hvaðan komið er og hvert vilji stendur til að fara. Ég er ekkert viss um að okkar þjóð viti þetta nú á tímum þegar öll umræðan og ákvarðanir um hana byggjast aðallega á því hvað sé gróðavænlegast. Tal sem ekki er stutt með gróðatölum þykir óábyrgt. En Excel segir þér ekkert um það hver þú ert. Ödipus skildi alveg skilaboðin frá véfréttinni sem sagði að hann ætti eftir að drepa föður sinn og gilja móður sína. Hann vissi bara ekki hver hann var og hvert hann ætti að halda og því fór sem fór. Það er vissulega gaman að spyrja Ólaf Ragnar og geta svo rifist um það hvað hann var að segja. En þjóðin mætti alveg spyrja sjálfa sig hvort hún viti hvaðan hún kemur, hver hún er og hvort hún viti hvert hún vill fara. Eða vill hún kannski vaða blind af græðgi og óafvitandi áleiðis í föðurvígin og sifjaspellið?
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun