Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2015 22:13 Jón Arnór keyrir að spænsku körfunni í kvöld. vísir/valli Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. Ísland spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og komst m.a. fjórum stigum yfir eftir góðan sprett. Í seinni hálfleik dró svo af íslensku strákunum, ekki ósvipað og gegn Serbíu í gær. „Já, það fer mikil orka í þetta. Við erum helvíti góðir í 20 mínútur. Við börðumst eins og ljón. Þriðji fjórðungurinn var ekkert alslæmur en það var erfitt að koma inn í seinni hálfleikinn og toppa þann fyrri þar sem við vorum mjög þéttir,“ sagði Jón Arnór sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. „Við spiluðum góða vörn, vorum að stríða þeim og vorum yfir á tímabili. Við vorum með sjálfstraustið í botni og spiluðum sem ein heild.“Þetta óútskýranlega íslenska hjarta Jón Arnór er ánægður með hugarfar íslenska liðsins sem mætir alltaf tilbúið til leiks þótt leikirnir á undan hafi tapast. „Það segir svolítið um hugarfarið hjá okkur og hvað við erum sterkir andlega. Við sýnum þetta óútskýranlega íslenska hjarta í þessum leikjum. „Þetta er eitthvað undur, það er ótrúlega erfitt að útskýra það. Það skiptir engu máli hvað lið gera á móti okkur, við komum alltaf til baka og erum á réttri leið. Það er ótrúlega gott að fá stuðninginn frá fólkinu, það gefur okkur rosalega mikið. Án þess værum við í verri málum, myndi ég halda, og ég vil bara enn og aftur þakka þeim fyrir.“Leið eins og ég væri ungur aftur Jón Arnór hefur verið að glíma við hnémeiðsli og spilaði af þeim sökum ekki mikið gegn Serbíu. Hann lét hins vegar tappa af hnénu í gær og leið miklu betur í dag. „Mér leið bara eins og ég væri ungur aftur í dag. Við töppuðum af hnénu í gær og mér leið miklu betur í dag. Ég var svolítið mikið bólginn í gær og ég átti erfitt með að hita upp og komast í gírinn. Ég var stífur og aumur í hnénu og treysti því ekki 100%,“ sagði Jón Arnór sem er enn samningslaus. Stoppar síminn ekki hjá umboðsmanninum hans? „Það var eitthvað í gangi, ég var að spá í að auglýsa á Twitter hvort einhvern vantaði skotbakvörð,“ sagði Jón Arnór í gríni. „Það er eitthvað að koma inn en ég reyndi ekkert að svara honum (umboðsmanninum), ég var bara að einbeita mér að leiknum og ætla að halda því áfram. „Það er einn leikur eftir og svo kemur þetta bara í ljós. Ég ætla svo að fara heim og nýta mér það. Ef ég sem í dag eða á morgun þarf ég að fara strax út. Maður er orðinn svo reyndur að ég ætla að reyna að kreista út nokkra daga heima,“ sagði Jón Arnór sem sér fríið á Íslandi í hillingum.Hamborgarinn virkaði vel Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir í B-riðli, gegn Tyrklandi á morgun. Jón Arnór segir að Ísland sé klárt í þann leik. „Ekki spurning. Við þurfum að jafna okkur fyrir næsta leik, það er bara ísbað og hugleiðsla og beint upp á herbergi,“ sagði Jón Arnór. Hann upplýsti að einhverjir leikmenn hefðu fengið sér hamborgara í gær. Hann bætti því við að undirbúningurinn fyrir leikinn yrði svipaður og fyrir hina fjóra. „Við gerum þetta svipað, verðum léttir og jákvæðir. Þetta er rosalega góður hópur og gaman að vera í kringum leikmennina og starfsliðið. Þetta er bara hátíð.“ EM 2015 í Berlín Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. Ísland spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og komst m.a. fjórum stigum yfir eftir góðan sprett. Í seinni hálfleik dró svo af íslensku strákunum, ekki ósvipað og gegn Serbíu í gær. „Já, það fer mikil orka í þetta. Við erum helvíti góðir í 20 mínútur. Við börðumst eins og ljón. Þriðji fjórðungurinn var ekkert alslæmur en það var erfitt að koma inn í seinni hálfleikinn og toppa þann fyrri þar sem við vorum mjög þéttir,“ sagði Jón Arnór sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. „Við spiluðum góða vörn, vorum að stríða þeim og vorum yfir á tímabili. Við vorum með sjálfstraustið í botni og spiluðum sem ein heild.“Þetta óútskýranlega íslenska hjarta Jón Arnór er ánægður með hugarfar íslenska liðsins sem mætir alltaf tilbúið til leiks þótt leikirnir á undan hafi tapast. „Það segir svolítið um hugarfarið hjá okkur og hvað við erum sterkir andlega. Við sýnum þetta óútskýranlega íslenska hjarta í þessum leikjum. „Þetta er eitthvað undur, það er ótrúlega erfitt að útskýra það. Það skiptir engu máli hvað lið gera á móti okkur, við komum alltaf til baka og erum á réttri leið. Það er ótrúlega gott að fá stuðninginn frá fólkinu, það gefur okkur rosalega mikið. Án þess værum við í verri málum, myndi ég halda, og ég vil bara enn og aftur þakka þeim fyrir.“Leið eins og ég væri ungur aftur Jón Arnór hefur verið að glíma við hnémeiðsli og spilaði af þeim sökum ekki mikið gegn Serbíu. Hann lét hins vegar tappa af hnénu í gær og leið miklu betur í dag. „Mér leið bara eins og ég væri ungur aftur í dag. Við töppuðum af hnénu í gær og mér leið miklu betur í dag. Ég var svolítið mikið bólginn í gær og ég átti erfitt með að hita upp og komast í gírinn. Ég var stífur og aumur í hnénu og treysti því ekki 100%,“ sagði Jón Arnór sem er enn samningslaus. Stoppar síminn ekki hjá umboðsmanninum hans? „Það var eitthvað í gangi, ég var að spá í að auglýsa á Twitter hvort einhvern vantaði skotbakvörð,“ sagði Jón Arnór í gríni. „Það er eitthvað að koma inn en ég reyndi ekkert að svara honum (umboðsmanninum), ég var bara að einbeita mér að leiknum og ætla að halda því áfram. „Það er einn leikur eftir og svo kemur þetta bara í ljós. Ég ætla svo að fara heim og nýta mér það. Ef ég sem í dag eða á morgun þarf ég að fara strax út. Maður er orðinn svo reyndur að ég ætla að reyna að kreista út nokkra daga heima,“ sagði Jón Arnór sem sér fríið á Íslandi í hillingum.Hamborgarinn virkaði vel Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir í B-riðli, gegn Tyrklandi á morgun. Jón Arnór segir að Ísland sé klárt í þann leik. „Ekki spurning. Við þurfum að jafna okkur fyrir næsta leik, það er bara ísbað og hugleiðsla og beint upp á herbergi,“ sagði Jón Arnór. Hann upplýsti að einhverjir leikmenn hefðu fengið sér hamborgara í gær. Hann bætti því við að undirbúningurinn fyrir leikinn yrði svipaður og fyrir hina fjóra. „Við gerum þetta svipað, verðum léttir og jákvæðir. Þetta er rosalega góður hópur og gaman að vera í kringum leikmennina og starfsliðið. Þetta er bara hátíð.“
EM 2015 í Berlín Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Sjá meira