Fjórða umferðin í rallycrossi á morgun Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2015 12:48 Keppt í brautinni í Kapelluhrauni. Á morgun, laugardag, fer fram fjórða umferð Íslandsmótsins í rallycrossi og hefst keppnin kl. 13. Sem fyrr er keppnin haldin á akstursíþróttasvæði AÍH í Kapelluhrauni í Hafnarfirði. Ekin er Krísuvíkurleið að brautinni. Keppt er í fjórum flokkum á morgun, opnum flokki, 2000 flokki, 4x4 krónuflokki og í unglingaflokki. Flestir keppendur eru í 2000 flokknum eða 5 talsins og 4 eru í unglingaflokki. Rallycross er mjög áhorfendavænt sport og brautin í Kapelluhrauni er þannig sniðin að áhorfendur geta séð keppnisbílana allan tímann í brautinni. Ávallt er hart barist í þessu rallycrosskeppnum, árekstrar tíðir og veltur ekki fátíðar heldur. Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent
Á morgun, laugardag, fer fram fjórða umferð Íslandsmótsins í rallycrossi og hefst keppnin kl. 13. Sem fyrr er keppnin haldin á akstursíþróttasvæði AÍH í Kapelluhrauni í Hafnarfirði. Ekin er Krísuvíkurleið að brautinni. Keppt er í fjórum flokkum á morgun, opnum flokki, 2000 flokki, 4x4 krónuflokki og í unglingaflokki. Flestir keppendur eru í 2000 flokknum eða 5 talsins og 4 eru í unglingaflokki. Rallycross er mjög áhorfendavænt sport og brautin í Kapelluhrauni er þannig sniðin að áhorfendur geta séð keppnisbílana allan tímann í brautinni. Ávallt er hart barist í þessu rallycrosskeppnum, árekstrar tíðir og veltur ekki fátíðar heldur.
Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent