Mazda hefur ekki undan að framleiða CX-3 Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2015 14:00 Mazda CX-3. Autoblog Litli jepplingurinn Mazda CX-3 hefu fengið frábærar móttökur frá því hann kom á markað í vor og hefur bæði selst vel hér á landi og um allan heim. Vandamál Mazda, sem margir aðrir bílaframleiðendur vildu einmitt hafa, er að geta ekki framleitt nógu mörg eintök af bílnum. Áætla er að um fjórðungur heimsframleiðslunnar verði í Evrópu og að 38.000 bílar seljist af honum þar á ári. Ef að eftirspurnin verður meiri en það verða til framleiðsluvandamál hjá Mazda, líkt og gerst hefur með fleiri bílgerðir Mazda undanfarið, t.d. Mazda CX-5. Mazda er byggður á sama undirvagni og Mazda2 fólksbíllinn, en er aðeins lengri og hærri. Hann má fá bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn, en það er ekki títt með smærri jepplinga nú til dags. Hann keppir í sama flokki og aðrir vinsælir jepplingar eins og Renault Captur, Peugeot 2008, Fiat 500X og Opel Mokka. Mazda CX-3 verður seldur í Bandaríkjunum, Asíu og Ástralíu auk heimalandsins Japan og í Evrópu. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent
Litli jepplingurinn Mazda CX-3 hefu fengið frábærar móttökur frá því hann kom á markað í vor og hefur bæði selst vel hér á landi og um allan heim. Vandamál Mazda, sem margir aðrir bílaframleiðendur vildu einmitt hafa, er að geta ekki framleitt nógu mörg eintök af bílnum. Áætla er að um fjórðungur heimsframleiðslunnar verði í Evrópu og að 38.000 bílar seljist af honum þar á ári. Ef að eftirspurnin verður meiri en það verða til framleiðsluvandamál hjá Mazda, líkt og gerst hefur með fleiri bílgerðir Mazda undanfarið, t.d. Mazda CX-5. Mazda er byggður á sama undirvagni og Mazda2 fólksbíllinn, en er aðeins lengri og hærri. Hann má fá bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn, en það er ekki títt með smærri jepplinga nú til dags. Hann keppir í sama flokki og aðrir vinsælir jepplingar eins og Renault Captur, Peugeot 2008, Fiat 500X og Opel Mokka. Mazda CX-3 verður seldur í Bandaríkjunum, Asíu og Ástralíu auk heimalandsins Japan og í Evrópu.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent