Faðir Aylan Kurdi: "Börnin mín voru fallegustu börn í heimi“ Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2015 18:32 Abdullah Kurdi missti eiginkonu sína og börn sín tvö eftir að bátnum hvolfdi. Vísir/AFP Faðir Aylan Kurdi, þriggja ára sýrlensks drengs sem drukknaði ásamt móður sinni og bróður við strendur Grikklands í gær, hefur lýst ferð fjölskyldunnar á flótta frá Sýrlandi fyrir blaðamanni BBC. Abdullah Kurdi, faðir Aylan, segir að fljótlega eftir að bátur þeirra sigldi frá ströndum Tyrklands í átt að grísku eynni Kos, hafi honum hvolft vegna mikils öldugangs og skipstjórinn synt í burtu. „Ég reyndi að bjarga börnum mínum og konu en vonin var engin. Þau dóu hvert á fætur öðru.“Holdgervingur ástandsinsFjölskyldan er ein þúsunda sýrlenskra fjölskyldna sem hafa lagt á flótta frá heimalandi sínu í von um betra líf. Þúsundir flóttamanna hafa látið lífið á leiðinni til Evrópu það sem af er ári. Myndir sem náðust af líki drengsins á strönd nærri Bodrum hafa sannarlega hreyft við heimsbyggðinni og hefur Aylan Kurdi orðið nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum.Fallegustu börn í heimi„Ég reyndi að stýra bátnum en önnur alda hvolfdi bátnum. Það var þá sem þetta gerðist,“ segir Kurdi. „Börnin mín voru fallegustu börn í heimi. Er til einhver í heiminum sem álítur ekki börn sín það verðmætasta í öllum heiminum? Börnin voru mögnuð. Þau vöktu mig á hverjum degi til að leika við mig. Hvað er fallegra en það? Allt er nú horfið. Nú myndi ég vilja sitja við gröf fjölskyldu minnar og syrgja,“ segir Abdullah í samtali við BBC.Líkunum flogið aftur til KobaneAylan, Galip, fimm ára bróðir Aylan, og móðir þeirra Rehan voru á meðal þeirra tólf Sýrlendinga sem fórust eftir að tveir bátar sigldu á leið frá Tyrklandi til Kos fyrr í vikunni. Lögregla í Tyrklandi hefur handtekið fjóra menn vegna dauða fólksins, en um er að ræða sýrlenska ríkisborgara á aldrinum 30 til 41. Aylan og fjölskylda hans komu frá bænum Kobane á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Í frétt BBC segir að lík fólksins verði nú flogið til Istanbúl og þaðan til Suruc áður en þau verða loks flutt til Kobane. Kanadíski þingmaðurinn Fin Donnelly hefur greint frá því að hann hafði lagt fram beiðni fyrir frænku bræðranna Alyan og Galip, Teema Kurdi, um að fjölskyldan fengi hæli í Kanada. Beiðni hennar var hafnað af starfsmönnum innflytjendastofnunar Kanada. Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Faðir Aylan Kurdi, þriggja ára sýrlensks drengs sem drukknaði ásamt móður sinni og bróður við strendur Grikklands í gær, hefur lýst ferð fjölskyldunnar á flótta frá Sýrlandi fyrir blaðamanni BBC. Abdullah Kurdi, faðir Aylan, segir að fljótlega eftir að bátur þeirra sigldi frá ströndum Tyrklands í átt að grísku eynni Kos, hafi honum hvolft vegna mikils öldugangs og skipstjórinn synt í burtu. „Ég reyndi að bjarga börnum mínum og konu en vonin var engin. Þau dóu hvert á fætur öðru.“Holdgervingur ástandsinsFjölskyldan er ein þúsunda sýrlenskra fjölskyldna sem hafa lagt á flótta frá heimalandi sínu í von um betra líf. Þúsundir flóttamanna hafa látið lífið á leiðinni til Evrópu það sem af er ári. Myndir sem náðust af líki drengsins á strönd nærri Bodrum hafa sannarlega hreyft við heimsbyggðinni og hefur Aylan Kurdi orðið nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum.Fallegustu börn í heimi„Ég reyndi að stýra bátnum en önnur alda hvolfdi bátnum. Það var þá sem þetta gerðist,“ segir Kurdi. „Börnin mín voru fallegustu börn í heimi. Er til einhver í heiminum sem álítur ekki börn sín það verðmætasta í öllum heiminum? Börnin voru mögnuð. Þau vöktu mig á hverjum degi til að leika við mig. Hvað er fallegra en það? Allt er nú horfið. Nú myndi ég vilja sitja við gröf fjölskyldu minnar og syrgja,“ segir Abdullah í samtali við BBC.Líkunum flogið aftur til KobaneAylan, Galip, fimm ára bróðir Aylan, og móðir þeirra Rehan voru á meðal þeirra tólf Sýrlendinga sem fórust eftir að tveir bátar sigldu á leið frá Tyrklandi til Kos fyrr í vikunni. Lögregla í Tyrklandi hefur handtekið fjóra menn vegna dauða fólksins, en um er að ræða sýrlenska ríkisborgara á aldrinum 30 til 41. Aylan og fjölskylda hans komu frá bænum Kobane á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Í frétt BBC segir að lík fólksins verði nú flogið til Istanbúl og þaðan til Suruc áður en þau verða loks flutt til Kobane. Kanadíski þingmaðurinn Fin Donnelly hefur greint frá því að hann hafði lagt fram beiðni fyrir frænku bræðranna Alyan og Galip, Teema Kurdi, um að fjölskyldan fengi hæli í Kanada. Beiðni hennar var hafnað af starfsmönnum innflytjendastofnunar Kanada.
Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30
Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45