Jordan Spieth bjartsýnn á gott gengi á BMW meistaramótinu 16. september 2015 16:15 Spieth ætlar sér stóra hluti um helgina. Getty Þrátt fyrir að hafa misst af niðurskurðinum í síðustu tveimur mótum á PGA-mótaröðinni og að hafa fallið úr efsta sæti heimslistans er Jordan Spieth bjartsýnn fyrir komandi átök á BMW meistaramótinu. Mótið er það þriðja í röðinni af fjórum í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar og aðeins 70 stigahæstu kylfingar hennar hafa þátttökurétt í mótinu, en á næstu tveimur vikum munu þessir kylfingar skipta með sér sjö milljörðum króna í verðlaunafé og því er óhætt að segja að pressan á hverju höggi sé mikil. Leikið er á Conway Farms vellinum í Illinois en Spieth sagði við fréttamenn eftir æfingahringinn í gær að hann væri ekkert að stressa sig yfir slæmu gengi á undanförnum vikum. „Sumir eiga tvo slæma daga í röð í vinnunni og ég er engin undantekning. Mér líður samt vel núna og ég ætla mér að gera betur um helgina, ég er allavega fullur sjálfstrausts.“ Spieth leikur með Jason Day og Rickie Fowler í holli fyrstu tvo hringina en bein útsending frá mótinu hefst á morgun á Golfstöðinni klukkan 19:00. Golf Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa misst af niðurskurðinum í síðustu tveimur mótum á PGA-mótaröðinni og að hafa fallið úr efsta sæti heimslistans er Jordan Spieth bjartsýnn fyrir komandi átök á BMW meistaramótinu. Mótið er það þriðja í röðinni af fjórum í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar og aðeins 70 stigahæstu kylfingar hennar hafa þátttökurétt í mótinu, en á næstu tveimur vikum munu þessir kylfingar skipta með sér sjö milljörðum króna í verðlaunafé og því er óhætt að segja að pressan á hverju höggi sé mikil. Leikið er á Conway Farms vellinum í Illinois en Spieth sagði við fréttamenn eftir æfingahringinn í gær að hann væri ekkert að stressa sig yfir slæmu gengi á undanförnum vikum. „Sumir eiga tvo slæma daga í röð í vinnunni og ég er engin undantekning. Mér líður samt vel núna og ég ætla mér að gera betur um helgina, ég er allavega fullur sjálfstrausts.“ Spieth leikur með Jason Day og Rickie Fowler í holli fyrstu tvo hringina en bein útsending frá mótinu hefst á morgun á Golfstöðinni klukkan 19:00.
Golf Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira