Heiðar Már: Kínverska hrunið þýðir lítið fyrir Ísland Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2015 11:40 „Þetta þýðir nú ekki mikið fyrir okkur þar sem við núllstilltum okkar kerfi fyrir um fimm árum,“ segir hagfræðingurinn og fjárfestirinn Heiðar Már Guðjónsson en hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar og Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Undanfarin ár hefur verið talsverður vöxtur á fjármálamörkuðum og verð á hlutabréfum hefur hækkað þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagnum sjálfum. Því hafi verið talsverður munur á milli raunverulegrar stöðu og hagnaðar. Heiðar Már segir að við þurfum ekki að hafa áhyggjur hér á landi nema fallið fari að hafa áhrif á raunhagkerfi heimsins. „Þetta hefur gerst oft áður að markaðir fara fram úr sjálfum sér. Græðgi fólks kemur hægt og rólega og stigmagnast meðan hræðslan við tap kemur skyndilega. Því eru leiðréttingar á mörkuðum svona rosalega skarpar.“ Heiðar Már segir að í þessu öllu saman hafi verið áhugavert að fylgjast með evrunni en hún hefur styrkst mjög mikið líkt og dollarinn. „Evran er í raun hið nýja yen,“ segir hann. Vísar hann til þess að frá hruninu í Japan árið 1989 hafi menn litið á framtíðarhorfur Japans með eilitlum efasemdum og að þar sé lítið að gerast. Yenið verði lágvaxtamynt um ókomna framtíð. „Mig grunar að þannig hafi menn horft aðeins á evruna þannig að það sé gott að taka lán í henni. Ef það kemur skyndilegt högg, og menn skulda í lágvaxtamynt á borð við evru, þá þurfa menn að græja það í einni svipan. Kaupa gjaldeyri og borga skuldina. Það þýðir að evran styrkist sem er í raun það síðasta sem hún þarf,“ segir Heiðar. Samkvæmt Heiðari ætti hrunið að hafa lítil áhrif á Ísland en gæti haft einna mest áhrif á ríki á borð við Þýskalands þar sem stór hluti framleiðsluaukningar landsins hefur verið seldur til Kína. Einnig verði forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á lönd á borð við Nýja Sjáland og Ástralíu sem hafa stundað viðskipti við Kína í auknum mæli á undanförnum árum. Viðtal Heimis og Sigurjóns við Heiðar má heyra í spilaranum sem er hér í fréttinni. Kína Tengdar fréttir Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22 Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14 Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
„Þetta þýðir nú ekki mikið fyrir okkur þar sem við núllstilltum okkar kerfi fyrir um fimm árum,“ segir hagfræðingurinn og fjárfestirinn Heiðar Már Guðjónsson en hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar og Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Undanfarin ár hefur verið talsverður vöxtur á fjármálamörkuðum og verð á hlutabréfum hefur hækkað þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagnum sjálfum. Því hafi verið talsverður munur á milli raunverulegrar stöðu og hagnaðar. Heiðar Már segir að við þurfum ekki að hafa áhyggjur hér á landi nema fallið fari að hafa áhrif á raunhagkerfi heimsins. „Þetta hefur gerst oft áður að markaðir fara fram úr sjálfum sér. Græðgi fólks kemur hægt og rólega og stigmagnast meðan hræðslan við tap kemur skyndilega. Því eru leiðréttingar á mörkuðum svona rosalega skarpar.“ Heiðar Már segir að í þessu öllu saman hafi verið áhugavert að fylgjast með evrunni en hún hefur styrkst mjög mikið líkt og dollarinn. „Evran er í raun hið nýja yen,“ segir hann. Vísar hann til þess að frá hruninu í Japan árið 1989 hafi menn litið á framtíðarhorfur Japans með eilitlum efasemdum og að þar sé lítið að gerast. Yenið verði lágvaxtamynt um ókomna framtíð. „Mig grunar að þannig hafi menn horft aðeins á evruna þannig að það sé gott að taka lán í henni. Ef það kemur skyndilegt högg, og menn skulda í lágvaxtamynt á borð við evru, þá þurfa menn að græja það í einni svipan. Kaupa gjaldeyri og borga skuldina. Það þýðir að evran styrkist sem er í raun það síðasta sem hún þarf,“ segir Heiðar. Samkvæmt Heiðari ætti hrunið að hafa lítil áhrif á Ísland en gæti haft einna mest áhrif á ríki á borð við Þýskalands þar sem stór hluti framleiðsluaukningar landsins hefur verið seldur til Kína. Einnig verði forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á lönd á borð við Nýja Sjáland og Ástralíu sem hafa stundað viðskipti við Kína í auknum mæli á undanförnum árum. Viðtal Heimis og Sigurjóns við Heiðar má heyra í spilaranum sem er hér í fréttinni.
Kína Tengdar fréttir Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22 Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14 Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22
Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur