UFC 191: Tekst Johnson að verja titilinn eina ferðina enn? Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. september 2015 20:00 Úr vigtuninni frá því í gær. Vísir/Getty UFC 191 fer fram í kvöld þar sem Demetrious Johnson ver fluguvigtartitil sinn gegn John Dodson. Þá munu hnefar fljúga þegar þungavigtarmennirnir Frank Mir og Andrei Arlovski mætast á þessu spennandi kvöldi. Þeir Demetrious Johnson og John Dodson mættust fyrst í janúar 2013. Þar fór meistarinn Johnson með sigur af hólmi í frábærum bardaga. Dodson tókst þó að slá meistarann þrívegis niður og hefur harma að hefna í kvöld.Sjá einnig: Gamli bardaginn – Demetrious Johnson gegn John Dodson Demetrious Johnson er einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Hann er stöðugt að bæta sig og virðist alltaf vera einu (eða nokkrum) skrefum á undan andstæðingum sínum. Dodson er þó sá sem hefur komist næst því að sigra Johnson. Það hafa því margir beðið eftir þessum bardaga af mikilli eftirvæntingu og loksins berjast þeir aftur í kvöld. Þetta verður viðburðarrík vika fyrir Dodson en auk þess að berjast um titil í kvöld eignaðist hann sitt fyrsta barn í vikunni. Hinir 36 ára gömlu Frank Mir og Andrei Arlovski mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Báðir hafa þeir endurvakið feril sinn eftir dapurt gengi. Nú er Arlovski mögulega einum bardaga frá titilbardaga sem þótti fráleit hugmynd fyrir tveimur árum síðan. Arlovski mun leitast eftir rothögginu en hann á flesta sigra eftir rothögg í sögu UFC eða níu talsins. Mir er aftur á móti hættulegri í gólfinu og er með níu sigra eftir uppgjafartök. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn John Dodson Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Frank Mir Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Jimi Manuwa Léttþungavigt: Jan Blachowicz gegn Corey Anderson Strávigt kvenna: Paige VanZant gegn Alex Chambers MMA Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
UFC 191 fer fram í kvöld þar sem Demetrious Johnson ver fluguvigtartitil sinn gegn John Dodson. Þá munu hnefar fljúga þegar þungavigtarmennirnir Frank Mir og Andrei Arlovski mætast á þessu spennandi kvöldi. Þeir Demetrious Johnson og John Dodson mættust fyrst í janúar 2013. Þar fór meistarinn Johnson með sigur af hólmi í frábærum bardaga. Dodson tókst þó að slá meistarann þrívegis niður og hefur harma að hefna í kvöld.Sjá einnig: Gamli bardaginn – Demetrious Johnson gegn John Dodson Demetrious Johnson er einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Hann er stöðugt að bæta sig og virðist alltaf vera einu (eða nokkrum) skrefum á undan andstæðingum sínum. Dodson er þó sá sem hefur komist næst því að sigra Johnson. Það hafa því margir beðið eftir þessum bardaga af mikilli eftirvæntingu og loksins berjast þeir aftur í kvöld. Þetta verður viðburðarrík vika fyrir Dodson en auk þess að berjast um titil í kvöld eignaðist hann sitt fyrsta barn í vikunni. Hinir 36 ára gömlu Frank Mir og Andrei Arlovski mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Báðir hafa þeir endurvakið feril sinn eftir dapurt gengi. Nú er Arlovski mögulega einum bardaga frá titilbardaga sem þótti fráleit hugmynd fyrir tveimur árum síðan. Arlovski mun leitast eftir rothögginu en hann á flesta sigra eftir rothögg í sögu UFC eða níu talsins. Mir er aftur á móti hættulegri í gólfinu og er með níu sigra eftir uppgjafartök. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn John Dodson Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Frank Mir Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Jimi Manuwa Léttþungavigt: Jan Blachowicz gegn Corey Anderson Strávigt kvenna: Paige VanZant gegn Alex Chambers
MMA Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira