Órólega deildin í Syriza stofnar nýjan flokk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2015 10:15 Panagiotis Lafazanis, fyrrverandi orkumálaráðherra, fer fyrir hinum nýja flokki. Vísir/AP Hópur þingmanna úr Syriza-flokknum í Grikklandi hefur stofnað nýjan flokk. Leiðtogi flokksins er harður andstæðingur harður andstæðingur þeirra aðgerða sem gríska ríkið hefur farið út í vegna samninga við lánveitendur sína. Líklegt þykir að boðað verði til kosninga í Grikklandi í kjölfar þess að forsætisráðherra landsins sagði af sér í gær. Fjölmiðlar í Grikklandi greina frá því að 25 þingmenn Siryza, sem fór með völd þangað til í gær, muni ganga til liðs við nýja flokkinn sem ber nafnið Laiki Enotita. Panagiotis Lafazanis, fyrrverandi orkumálaráðherra, mun leiða hinn nýstofnaða flokk en hann barðist hatrammlega gegn þeim samningum sem Grikkland gerði nýverið við lánveitendur sína. Fyrrverandi fjármálaráðherra, Yanis Varoufakis, er ekki á meðal stofnmeðlima flokksins. Lafazanis sagði í umræðum um samkomulag gríska ríkisins við lánveitendur sína sem fól í sér að Grikkland myndi fá neyðarlán sem hljóðaði upp á allt að 86 milljarða evru að hann væri harðákveðinn í því að „brjóta niður einræði evrusvæðisins“.Þingkosningar líklega haldnar í september. Forsætisráðherra og leiðtogi Syriza-flokksins, sagði af sér í gær og boðaði til kosninga eftir að hann missti stuðning fjölda sinna eigin þingmanna þegar kom því að styðja þær aðgerðir sem gríska ríkið hafði samþykkt að fara út í vegna nýs neyðarláns frá Evrópu. Siryza fékk 149 sæti af 300 þingsætum í síðustu þingkosningum sem fram fóru í janúar. Hinn nýstofnaði flokkur verður sá þriðji stærsti á þinginu en Vangelis Meimarakis, formaður Nea Demokratika sem er næststærsti flokkurinn á þinginu, hefur fengið stjórnarmyndunarumboð. Búist er við að honum takist ekki að mynda stjórn og boðað verði til kosninga, líklega um miðjan september. Grikkland Tengdar fréttir Alexis Tsipras segir af sér Búist er við að boðað verði til þingkosningaí Grikklandi þann 20. september. 20. ágúst 2015 17:46 Samkomulag í höfn í Grikklandi Gríska ríkið hefur náð samkomulagi við alþjóðlega lánadrottna sína um skuldavanda landsins. 11. ágúst 2015 07:37 Grikkir selja fjórtán flugvelli til þýsks félags Grikklandsstjórn hefur samþykkt sölu á fjórtán flugvöllum til þýska félagsins Fraport AG sem rekur meðal annars alþjóðaflugvöllinn í Frankfurt. 18. ágúst 2015 22:42 Þýska þingið samþykkir neyðarlán til Grikklands Samþykkt með 454 atkvæðum gegn 113, 18 sátu hjá. 19. ágúst 2015 10:55 Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Hópur þingmanna úr Syriza-flokknum í Grikklandi hefur stofnað nýjan flokk. Leiðtogi flokksins er harður andstæðingur harður andstæðingur þeirra aðgerða sem gríska ríkið hefur farið út í vegna samninga við lánveitendur sína. Líklegt þykir að boðað verði til kosninga í Grikklandi í kjölfar þess að forsætisráðherra landsins sagði af sér í gær. Fjölmiðlar í Grikklandi greina frá því að 25 þingmenn Siryza, sem fór með völd þangað til í gær, muni ganga til liðs við nýja flokkinn sem ber nafnið Laiki Enotita. Panagiotis Lafazanis, fyrrverandi orkumálaráðherra, mun leiða hinn nýstofnaða flokk en hann barðist hatrammlega gegn þeim samningum sem Grikkland gerði nýverið við lánveitendur sína. Fyrrverandi fjármálaráðherra, Yanis Varoufakis, er ekki á meðal stofnmeðlima flokksins. Lafazanis sagði í umræðum um samkomulag gríska ríkisins við lánveitendur sína sem fól í sér að Grikkland myndi fá neyðarlán sem hljóðaði upp á allt að 86 milljarða evru að hann væri harðákveðinn í því að „brjóta niður einræði evrusvæðisins“.Þingkosningar líklega haldnar í september. Forsætisráðherra og leiðtogi Syriza-flokksins, sagði af sér í gær og boðaði til kosninga eftir að hann missti stuðning fjölda sinna eigin þingmanna þegar kom því að styðja þær aðgerðir sem gríska ríkið hafði samþykkt að fara út í vegna nýs neyðarláns frá Evrópu. Siryza fékk 149 sæti af 300 þingsætum í síðustu þingkosningum sem fram fóru í janúar. Hinn nýstofnaði flokkur verður sá þriðji stærsti á þinginu en Vangelis Meimarakis, formaður Nea Demokratika sem er næststærsti flokkurinn á þinginu, hefur fengið stjórnarmyndunarumboð. Búist er við að honum takist ekki að mynda stjórn og boðað verði til kosninga, líklega um miðjan september.
Grikkland Tengdar fréttir Alexis Tsipras segir af sér Búist er við að boðað verði til þingkosningaí Grikklandi þann 20. september. 20. ágúst 2015 17:46 Samkomulag í höfn í Grikklandi Gríska ríkið hefur náð samkomulagi við alþjóðlega lánadrottna sína um skuldavanda landsins. 11. ágúst 2015 07:37 Grikkir selja fjórtán flugvelli til þýsks félags Grikklandsstjórn hefur samþykkt sölu á fjórtán flugvöllum til þýska félagsins Fraport AG sem rekur meðal annars alþjóðaflugvöllinn í Frankfurt. 18. ágúst 2015 22:42 Þýska þingið samþykkir neyðarlán til Grikklands Samþykkt með 454 atkvæðum gegn 113, 18 sátu hjá. 19. ágúst 2015 10:55 Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Alexis Tsipras segir af sér Búist er við að boðað verði til þingkosningaí Grikklandi þann 20. september. 20. ágúst 2015 17:46
Samkomulag í höfn í Grikklandi Gríska ríkið hefur náð samkomulagi við alþjóðlega lánadrottna sína um skuldavanda landsins. 11. ágúst 2015 07:37
Grikkir selja fjórtán flugvelli til þýsks félags Grikklandsstjórn hefur samþykkt sölu á fjórtán flugvöllum til þýska félagsins Fraport AG sem rekur meðal annars alþjóðaflugvöllinn í Frankfurt. 18. ágúst 2015 22:42
Þýska þingið samþykkir neyðarlán til Grikklands Samþykkt með 454 atkvæðum gegn 113, 18 sátu hjá. 19. ágúst 2015 10:55
Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. 23. júlí 2015 07:00