Mig hefur dreymt um þetta lengi Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2015 06:00 Afmælisbörn gærdagsins. Mynd/KKÍ/Kristinn Geir „Það er auðvitað komin töluverð spenna en reynslumiklu leikmenn liðsins eru að halda okkur niðri á jörðinni og minna okkur á að halda einbeitingu,“ sagði Ragnar Nathanaelsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Póllandi í gær. Lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Eurobasket hefst á morgun á æfingarmóti í Póllandi en fyrsti leikur á mótinu er gegn Þýskalandi eftir rúma viku. „Þótt að við séum að spila gegn sterkustu þjóðum heims vitum við að við þurfum að mæta og spila körfubolta. Þegar við lendum í Berlín þá held ég að kjaftshöggið komi sem minni okkur á hvað við erum að fara að gera.“ Ragnar gæti reynst liðinu gríðarlega mikilvægur á mótinu en hann er eini leikmaður liðsins sem er hærri en 2 metrar. Gætu allir 218 sentímetrarnir hans reynst liðinu mikilvægur inn í teignum. „Við erum búnir að æfa mikið hvar ég á að staðsetja mig ásamt því að æfa vagg og veltu (e. pick and roll) í sóknarleiknum því ég er nokkuð snöggur í fótunum miðað við stærð. Við munum reyna að nota það eitthvað og svo mun ég einblína á stærstu mennina í vörninni,“ sagði Ragnar sem fær að kljást við hluta af bestu körfuboltamönnum í heimi í sinni stöðu. „Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að spila gegn liði með jafn stórum leikmönnum og við erum að fara að spila við. Þetta verður góð prófraun á mig sem leikmann og ég mun gefa allt mitt á þessum mínútum sem ég fæ.“ Ragnar sagði að undirbúningurinn fyrir mótið hefði gengið vel en liðið hefur æft töluvert saman í sumar. „Sá sem fer inn á í hvert sinn mun gera hvað sem hann getur til þess að þóknast liðinu sem best. Við erum að reyna að koma því hugarfari að liðinu að spila sem lið í öllum leikjum. Við höfum eytt töluverðum tíma saman utan vallar og erum orðinn mjög samheldinn hópur,“ sagði Ragnar sem sagði að æfingarleikir liðsins hefðu aðstoðað við undirbúninginn. „Við erum búnir að spila mun fleiri leiki í ár heldur en í fyrra og fyrir vikið komið mun betra flæði í leik liðsins. Í fyrra vorum við örlítið að fela okkur fyrir Bretum og Bosníumönnum en í ár gátum við tekið æfingarleiki til þess að spila okkur betur saman.“ „Við þekkjum kerfin öll mun betur og hvorn annan mun betur fyrir vikið og það er mun betra. Þegar við vorum að æfa kerfin á æfingu vorum við að æfa gegn hvor öðrum sem þekktum kerfin og það var því engin prófraun á þetta sem Craig vill gera. “ Ragnar var valinn á dögunum í leikmannahóp liðsins þegar skorið var niður um þrjá leikmenn en hann sagði að þungu fargi hefði verið létt af sér um leið og hann heyrði tíðindin. „Það var þvílíkur léttir þegar Craig sagði mér að ég yrði hluti af hópnum enda búinn að eyða öllu sumrinu í þetta. Það er mikill heiður að fá að vera partur af þessu liði, manni hefur dreymt um þetta lengi. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þessum stóru þjóðum.“ Ragnar fagnaði óvenjulegum afmælisdegi í gær í æfingarbúðum í Póllandi hann og Helgi Már Magnússon áttu báðir afmæli í gær. „Þetta er töluvert öðruvísi en vanalega. Ég kom afmælispakka á Helga, eðal skegg olíu, en ég á eftir að fá gjöf á móti,“ sagði Ragnar, léttur í lund að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
„Það er auðvitað komin töluverð spenna en reynslumiklu leikmenn liðsins eru að halda okkur niðri á jörðinni og minna okkur á að halda einbeitingu,“ sagði Ragnar Nathanaelsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Póllandi í gær. Lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Eurobasket hefst á morgun á æfingarmóti í Póllandi en fyrsti leikur á mótinu er gegn Þýskalandi eftir rúma viku. „Þótt að við séum að spila gegn sterkustu þjóðum heims vitum við að við þurfum að mæta og spila körfubolta. Þegar við lendum í Berlín þá held ég að kjaftshöggið komi sem minni okkur á hvað við erum að fara að gera.“ Ragnar gæti reynst liðinu gríðarlega mikilvægur á mótinu en hann er eini leikmaður liðsins sem er hærri en 2 metrar. Gætu allir 218 sentímetrarnir hans reynst liðinu mikilvægur inn í teignum. „Við erum búnir að æfa mikið hvar ég á að staðsetja mig ásamt því að æfa vagg og veltu (e. pick and roll) í sóknarleiknum því ég er nokkuð snöggur í fótunum miðað við stærð. Við munum reyna að nota það eitthvað og svo mun ég einblína á stærstu mennina í vörninni,“ sagði Ragnar sem fær að kljást við hluta af bestu körfuboltamönnum í heimi í sinni stöðu. „Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að spila gegn liði með jafn stórum leikmönnum og við erum að fara að spila við. Þetta verður góð prófraun á mig sem leikmann og ég mun gefa allt mitt á þessum mínútum sem ég fæ.“ Ragnar sagði að undirbúningurinn fyrir mótið hefði gengið vel en liðið hefur æft töluvert saman í sumar. „Sá sem fer inn á í hvert sinn mun gera hvað sem hann getur til þess að þóknast liðinu sem best. Við erum að reyna að koma því hugarfari að liðinu að spila sem lið í öllum leikjum. Við höfum eytt töluverðum tíma saman utan vallar og erum orðinn mjög samheldinn hópur,“ sagði Ragnar sem sagði að æfingarleikir liðsins hefðu aðstoðað við undirbúninginn. „Við erum búnir að spila mun fleiri leiki í ár heldur en í fyrra og fyrir vikið komið mun betra flæði í leik liðsins. Í fyrra vorum við örlítið að fela okkur fyrir Bretum og Bosníumönnum en í ár gátum við tekið æfingarleiki til þess að spila okkur betur saman.“ „Við þekkjum kerfin öll mun betur og hvorn annan mun betur fyrir vikið og það er mun betra. Þegar við vorum að æfa kerfin á æfingu vorum við að æfa gegn hvor öðrum sem þekktum kerfin og það var því engin prófraun á þetta sem Craig vill gera. “ Ragnar var valinn á dögunum í leikmannahóp liðsins þegar skorið var niður um þrjá leikmenn en hann sagði að þungu fargi hefði verið létt af sér um leið og hann heyrði tíðindin. „Það var þvílíkur léttir þegar Craig sagði mér að ég yrði hluti af hópnum enda búinn að eyða öllu sumrinu í þetta. Það er mikill heiður að fá að vera partur af þessu liði, manni hefur dreymt um þetta lengi. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þessum stóru þjóðum.“ Ragnar fagnaði óvenjulegum afmælisdegi í gær í æfingarbúðum í Póllandi hann og Helgi Már Magnússon áttu báðir afmæli í gær. „Þetta er töluvert öðruvísi en vanalega. Ég kom afmælispakka á Helga, eðal skegg olíu, en ég á eftir að fá gjöf á móti,“ sagði Ragnar, léttur í lund að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn