Caroline de Maigret fyrir Lancôme Ritstjórn skrifar 9. september 2015 11:00 Franska fyrirsætan og tískuíkonið Caroline de Maigret hefur hannað förðunarlínu fyrir Lancôme og er hún komin í verslanir hér heima, en beðið hefur verið eftir línunni með eftirvæntingu. Caroline er þekkt fyrir sinn áreynslulausa, franska stíl og ber línan greinilega þess merki. Litapallettan hentar öllum, hlýjir brúnir og fjólubláir tónar í augnskuggum í bland við nude og ekta Parísar rauða varaliti. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem förðunarmeistari Lancôme, Lisa Eldridge, farðar Caroline með nýju línunni.Bók Caroline, How To Be Parisian, sem hún skrifaði ásamt þeim Anne Berest, Audrey Diwan og Sophie Mas hefur slegið í gegn frá því að hún kom út árið 2013. Í þeirri bók má finna einföld og skemmtileg ráð hvernig þú getir fundið þína innri frönsku konu, en þær eru jú þekktar fyrir að vera einstaklega smekklegar. Caroline starfar einnig sem fyrirsæta og gekk meðal annars pallana fyrir Chanel í vetur.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Fegurð Mest lesið 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour Annálaðar fataáhugakonur selja úr fataskápnum Glamour Kim lét síða hárið fjúka Glamour Lupita Nyong´o glæsileg á forsíðu Vogue Glamour Nýjasta herferð Chanel er sú skrítnasta til þessa Glamour Brot af því besta frá New York Glamour Valdi leðurjakka og gallabuxur frekar en prinsessukjól Glamour Mæðgurnar Kim og North í stíl í Vetements Glamour 81 árs í auglýsingu Dolce&Gabbana Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour
Franska fyrirsætan og tískuíkonið Caroline de Maigret hefur hannað förðunarlínu fyrir Lancôme og er hún komin í verslanir hér heima, en beðið hefur verið eftir línunni með eftirvæntingu. Caroline er þekkt fyrir sinn áreynslulausa, franska stíl og ber línan greinilega þess merki. Litapallettan hentar öllum, hlýjir brúnir og fjólubláir tónar í augnskuggum í bland við nude og ekta Parísar rauða varaliti. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem förðunarmeistari Lancôme, Lisa Eldridge, farðar Caroline með nýju línunni.Bók Caroline, How To Be Parisian, sem hún skrifaði ásamt þeim Anne Berest, Audrey Diwan og Sophie Mas hefur slegið í gegn frá því að hún kom út árið 2013. Í þeirri bók má finna einföld og skemmtileg ráð hvernig þú getir fundið þína innri frönsku konu, en þær eru jú þekktar fyrir að vera einstaklega smekklegar. Caroline starfar einnig sem fyrirsæta og gekk meðal annars pallana fyrir Chanel í vetur.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Fegurð Mest lesið 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour Annálaðar fataáhugakonur selja úr fataskápnum Glamour Kim lét síða hárið fjúka Glamour Lupita Nyong´o glæsileg á forsíðu Vogue Glamour Nýjasta herferð Chanel er sú skrítnasta til þessa Glamour Brot af því besta frá New York Glamour Valdi leðurjakka og gallabuxur frekar en prinsessukjól Glamour Mæðgurnar Kim og North í stíl í Vetements Glamour 81 árs í auglýsingu Dolce&Gabbana Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour