„Hvað er málið með þennan númer átta?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2015 23:10 Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson hlusta á stúkuna óma, syngjandi Ferðalok, að loknu tapinu gegn Tyrkjum í Berlín. Vísir/Valli Jón Arnór Stefánsson minnist Evrópumótsins í körfubolta í Berlín af mikilli gleði og þakklæti. Leikmönnum liðsins var tíðrætt um hve mjög þeir nutu verunnar í Þýskalandi og nú, rúmri viku eftir lokaleik liðsins gegn Tyrkjum, er greinilegt að Jón Arnór er í skýjunum með hvernig til tókst. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa þetta með þessu liði. Ekki bara strákunum heldur læknateyminu, sjúkraþjálfaranum, stjórninni og öllum í kringum landsliðið.“ Um eitt þúsund stuðningsmenn Íslands mættu til Berlínar og hvöttu okkar stráka með ráðum og dáðum. Jón Arnór segir liðsfélaga sína hjá Valencia strax hafa haft orð á því hve magnaður stuðningurinn var á leikjum íslenska liðsins.Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.Hlynur leggur hér boltann í körfuna í leiknum gegn Spánverjum í gær.Vísir/ValliSpænsk goðsögn vill Hlyn í spænsku deildina „Þeim fannst þetta ótrúlegt,“ segir Jón Arnór. Landsliðið hafi sömuleiðis unnið sér inn virðingu hjá stuðningsfólki og leikmönnum víða. Á Spáni hafi allir tekið eftir þeim enda liðið í sama riðli og Ísland. Spánverjar leika einmitt til úrslita á EM á morgun. „Rafa Martinez (reynslubolti hjá Valencia) spurði hvað væri eiginlega málið með þennan númer átta?“ segir Jón Arnór hlæjandi. Hlynur Bæringsson er sá er um ræðir en Borgnesingurinn veitti stóru köllunum undir körfunni í hinum liðunum mikla keppni og hirti hvert frákastið á fætur öðru þrátt fyrir að vera höfðinu lægri en risar mótherjanna. „Þessi gæi á að spila á Spáni,“ hefur Jón Arnór eftir Martinez liðsfélaga sínum.Að neðan má sjá þegar Jón Arnór var kynntur til leiks hjá Valencia BC í dag.Presentación Jon StefanssonJON STEFANSSON PRESENTADO EN EL CIRCUIT 5KCAS | “Mi juego no ha cambiado pero ahora es más sólido”http://bit.ly/1F6mV4JVAL | “El meu joc no ha canviat però ara és més sòlid”http://bit.ly/1QLrGlaENG | "My game is not different, is just more solid"Posted by Valencia Basket Club on Friday, September 18, 2015 EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór semur við Valencia Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni. 10. september 2015 22:41 Hörður Axel skorar á eldri leikmenn landsliðsins Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, skrifaði stuttan en skemmtilegan pistil á Facebook-síðu sinni eftir helgina þar sem hann skorar á eldri leikmenn landsliðsins að taka þátt í næstu undankeppni. 16. september 2015 12:55 Læknisskoðun að baki hjá Jóni Arnóri Ballið er byrjað hjá landsliðsmanninum í Valencia. 16. september 2015 22:28 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson minnist Evrópumótsins í körfubolta í Berlín af mikilli gleði og þakklæti. Leikmönnum liðsins var tíðrætt um hve mjög þeir nutu verunnar í Þýskalandi og nú, rúmri viku eftir lokaleik liðsins gegn Tyrkjum, er greinilegt að Jón Arnór er í skýjunum með hvernig til tókst. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa þetta með þessu liði. Ekki bara strákunum heldur læknateyminu, sjúkraþjálfaranum, stjórninni og öllum í kringum landsliðið.“ Um eitt þúsund stuðningsmenn Íslands mættu til Berlínar og hvöttu okkar stráka með ráðum og dáðum. Jón Arnór segir liðsfélaga sína hjá Valencia strax hafa haft orð á því hve magnaður stuðningurinn var á leikjum íslenska liðsins.Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.Hlynur leggur hér boltann í körfuna í leiknum gegn Spánverjum í gær.Vísir/ValliSpænsk goðsögn vill Hlyn í spænsku deildina „Þeim fannst þetta ótrúlegt,“ segir Jón Arnór. Landsliðið hafi sömuleiðis unnið sér inn virðingu hjá stuðningsfólki og leikmönnum víða. Á Spáni hafi allir tekið eftir þeim enda liðið í sama riðli og Ísland. Spánverjar leika einmitt til úrslita á EM á morgun. „Rafa Martinez (reynslubolti hjá Valencia) spurði hvað væri eiginlega málið með þennan númer átta?“ segir Jón Arnór hlæjandi. Hlynur Bæringsson er sá er um ræðir en Borgnesingurinn veitti stóru köllunum undir körfunni í hinum liðunum mikla keppni og hirti hvert frákastið á fætur öðru þrátt fyrir að vera höfðinu lægri en risar mótherjanna. „Þessi gæi á að spila á Spáni,“ hefur Jón Arnór eftir Martinez liðsfélaga sínum.Að neðan má sjá þegar Jón Arnór var kynntur til leiks hjá Valencia BC í dag.Presentación Jon StefanssonJON STEFANSSON PRESENTADO EN EL CIRCUIT 5KCAS | “Mi juego no ha cambiado pero ahora es más sólido”http://bit.ly/1F6mV4JVAL | “El meu joc no ha canviat però ara és més sòlid”http://bit.ly/1QLrGlaENG | "My game is not different, is just more solid"Posted by Valencia Basket Club on Friday, September 18, 2015
EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór semur við Valencia Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni. 10. september 2015 22:41 Hörður Axel skorar á eldri leikmenn landsliðsins Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, skrifaði stuttan en skemmtilegan pistil á Facebook-síðu sinni eftir helgina þar sem hann skorar á eldri leikmenn landsliðsins að taka þátt í næstu undankeppni. 16. september 2015 12:55 Læknisskoðun að baki hjá Jóni Arnóri Ballið er byrjað hjá landsliðsmanninum í Valencia. 16. september 2015 22:28 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Sjá meira
Jón Arnór semur við Valencia Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni. 10. september 2015 22:41
Hörður Axel skorar á eldri leikmenn landsliðsins Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, skrifaði stuttan en skemmtilegan pistil á Facebook-síðu sinni eftir helgina þar sem hann skorar á eldri leikmenn landsliðsins að taka þátt í næstu undankeppni. 16. september 2015 12:55
Læknisskoðun að baki hjá Jóni Arnóri Ballið er byrjað hjá landsliðsmanninum í Valencia. 16. september 2015 22:28