Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. september 2015 13:58 Sýrlenskir flóttamenn í Makedóníu. vísir/getty Fólk í Nýja-Sjálandi og Bretlandi hefur fylgt fordæmi Íslendinga og kallað eftir því að ráðamenn í löndum sínum taki við fleira flóttafólki. Áskorun til stjórnvalda, undir yfirskriftinni Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar, hófst á sunnudagskvöld. Tugir þúsunda hafa skrifað undir áskoranir þess efnis. Í Bretlandi hófst undirskriftarsöfnun í gær og hafa 40.000 skrifað undir hana nú þegar. Söfnunin fór af stað skömmu eftir að mynd af þriggja ára drukknuðum sýrlenskum dreng var birt á forsíðu dagblaðsins Independent. „Bretar hafa ekki boðið nægilega mörgum hæli miðað við stærð og stöðu þjóðar sinnar samanborið við önnur Evrópulönd,“ segir í yfirlýsingu tengdri undirskrifasöfnuninni. „Við getum ekki látið það gerast að flóttamenn, sem hafa hætt lífi sínu til að komast burt af stríðssvæðum og ofbeldi, séu látnir eiga sig í ömurlegum og ómannúðlegum aðstæðum víða um álfuna.“ Ljóst er að ríkisstjórnin mun þurfa að svara þeim sem standa að undirskriftasöfnuninni en ef 10.000 undirskriftir nást er það skilyrði. Safnist yfir 100.000 undirskriftir verður málið tekið til umræðu í þinginu. Innflytjendamál hafa löngum verið meðal eldfimari mála í breskri pólitík og ekki ljóst hvað ríkisstjórn David Cameron mun aðhafast. Íbúi í Nýja-Sjálandi hefur stofnað Facebook viðburð sem er áþekkur þeim sem settur var upp á Íslandi. Sá ber nafnið Dear Rt Hon John Key, Syria is Calling. Einnig hefur verið stofnaður hópur sem kallast Open homes – Open borders – We will host a refugee en rúmlega þúsund manns hafa lýst því yfir að þeir vilji taka við flóttafólki. Varla þarf að taka fram að Nýja-Sjáland er skrambi langt frá Sýrlandi og ljóst að flóttamannavandi í landinu er afar lítill. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi vill opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. 2. september 2015 20:45 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Fólk í Nýja-Sjálandi og Bretlandi hefur fylgt fordæmi Íslendinga og kallað eftir því að ráðamenn í löndum sínum taki við fleira flóttafólki. Áskorun til stjórnvalda, undir yfirskriftinni Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar, hófst á sunnudagskvöld. Tugir þúsunda hafa skrifað undir áskoranir þess efnis. Í Bretlandi hófst undirskriftarsöfnun í gær og hafa 40.000 skrifað undir hana nú þegar. Söfnunin fór af stað skömmu eftir að mynd af þriggja ára drukknuðum sýrlenskum dreng var birt á forsíðu dagblaðsins Independent. „Bretar hafa ekki boðið nægilega mörgum hæli miðað við stærð og stöðu þjóðar sinnar samanborið við önnur Evrópulönd,“ segir í yfirlýsingu tengdri undirskrifasöfnuninni. „Við getum ekki látið það gerast að flóttamenn, sem hafa hætt lífi sínu til að komast burt af stríðssvæðum og ofbeldi, séu látnir eiga sig í ömurlegum og ómannúðlegum aðstæðum víða um álfuna.“ Ljóst er að ríkisstjórnin mun þurfa að svara þeim sem standa að undirskriftasöfnuninni en ef 10.000 undirskriftir nást er það skilyrði. Safnist yfir 100.000 undirskriftir verður málið tekið til umræðu í þinginu. Innflytjendamál hafa löngum verið meðal eldfimari mála í breskri pólitík og ekki ljóst hvað ríkisstjórn David Cameron mun aðhafast. Íbúi í Nýja-Sjálandi hefur stofnað Facebook viðburð sem er áþekkur þeim sem settur var upp á Íslandi. Sá ber nafnið Dear Rt Hon John Key, Syria is Calling. Einnig hefur verið stofnaður hópur sem kallast Open homes – Open borders – We will host a refugee en rúmlega þúsund manns hafa lýst því yfir að þeir vilji taka við flóttafólki. Varla þarf að taka fram að Nýja-Sjáland er skrambi langt frá Sýrlandi og ljóst að flóttamannavandi í landinu er afar lítill.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi vill opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. 2. september 2015 20:45 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi vill opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. 2. september 2015 20:45
Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04
Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30