Wolfsburg fær Draxler til að fylla í skarð De Bruyne Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. ágúst 2015 16:00 Julian Draxler í leik með Schalke á dögunum. Vísir/Getty Wolfsburg gekk í dag frá kaupunum á þýska kantmanninum Julian Draxler frá Schalke 04 en honum er ætlað að fylla í það skarð sem Kevin De Bruyne, nýjasti liðsmaður Manchester City, skyldi eftir sig. Samkvæmt þýska blaðinu Bild greiðir Wolfsburg alls 36 milljónir evra fyrir hinn 21 árs gamla Draxler sem hefur undanfarin ár verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu. Hefur hann þrátt fyrir ungan aldur þegar leikið 118 leiki fyrir Schalke og 15 leiki fyrir þýska landsliðið. Er honum ætlað að fylla í skarð belgíska kantmannsins De Bruyne sem gekk á dögunum til liðs við Manchester City fyrir 54 milljónir evra. Náði félagið öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að verða í fyrsta sinn í sögu félagsins bikarmeistarar með De Bruyne fremstan í flokki. Er nóg til af seðlum hjá félaginu eftir söluna á De Bruyne og króatíska sóknarmanninum Ivan Perisic sem gekk í morgun til liðs við Inter fyrir 20 milljónir evra. Hefur félagið selt leikmenn fyrir alls 95 milljónir evra undanfarna þrjá daga og átti því í engum erfiðleikum með að greiða 36 milljónir punda fyrir einn efnilegasta leikmann Þýskalands. Þá staðfesti félagið í dag að gengið hefði verið frá kaupunum á brasilíska miðverðinum Dante frá Bayern Munchen. Gengur Dante til liðs við Wolfsburg eftir þrjú ár hjá Bayern Munchen þar sem hann varð í þrígang þýskur meistari ásamt því að verða tvisvar bikarmeistari og vinna Meistaradeild Evrópu í eitt skipti. Julian #Draxler wird ein Wolf! Der Weltmeister kommt vom FC Schalke 04 zum VfL Wolfsburg. pic.twitter.com/bb3cxMZ4gG— VfL_Wolfsburg (@VfL_Wolfsburg) August 31, 2015 Þýski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Wolfsburg gekk í dag frá kaupunum á þýska kantmanninum Julian Draxler frá Schalke 04 en honum er ætlað að fylla í það skarð sem Kevin De Bruyne, nýjasti liðsmaður Manchester City, skyldi eftir sig. Samkvæmt þýska blaðinu Bild greiðir Wolfsburg alls 36 milljónir evra fyrir hinn 21 árs gamla Draxler sem hefur undanfarin ár verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu. Hefur hann þrátt fyrir ungan aldur þegar leikið 118 leiki fyrir Schalke og 15 leiki fyrir þýska landsliðið. Er honum ætlað að fylla í skarð belgíska kantmannsins De Bruyne sem gekk á dögunum til liðs við Manchester City fyrir 54 milljónir evra. Náði félagið öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að verða í fyrsta sinn í sögu félagsins bikarmeistarar með De Bruyne fremstan í flokki. Er nóg til af seðlum hjá félaginu eftir söluna á De Bruyne og króatíska sóknarmanninum Ivan Perisic sem gekk í morgun til liðs við Inter fyrir 20 milljónir evra. Hefur félagið selt leikmenn fyrir alls 95 milljónir evra undanfarna þrjá daga og átti því í engum erfiðleikum með að greiða 36 milljónir punda fyrir einn efnilegasta leikmann Þýskalands. Þá staðfesti félagið í dag að gengið hefði verið frá kaupunum á brasilíska miðverðinum Dante frá Bayern Munchen. Gengur Dante til liðs við Wolfsburg eftir þrjú ár hjá Bayern Munchen þar sem hann varð í þrígang þýskur meistari ásamt því að verða tvisvar bikarmeistari og vinna Meistaradeild Evrópu í eitt skipti. Julian #Draxler wird ein Wolf! Der Weltmeister kommt vom FC Schalke 04 zum VfL Wolfsburg. pic.twitter.com/bb3cxMZ4gG— VfL_Wolfsburg (@VfL_Wolfsburg) August 31, 2015
Þýski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira