Læknisskoðun að baki hjá Jóni Arnóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2015 22:28 Jón Arnór keyrir á spænska risann Pau Gasol í leik gegn Spánverjum á EM í Berlín. Vísir/Valli Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og nýjasti liðsmaður Valencia Basket Club, er mættur til spænsku borgarinnar á austurströnd Spánar. Hann gekkst undir allsherjar læknisskoðun hjá félaginu í dag þar sem hann var myndaður í bak og fyrir auk þess sem hann gekkst undir þolpróf. Jón Arnór, sem fór á kostum með karlalandsliðinu á Evrópumótinu í Berlín, sagði í samtali við Vísi í kvöld að skoðunin hefði gengið vel. Nú tæki við einn frídagur á morgun áður en hann æfir með nýjum liðsfélögum sínum á föstudag. „Ég fékk einn aukafrídag,“ sagði Jón Arnór sem kenndi sér aðeins í hægra hné eftir tapið gegn Ítölum í hörkuleik í Berlín. Meiðslin höfðu þó lítil áhrif á frammistöðu hans gegn Serbum og Tyrkjum.Jón Arnór spilaði fimm leiki á sex dögum með íslenska landsliðinu á EM í Berlín og fór á kostum.Vísir/ValliSmá bólga og vökvi - ekkert alvarlegt „Það þurfti aðeins að sprauta í hnéð,“ sagði Jón Arnór sem fór í segulómskoðun vegna meiðslanna. Þar fékkst staðfest að ekkert alvarlegt væri á ferðinni heldur myndaðist aðeins bólga og vökvi vegna núnings hnéskeljar við brjóskið. Jón Arnór hélt utan til Valencia í gær og hitti þá nýju liðsfélagana. Jón Arnór þekkir ágætlega til í Valencia en hann samdi við félagið, sem þá hét Pamesa Valencia, til þriggja ára sumarið 2006. Hann átti þó erfitt uppdráttar þar meðal annars vegna meiðsla á ökkla sem hann varð fyrir í landsleik og yfirgaf félagið í febrúar 2007. Landsliðsmaðurinn samdi til þriggja mánaða við spænska félagið en telja má afar líklegt að félagið vlji tryggja sér þjónustu hans til lengri tíma áður en langt um líður. Jón Arnór var kjörinn íþróttamaður ársins í janúar síðastliðnum en hann leikur nú með ellefta liði sínu á fjórtán ára atvinnumannaferli.Að neðan má sjá Jón Arnór í læknisskoðuninni í dag.Le presentaremos el viernes en el KM.0 del “Circuit 5K Jardí del Túria”. Tramo 11 bajo puente Ángel Custodio. ¿Te...Posted by Valencia Basket Club on Wednesday, September 16, 2015 EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór semur við Valencia Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni. 10. september 2015 22:41 Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og nýjasti liðsmaður Valencia Basket Club, er mættur til spænsku borgarinnar á austurströnd Spánar. Hann gekkst undir allsherjar læknisskoðun hjá félaginu í dag þar sem hann var myndaður í bak og fyrir auk þess sem hann gekkst undir þolpróf. Jón Arnór, sem fór á kostum með karlalandsliðinu á Evrópumótinu í Berlín, sagði í samtali við Vísi í kvöld að skoðunin hefði gengið vel. Nú tæki við einn frídagur á morgun áður en hann æfir með nýjum liðsfélögum sínum á föstudag. „Ég fékk einn aukafrídag,“ sagði Jón Arnór sem kenndi sér aðeins í hægra hné eftir tapið gegn Ítölum í hörkuleik í Berlín. Meiðslin höfðu þó lítil áhrif á frammistöðu hans gegn Serbum og Tyrkjum.Jón Arnór spilaði fimm leiki á sex dögum með íslenska landsliðinu á EM í Berlín og fór á kostum.Vísir/ValliSmá bólga og vökvi - ekkert alvarlegt „Það þurfti aðeins að sprauta í hnéð,“ sagði Jón Arnór sem fór í segulómskoðun vegna meiðslanna. Þar fékkst staðfest að ekkert alvarlegt væri á ferðinni heldur myndaðist aðeins bólga og vökvi vegna núnings hnéskeljar við brjóskið. Jón Arnór hélt utan til Valencia í gær og hitti þá nýju liðsfélagana. Jón Arnór þekkir ágætlega til í Valencia en hann samdi við félagið, sem þá hét Pamesa Valencia, til þriggja ára sumarið 2006. Hann átti þó erfitt uppdráttar þar meðal annars vegna meiðsla á ökkla sem hann varð fyrir í landsleik og yfirgaf félagið í febrúar 2007. Landsliðsmaðurinn samdi til þriggja mánaða við spænska félagið en telja má afar líklegt að félagið vlji tryggja sér þjónustu hans til lengri tíma áður en langt um líður. Jón Arnór var kjörinn íþróttamaður ársins í janúar síðastliðnum en hann leikur nú með ellefta liði sínu á fjórtán ára atvinnumannaferli.Að neðan má sjá Jón Arnór í læknisskoðuninni í dag.Le presentaremos el viernes en el KM.0 del “Circuit 5K Jardí del Túria”. Tramo 11 bajo puente Ángel Custodio. ¿Te...Posted by Valencia Basket Club on Wednesday, September 16, 2015
EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór semur við Valencia Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni. 10. september 2015 22:41 Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Jón Arnór semur við Valencia Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni. 10. september 2015 22:41
Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13
Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31