Toyota að hefja aftur framleiðslu í Tianjin Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2015 14:56 Brunnir bílar í Tianjin. Loka þurfti bílaverksmiðju Toyota í hafnarborginni Tianjin í Kína í kjölfar gríðarstórrar sprengingar sem urðu þar 12. ágúst. Verkamenn munu mæta til vinnu á morgun og undirbúa opnun verksmiðjunnar á föstudag. Aðspurðir sögðu forsvarsmenn Toyota að ekki hafi enn verið teknar ákavarðanir um hvort unnin verði yfirvinna til að mæta þeirri framleiðsluminnkun sem varð við stöðvun verksmiðjunnar, en ágætar birgðir Toyota gætu gert það að verkum að ekki þurfi að bregðast við með þeim hætti. Í sprengingunni í Tianjin dóu 123 og 67 starfsmenn verksmiðju Toyota slösuðust í henni. Ennfremur skemmdust 4.700 Toyota og Lexus bílar í þessari miklu sprengingu sem vart á sér fordæmi. Sala Toyota bíla verður líklega ekki fyrir miklum áföllum við þessa lokun, sem brátt verður þó afstaðin. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent
Loka þurfti bílaverksmiðju Toyota í hafnarborginni Tianjin í Kína í kjölfar gríðarstórrar sprengingar sem urðu þar 12. ágúst. Verkamenn munu mæta til vinnu á morgun og undirbúa opnun verksmiðjunnar á föstudag. Aðspurðir sögðu forsvarsmenn Toyota að ekki hafi enn verið teknar ákavarðanir um hvort unnin verði yfirvinna til að mæta þeirri framleiðsluminnkun sem varð við stöðvun verksmiðjunnar, en ágætar birgðir Toyota gætu gert það að verkum að ekki þurfi að bregðast við með þeim hætti. Í sprengingunni í Tianjin dóu 123 og 67 starfsmenn verksmiðju Toyota slösuðust í henni. Ennfremur skemmdust 4.700 Toyota og Lexus bílar í þessari miklu sprengingu sem vart á sér fordæmi. Sala Toyota bíla verður líklega ekki fyrir miklum áföllum við þessa lokun, sem brátt verður þó afstaðin.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent