Stefnuræða Juncker: 120 þúsund flóttamönnum deilt milli aðildarríkja Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2015 09:53 Jean-Claude Juncker gagnrýndi fjölda aðildarríkja í ræðu sinni fyrir að gera ekki nóg þegar kemur að móttöku flóttafólks. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að sambandið muni ráðast í skjótar, staðfastar og umfangsmiklar aðgerðir til að bregðast við flóttamannavanda álfunnar. Juncker flutti árlega stefnuræðu sína í Evrópuþinginu í Strasbourg í morgun og voru málefni flóttamanna mest áberandi. Sagði hann að önnur mikilvæg mál á borð við efnahagsmálin og ástandið í Úkraínu verði að vissu leyti útundan þegar staðan sé svona. Samkvæmt tillögum framkvæmdastjórnarinnar stendur til að skipta 120 þúsund flóttamönnum til viðbótar milli aðildarríkja sambandsins og verði kvótarnir bindandi.Farage með frammíköllTugþúsundir flóttamanna, að stórum hluta Sýrlendingar, hafa lagt leið sína til aðildarríkja ESB á síðustu vikum, og hafa stjórnvöld í Ungverjalandi meðal annars verið vöruð við að búast megi við um 40 þúsund flóttamönnum til viðbótar til landsins fyrir lok vikunnar.Í frétt BBC kemur fram að breski Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage hafi verið með frammíköll þegar Juncker flutti ræðu sína, en Juncker þá svarað því til að athugasemdir hans væru einskis virði.Ráðherrar innflytjendamála funda á mánudagStjórnvöld í Þýskalandi hafa lýst yfir stuðningi við að sérstöku kvótakerfi varðandi móttöku flóttamanna verði komið á, en nokkur aðildarríki sambandsins eru því andsnúin. Á mánudaginn munu ráðherrar innflytjendamála sambandins funda og ákveða hvernig til standi að skipta þeim flóttamönnum sem nú hafast við í Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi milli aðildarríkjanna. Fyrri tillaga, sem lögð var fram í júní, var felld. Stjórnvöld í Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékklandi, Póllandi og Bretlandi hafa lýst yfir mótmælum með að þessi leið verði farin. „Ég vona virkilega að allir verði með í þetta skiptið. Við erum að ræða um manneskjur – ekki tölur. Nú styttist í veturinn. Viljum við virkilega sjá fólk sofandi á lestarstöðum og í köldum tjöldum,“ spurði Juncker. Í ræðu sinni lagði Juncker einnig áherslu á að til standi að herða gæslu á ytri landamærum sambandsins og efla leit að ólöglegum flóttamönnum.Milljónir Evrópubúa hafa áður lagst á flóttaJuncker lagði áherslu á að milljónir Evrópubúa hafi áður lagst á flótta, þar á meðal vegna ofsókna nasista fyrir og í og seinna stríði og vegna aðgerða Sovétmanna í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. Juncker hélt áfram og hrósaði Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon sérstaklega fyrir þátttöku sína í að taka á móti milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum ríkjum. Hann gagnrýndi hins vegar sum aðildarríki ESB sem hafa vísað á Brussel og hvert á annað og segja þau gera of lítið eða rangt. „Að kenna öðrum um gerir hins vegar lítið fyrir flóttafólkið, það er einungis sönnun þess að menn geta ekki tekist á við ástandið.“ Þingmenn ýmist klöppuðu eða mótmæltu þessum orðum Juncker. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að sambandið muni ráðast í skjótar, staðfastar og umfangsmiklar aðgerðir til að bregðast við flóttamannavanda álfunnar. Juncker flutti árlega stefnuræðu sína í Evrópuþinginu í Strasbourg í morgun og voru málefni flóttamanna mest áberandi. Sagði hann að önnur mikilvæg mál á borð við efnahagsmálin og ástandið í Úkraínu verði að vissu leyti útundan þegar staðan sé svona. Samkvæmt tillögum framkvæmdastjórnarinnar stendur til að skipta 120 þúsund flóttamönnum til viðbótar milli aðildarríkja sambandsins og verði kvótarnir bindandi.Farage með frammíköllTugþúsundir flóttamanna, að stórum hluta Sýrlendingar, hafa lagt leið sína til aðildarríkja ESB á síðustu vikum, og hafa stjórnvöld í Ungverjalandi meðal annars verið vöruð við að búast megi við um 40 þúsund flóttamönnum til viðbótar til landsins fyrir lok vikunnar.Í frétt BBC kemur fram að breski Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage hafi verið með frammíköll þegar Juncker flutti ræðu sína, en Juncker þá svarað því til að athugasemdir hans væru einskis virði.Ráðherrar innflytjendamála funda á mánudagStjórnvöld í Þýskalandi hafa lýst yfir stuðningi við að sérstöku kvótakerfi varðandi móttöku flóttamanna verði komið á, en nokkur aðildarríki sambandsins eru því andsnúin. Á mánudaginn munu ráðherrar innflytjendamála sambandins funda og ákveða hvernig til standi að skipta þeim flóttamönnum sem nú hafast við í Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi milli aðildarríkjanna. Fyrri tillaga, sem lögð var fram í júní, var felld. Stjórnvöld í Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékklandi, Póllandi og Bretlandi hafa lýst yfir mótmælum með að þessi leið verði farin. „Ég vona virkilega að allir verði með í þetta skiptið. Við erum að ræða um manneskjur – ekki tölur. Nú styttist í veturinn. Viljum við virkilega sjá fólk sofandi á lestarstöðum og í köldum tjöldum,“ spurði Juncker. Í ræðu sinni lagði Juncker einnig áherslu á að til standi að herða gæslu á ytri landamærum sambandsins og efla leit að ólöglegum flóttamönnum.Milljónir Evrópubúa hafa áður lagst á flóttaJuncker lagði áherslu á að milljónir Evrópubúa hafi áður lagst á flótta, þar á meðal vegna ofsókna nasista fyrir og í og seinna stríði og vegna aðgerða Sovétmanna í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. Juncker hélt áfram og hrósaði Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon sérstaklega fyrir þátttöku sína í að taka á móti milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum ríkjum. Hann gagnrýndi hins vegar sum aðildarríki ESB sem hafa vísað á Brussel og hvert á annað og segja þau gera of lítið eða rangt. „Að kenna öðrum um gerir hins vegar lítið fyrir flóttafólkið, það er einungis sönnun þess að menn geta ekki tekist á við ástandið.“ Þingmenn ýmist klöppuðu eða mótmæltu þessum orðum Juncker.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira