Ítalir unnu Þjóðverja í framlengingu | Þriðja tap heimamanna í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 17:55 Dirk Nowitzki og félagar töpuðu þriðja leiknum í röð í kvöld. Vísir/Getty Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. Þjóðverjar voru yfir nær allan leikinn en tókst ekki að klára leikinn í venjulegum leiktíma og misstu síðan leikinn algjörlega frá sér í framlengingunni. Marco Belinelli skoraði fjórtán af sautján stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Ítalir fá nú úrslitaleik um sigurinn í riðlinum á móti Serbíu á morgun. Ítalska liðið er jafnframt komið áfram í sextán liða úrslitin eins og Serbía en barist verður um hin tvö lausu sætin á morgun. Danilo Gallinari lék einnig mjög vel með Ítölum en hann skoraði 25 stig og tók 9 fráköst. Gallinari skoraði sex stig í framlengingunni sem Ítalía vann 13-6. Dennis Schröder átti frábæran leik fram í framlenginguna þar sem hann gerði hver mistökin á fætur öðrum. Schröder endaði samt með 29 stig og 7 stoðsendingar. Dirk Nowitzki fékk líka tækifæri til að vera hetjan í lokin en klikkaði á hverju skotinu á fætur öðru og leit út fyrir að vera þreyttur og orkulaus. Þýskaland vann Ísland í fyrsta leik en hefur síðan tapað fyrir Serbíu, Tyrklandi og nú Ítalíu. Liðið þarf að vinna Spán á morgun til að komast áfram í átta liða úrslitin. Þjóðverjar byrjuðu leikinn mjög vel með Dennis Schröder í fararbroddi og voru komnir í 17-9 eftir sjö mínútna leik en á þeim tíma var Schröder búinn að skora jafnmikið og allt ítalska liðið til samans. Þýska liðið var 22-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann þótt að Dirk Nowitzki væri enn stigalaus en hann klikkaði á báðum skotum sínum fyrstu tíu mínútur leiksins. Dirk Nowitzki skoraði sex stig í öðrum leikhlutanum en það kom þó ekki í veg fyrir að Ítalir unnu sig inn í leikinn og jöfnuðu í 42-42 rétt fyrir hálfleik. Ítalir settu niður fimm þrista í öðrum leikhlutanum sem þeir unnu 25-20. Danilo Gallinari skoraði tvo af þristunum alveg eins og Pietro Aradori. Ítalir áttu þó Marco Belinelli inni en hann var stigalaus í fyrri hálfleiknum eftir 27 stiga skotsýningu sína á móti Spáni í gærkvöldi. Þýska liðið kom inn í seinni hálfleik staðráðið að taka aftur frumkvæðið og eftir aðeins fimm mínútna leik var kominn tíu stiga munur, 55-45, eftir góða körfu frá Dirk Nowitzki. Ítalir tókst að vinna sig aftur inn í leikinn með því að skora níu af næstu ellefu stigum og minnka muninn í þrjú stig, 57-54. Þýska liðið endaði þriðja leikhlutann hinsvegar betur og var fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 59-54. Þjóðverjar stálu boltanum í tvígang í upphafi og voru aftur komnir sjö stigum yfir, 63-56. Ítalir svöruðu með 7-0 spretti á aðeins 83 sekúndum og jöfnuðu með því leikinn í 63-64 þegar sjö mínútur voru eftir. Dennis Schröder var hinsvegar kominn aftur á gólfið og frábær stemningskarfa hans og víti í kaupbæti komu þýska liðinu í 66-63 og aftur á sporið. Marco Belinelli var ekki búinn að segja sitt síðasta og þegar hann smellti niður sínum þriðja þristi á fyrstu fimm mínútum fjórða leikhlutans kom þessi mikla skytta Ítalska liðinu yfir, 69-68. Lokamínúturnar voru æsispennandi, Þjóðverjar voru jafnan undan að skora en Ítalir jöfnuðu jafn harðann. Danilo Gallinari jafnaði metin í 76-76 þegar aðeins 3,6 sekúndur voru eftir og Dennis Schröder klikkaði á lokaskotinu og því varð að framlengja leikinn. Andrea Bargnani skoraði fyrstu körfuna í framlengingunni en Dirk Nowitzki svaraði strax. Ítalir voru áfram á undan að skora en misstu Andrea Bargnani af velli með fimm villur þegar 3:17 voru eftir. Danilo Gallinari kom svo Ítölum í 84-82 með frábærri skorara-körfu og Marco Belinelli bætti við þristi og kom muninum upp í fimm stig, 87-82, eftir að Ítalir nýttu sér það vel að Dennis Schröder lá meiddur í gólfinu hinum megin á vellinum. Marco Belinelli innsiglaði síðan sigurinn á vítalínunni og endaði með 14 stig í fjórða leikhluta og framlengingu. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira
Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. Þjóðverjar voru yfir nær allan leikinn en tókst ekki að klára leikinn í venjulegum leiktíma og misstu síðan leikinn algjörlega frá sér í framlengingunni. Marco Belinelli skoraði fjórtán af sautján stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Ítalir fá nú úrslitaleik um sigurinn í riðlinum á móti Serbíu á morgun. Ítalska liðið er jafnframt komið áfram í sextán liða úrslitin eins og Serbía en barist verður um hin tvö lausu sætin á morgun. Danilo Gallinari lék einnig mjög vel með Ítölum en hann skoraði 25 stig og tók 9 fráköst. Gallinari skoraði sex stig í framlengingunni sem Ítalía vann 13-6. Dennis Schröder átti frábæran leik fram í framlenginguna þar sem hann gerði hver mistökin á fætur öðrum. Schröder endaði samt með 29 stig og 7 stoðsendingar. Dirk Nowitzki fékk líka tækifæri til að vera hetjan í lokin en klikkaði á hverju skotinu á fætur öðru og leit út fyrir að vera þreyttur og orkulaus. Þýskaland vann Ísland í fyrsta leik en hefur síðan tapað fyrir Serbíu, Tyrklandi og nú Ítalíu. Liðið þarf að vinna Spán á morgun til að komast áfram í átta liða úrslitin. Þjóðverjar byrjuðu leikinn mjög vel með Dennis Schröder í fararbroddi og voru komnir í 17-9 eftir sjö mínútna leik en á þeim tíma var Schröder búinn að skora jafnmikið og allt ítalska liðið til samans. Þýska liðið var 22-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann þótt að Dirk Nowitzki væri enn stigalaus en hann klikkaði á báðum skotum sínum fyrstu tíu mínútur leiksins. Dirk Nowitzki skoraði sex stig í öðrum leikhlutanum en það kom þó ekki í veg fyrir að Ítalir unnu sig inn í leikinn og jöfnuðu í 42-42 rétt fyrir hálfleik. Ítalir settu niður fimm þrista í öðrum leikhlutanum sem þeir unnu 25-20. Danilo Gallinari skoraði tvo af þristunum alveg eins og Pietro Aradori. Ítalir áttu þó Marco Belinelli inni en hann var stigalaus í fyrri hálfleiknum eftir 27 stiga skotsýningu sína á móti Spáni í gærkvöldi. Þýska liðið kom inn í seinni hálfleik staðráðið að taka aftur frumkvæðið og eftir aðeins fimm mínútna leik var kominn tíu stiga munur, 55-45, eftir góða körfu frá Dirk Nowitzki. Ítalir tókst að vinna sig aftur inn í leikinn með því að skora níu af næstu ellefu stigum og minnka muninn í þrjú stig, 57-54. Þýska liðið endaði þriðja leikhlutann hinsvegar betur og var fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 59-54. Þjóðverjar stálu boltanum í tvígang í upphafi og voru aftur komnir sjö stigum yfir, 63-56. Ítalir svöruðu með 7-0 spretti á aðeins 83 sekúndum og jöfnuðu með því leikinn í 63-64 þegar sjö mínútur voru eftir. Dennis Schröder var hinsvegar kominn aftur á gólfið og frábær stemningskarfa hans og víti í kaupbæti komu þýska liðinu í 66-63 og aftur á sporið. Marco Belinelli var ekki búinn að segja sitt síðasta og þegar hann smellti niður sínum þriðja þristi á fyrstu fimm mínútum fjórða leikhlutans kom þessi mikla skytta Ítalska liðinu yfir, 69-68. Lokamínúturnar voru æsispennandi, Þjóðverjar voru jafnan undan að skora en Ítalir jöfnuðu jafn harðann. Danilo Gallinari jafnaði metin í 76-76 þegar aðeins 3,6 sekúndur voru eftir og Dennis Schröder klikkaði á lokaskotinu og því varð að framlengja leikinn. Andrea Bargnani skoraði fyrstu körfuna í framlengingunni en Dirk Nowitzki svaraði strax. Ítalir voru áfram á undan að skora en misstu Andrea Bargnani af velli með fimm villur þegar 3:17 voru eftir. Danilo Gallinari kom svo Ítölum í 84-82 með frábærri skorara-körfu og Marco Belinelli bætti við þristi og kom muninum upp í fimm stig, 87-82, eftir að Ítalir nýttu sér það vel að Dennis Schröder lá meiddur í gólfinu hinum megin á vellinum. Marco Belinelli innsiglaði síðan sigurinn á vítalínunni og endaði með 14 stig í fjórða leikhluta og framlengingu.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira
Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30